Á 670 km hraða Finnur Thorlacius skrifar 15. september 2014 10:31 Rennisléttar saltslétturnar í Bonneville í Utah fylki Bandaríkjanna eru heppilegar til hraðaksturs og ökuþórinn Danny Thompson náði þar 670 kílómetra hraða nýlega. Bíll hans er enginn venjulegur fólksbíll heldur 4.000 hestafla raketta sem drifin er áfram með tveimur 8 strokka vélum. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði fór þó ýmislegt úrskeiðis í þessari hraðatilraun Danny Thompson. Þegar bíllinn hafði náð þessum ógnarhraða sprettur út fallhlíf sem stöðva á bílinn hratt. Það tókst sannarlega en svo mikill var g-krafturinn sem við það skapaðist í bílnum að sjálfvirkur slökkvibúnaður sem í bílnum er fór í gang og bíllinn hálffylltist að innan af slökkvivökva. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent
Rennisléttar saltslétturnar í Bonneville í Utah fylki Bandaríkjanna eru heppilegar til hraðaksturs og ökuþórinn Danny Thompson náði þar 670 kílómetra hraða nýlega. Bíll hans er enginn venjulegur fólksbíll heldur 4.000 hestafla raketta sem drifin er áfram með tveimur 8 strokka vélum. Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði fór þó ýmislegt úrskeiðis í þessari hraðatilraun Danny Thompson. Þegar bíllinn hafði náð þessum ógnarhraða sprettur út fallhlíf sem stöðva á bílinn hratt. Það tókst sannarlega en svo mikill var g-krafturinn sem við það skapaðist í bílnum að sjálfvirkur slökkvibúnaður sem í bílnum er fór í gang og bíllinn hálffylltist að innan af slökkvivökva.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent