Nýr Cayenne kemur í haust Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2014 08:45 Nýr Porsche Cayenne, enn flottari en áður. Nú með haustinu kemur nýr Porsche Cayenne diesel á markað. Óhætt er að fullyrða að hér sé margt nýtt og spennandi á ferðinni. Fyrst ber að nefna áberandi útlitsbreytingar, hann fær m.a. stærra grill í ætt við nýja Porsche-Macan sportjeppann og Bi-Xenon framljós. Aðrar breytingar eru þær helstar að afturljósin verða breytt, pústin koma út úr afturstuðaranum og afturhlerinn er rafdrifinn. Stýrið, leðurklætt aðgerðarstýri, verður það sama og í Macan. Og enn verður bætt í staðalbúnaðinn sem var þó flottur fyrir. Stór breyting liggur einnig í nýrri 262 hestafla dísilvél. Togið fer í 580 Nm og með þessari vél er Cayenne 7,3 sekúndur í hundraðið. Þrátt fyrir áðurnefndar staðreyndir hefur tekist að minnka eyðsluna og útblásturinn umtalsvert. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna er verðið á nýjum Cayenne óbreytt eða 13.990 þús. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent
Nú með haustinu kemur nýr Porsche Cayenne diesel á markað. Óhætt er að fullyrða að hér sé margt nýtt og spennandi á ferðinni. Fyrst ber að nefna áberandi útlitsbreytingar, hann fær m.a. stærra grill í ætt við nýja Porsche-Macan sportjeppann og Bi-Xenon framljós. Aðrar breytingar eru þær helstar að afturljósin verða breytt, pústin koma út úr afturstuðaranum og afturhlerinn er rafdrifinn. Stýrið, leðurklætt aðgerðarstýri, verður það sama og í Macan. Og enn verður bætt í staðalbúnaðinn sem var þó flottur fyrir. Stór breyting liggur einnig í nýrri 262 hestafla dísilvél. Togið fer í 580 Nm og með þessari vél er Cayenne 7,3 sekúndur í hundraðið. Þrátt fyrir áðurnefndar staðreyndir hefur tekist að minnka eyðsluna og útblásturinn umtalsvert. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna er verðið á nýjum Cayenne óbreytt eða 13.990 þús.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent