Íslenski boltinn

Fjögur íslensk lið fá tæpar fimm milljónir króna

Arnar Björnsson skrifar
Úr leik FH og Glenavon í Evrópukeppninni.
Úr leik FH og Glenavon í Evrópukeppninni.
Alls brutu níu lið reglur Meistaradeildarinnar en Manchester City og Paris St. Germain fengu þyngstu dómana.   

Liðin sem náðu lengst bera mest úr býtum en íslensku liðin fjögur, sem tóku þátt í Evrópukeppninni í fyrra, FH, KR, ÍBV og Breiðablik, fá 30 þúsund evrur, hvert,  í sinn hlut, tæpar fimm milljónir króna.  

Hlutur FH hefði orðið mun hærri en FH-ingar féllu úr leik eftir nauman ósigur gegn Austría Vín sem sló Dinamo Zagreb úr leik í umspili um sæti í meistaradeildinni og tryggði sér í leiðinni sæti í meistaradeildinni og fær tæpar 40 milljónir úr sektarsjóðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×