Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Ísrael 3-0 | Auðvelt en ekki fallegt á Laugardalsvelli Anton Ingi Leifsson á Laugardalsvelli skrifar 13. september 2014 00:01 Íslensku stelpurnar fagna marki gegn Ísrael. Vísir/Andri Marinó Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins,var á leiknum og smellti af myndum sem sjá má hér að ofan. Leikurinn var eins og fyrr segir liður í undankeppni HM. Hann skipti litlu máli því fyrir leikinn átti Ísland enga möguleika að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu. Sigurinn var síst of stór. Slakur dómari leiksins var varla búinn að flauta til leiks þegar Dagný Brynjarsdóttir kom Íslandi yfir með marki eftir fyrirgjöf. Íslenska liðið sótti án afláts og annað markið kom eftir 26. mínútur þegar Fanndís Friðriksdóttir þrumaði boltanum í netið eftir flotta sókn Íslands. Þannig var staðan í hálfleik og þrátt fyrir stanslausa sókn Íslands voru ekki mikil gæði í íslenska liðinu sem hefur oft spilað betur. Gestirnir hentu sér niður við hvert tækifæri og drápu leikinn með leiðinlegum tilburðum. Algera ömurleg hegðun og dómari leiksins frá Ungverjalandi gerði ekkert til að stoppa þessa vitleysu. Þriðja markið kom svo í uppbótartíma þegar Sara Björk skoraði skrautlegt mark, en íslenska liðið getur spilað mun betur en það gerði í kvöld. Gestirnir áttu ekki skot á markið í leiknum og ekki skot að marki þannig sigurinn var aldrei í hættu. Eins og fyrr segir getur íslenska liðið spilað þó betur en það gerði í kvöld, en sendingar og annað hefur oft verið betra hjá liðinu. Fanndís Friðriksdóttir var líklega hættulegasti leikmaður Íslands í leiknum, en hún átti góða spretti hvað eftir annað upp kantinn. Sigrún Ella Einarsdóttir kom inná í sínum fyrsta leik fyrir A-landsliðið þegar tuttugu mínútur voru eftir og átti afbragðsleik; sólaði hvern leikmanninn á fætur öðrum og gaf fínar fyrirgjafir. Íslenska liðið spilar gegn Serbíu á miðvikudaginn, en Ísland er sem stendur í þriðju sæti riðilsins.Freyr Alexandersson: Til skammar „Þetta var eins og ég vildi hafa þetta. Þær áttu ekki að fá að ógna markinu okkar neitt og það heppnaðist," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, í leikslok. „Mér fannst við geta spilað betur. Sendingageta liðsins er meiri en þessi. Við vorum með ofboðslega mikið af feilsendingum og við fengum tækifæri til að ganga frá þessum leik jafnvel í fyrri hálfleik." „Ég var aldrei hræddur um að tapa þessum leik eða missa hann niður í jafntefli, en ég vildi bara fá betri ákvarðanir en heilt yfir margt ágætt." „Við töluðum um það að við þyrftum að taka betri ákvarðanir á þeirra sóknarhelming. Ég er ósáttur við of mikið af sendingum sem fóru ekki á bláa treyju, en mörkin þrjú voru fín," sem var ánægður með innkomu varamannana. „Þetta voru frábærar innkomur hjá Sigrúnu, Guðmundu og Gunnhildi sérstaklega hjá Sigrúni. Hún var að spila sinn fyrsta leik og mér fannst hún frábær." Ísraelska liðið henti sér niður hvað eftir annað og var Freyr sammála ofanrituðum að þetta var afskaplega leiðinleg sjón og einfaldlega til skammar. „Ég var líka að láta það fara í taugarnar á mér. Þetta er óþolandi. Þetta er í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þetta er bara til skammar og svona framkoma er ekki kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Það fannst öllum þetta leiðinlegt og ég vil ekki sjá þetta," sagði Freyr og hélt áfram. „Dómarinn á að taka betur á þessu. Dómarinn var bara einhver fígúra og mér fannst hann taka voðalega illa á þessu." Hvernig leggur Freyr leikinn upp gegn Serbíu? „Við reynum að skerpa á ákveðnum hlutum fyrir leikinn á miðvikudaginn og fara yfir afhverju þetta var svona. Annars höldum við bara áfram að vaxa sem lið og vinna í því sem við erum að gera," sagði Freyr við fjölmiðla í leikslok.Dagný:Þetta var pirrandi „Þetta var þægilegur sigur, en við vorum alls ekki að spila okkar besta leik," sagði markaskorarinn Dagný Brynjarsdóttir í leikslok. „Það voru alltof mikið af "feilsendingum" og vorum að taka rangar ákvarðanir í kringum þeirra mark. Við fáum Serbíu í heimsókn á miðvikudaginn og þá verðum við búnar að laga það." „Við unnum þær 1-0 í Ísrael og vorum alltaf með yfirhöndina þar eins og hér í dag. Við fengum fullt af færum í báðum leikjunum, en yfirburðirnir komu okkur ekki á óvart." „Það hefði verið sanngjarnt að vinna svona 6-0, en það er fínt að skora þrjú mörk. Við skoruðum bara eitt úti þannig þetta var bæting." Það fór í taugarnar á Dagnýju eins og líklega öllum á vellinum hversu mikið gestirnir lágu í grasinu. „Þetta fer alltaf dálítið í taugarnar á manni, en við reyndum að passa að hugsa ekki um það og detta niðrá þeirra plan. Þetta var pirrandi." „Mér fannst við vera með of mikið af feilsendingum og rangar ákvarðanir. Ef við lögum það þá sköpum við okkur betri færi og skorum fleiri mörk," sagði Dagný Brynjarsdóttir í leikslok.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
Ísland vann afar þægilegan sigur á Ísrael í undankeppni HM, en leikið var á Laugardalsvelli í kvöld. Lokatölur urðu 3-0, en sigurinn var síst of stór.Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Fréttablaðsins,var á leiknum og smellti af myndum sem sjá má hér að ofan. Leikurinn var eins og fyrr segir liður í undankeppni HM. Hann skipti litlu máli því fyrir leikinn átti Ísland enga möguleika að tryggja sér sæti í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu. Sigurinn var síst of stór. Slakur dómari leiksins var varla búinn að flauta til leiks þegar Dagný Brynjarsdóttir kom Íslandi yfir með marki eftir fyrirgjöf. Íslenska liðið sótti án afláts og annað markið kom eftir 26. mínútur þegar Fanndís Friðriksdóttir þrumaði boltanum í netið eftir flotta sókn Íslands. Þannig var staðan í hálfleik og þrátt fyrir stanslausa sókn Íslands voru ekki mikil gæði í íslenska liðinu sem hefur oft spilað betur. Gestirnir hentu sér niður við hvert tækifæri og drápu leikinn með leiðinlegum tilburðum. Algera ömurleg hegðun og dómari leiksins frá Ungverjalandi gerði ekkert til að stoppa þessa vitleysu. Þriðja markið kom svo í uppbótartíma þegar Sara Björk skoraði skrautlegt mark, en íslenska liðið getur spilað mun betur en það gerði í kvöld. Gestirnir áttu ekki skot á markið í leiknum og ekki skot að marki þannig sigurinn var aldrei í hættu. Eins og fyrr segir getur íslenska liðið spilað þó betur en það gerði í kvöld, en sendingar og annað hefur oft verið betra hjá liðinu. Fanndís Friðriksdóttir var líklega hættulegasti leikmaður Íslands í leiknum, en hún átti góða spretti hvað eftir annað upp kantinn. Sigrún Ella Einarsdóttir kom inná í sínum fyrsta leik fyrir A-landsliðið þegar tuttugu mínútur voru eftir og átti afbragðsleik; sólaði hvern leikmanninn á fætur öðrum og gaf fínar fyrirgjafir. Íslenska liðið spilar gegn Serbíu á miðvikudaginn, en Ísland er sem stendur í þriðju sæti riðilsins.Freyr Alexandersson: Til skammar „Þetta var eins og ég vildi hafa þetta. Þær áttu ekki að fá að ógna markinu okkar neitt og það heppnaðist," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Íslands, í leikslok. „Mér fannst við geta spilað betur. Sendingageta liðsins er meiri en þessi. Við vorum með ofboðslega mikið af feilsendingum og við fengum tækifæri til að ganga frá þessum leik jafnvel í fyrri hálfleik." „Ég var aldrei hræddur um að tapa þessum leik eða missa hann niður í jafntefli, en ég vildi bara fá betri ákvarðanir en heilt yfir margt ágætt." „Við töluðum um það að við þyrftum að taka betri ákvarðanir á þeirra sóknarhelming. Ég er ósáttur við of mikið af sendingum sem fóru ekki á bláa treyju, en mörkin þrjú voru fín," sem var ánægður með innkomu varamannana. „Þetta voru frábærar innkomur hjá Sigrúnu, Guðmundu og Gunnhildi sérstaklega hjá Sigrúni. Hún var að spila sinn fyrsta leik og mér fannst hún frábær." Ísraelska liðið henti sér niður hvað eftir annað og var Freyr sammála ofanrituðum að þetta var afskaplega leiðinleg sjón og einfaldlega til skammar. „Ég var líka að láta það fara í taugarnar á mér. Þetta er óþolandi. Þetta er í beinni útsendingu í sjónvarpinu. Þetta er bara til skammar og svona framkoma er ekki kvennaknattspyrnunni til framdráttar. Það fannst öllum þetta leiðinlegt og ég vil ekki sjá þetta," sagði Freyr og hélt áfram. „Dómarinn á að taka betur á þessu. Dómarinn var bara einhver fígúra og mér fannst hann taka voðalega illa á þessu." Hvernig leggur Freyr leikinn upp gegn Serbíu? „Við reynum að skerpa á ákveðnum hlutum fyrir leikinn á miðvikudaginn og fara yfir afhverju þetta var svona. Annars höldum við bara áfram að vaxa sem lið og vinna í því sem við erum að gera," sagði Freyr við fjölmiðla í leikslok.Dagný:Þetta var pirrandi „Þetta var þægilegur sigur, en við vorum alls ekki að spila okkar besta leik," sagði markaskorarinn Dagný Brynjarsdóttir í leikslok. „Það voru alltof mikið af "feilsendingum" og vorum að taka rangar ákvarðanir í kringum þeirra mark. Við fáum Serbíu í heimsókn á miðvikudaginn og þá verðum við búnar að laga það." „Við unnum þær 1-0 í Ísrael og vorum alltaf með yfirhöndina þar eins og hér í dag. Við fengum fullt af færum í báðum leikjunum, en yfirburðirnir komu okkur ekki á óvart." „Það hefði verið sanngjarnt að vinna svona 6-0, en það er fínt að skora þrjú mörk. Við skoruðum bara eitt úti þannig þetta var bæting." Það fór í taugarnar á Dagnýju eins og líklega öllum á vellinum hversu mikið gestirnir lágu í grasinu. „Þetta fer alltaf dálítið í taugarnar á manni, en við reyndum að passa að hugsa ekki um það og detta niðrá þeirra plan. Þetta var pirrandi." „Mér fannst við vera með of mikið af feilsendingum og rangar ákvarðanir. Ef við lögum það þá sköpum við okkur betri færi og skorum fleiri mörk," sagði Dagný Brynjarsdóttir í leikslok.Vísir/Andri MarinóVísir/Andri Marinó
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira