Nýr Cayenne kemur í haust Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2014 08:45 Nýr Porsche Cayenne, enn flottari en áður. Nú með haustinu kemur nýr Porsche Cayenne diesel á markað. Óhætt er að fullyrða að hér sé margt nýtt og spennandi á ferðinni. Fyrst ber að nefna áberandi útlitsbreytingar, hann fær m.a. stærra grill í ætt við nýja Porsche-Macan sportjeppann og Bi-Xenon framljós. Aðrar breytingar eru þær helstar að afturljósin verða breytt, pústin koma út úr afturstuðaranum og afturhlerinn er rafdrifinn. Stýrið, leðurklætt aðgerðarstýri, verður það sama og í Macan. Og enn verður bætt í staðalbúnaðinn sem var þó flottur fyrir. Stór breyting liggur einnig í nýrri 262 hestafla dísilvél. Togið fer í 580 Nm og með þessari vél er Cayenne 7,3 sekúndur í hundraðið. Þrátt fyrir áðurnefndar staðreyndir hefur tekist að minnka eyðsluna og útblásturinn umtalsvert. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna er verðið á nýjum Cayenne óbreytt eða 13.990 þús. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent
Nú með haustinu kemur nýr Porsche Cayenne diesel á markað. Óhætt er að fullyrða að hér sé margt nýtt og spennandi á ferðinni. Fyrst ber að nefna áberandi útlitsbreytingar, hann fær m.a. stærra grill í ætt við nýja Porsche-Macan sportjeppann og Bi-Xenon framljós. Aðrar breytingar eru þær helstar að afturljósin verða breytt, pústin koma út úr afturstuðaranum og afturhlerinn er rafdrifinn. Stýrið, leðurklætt aðgerðarstýri, verður það sama og í Macan. Og enn verður bætt í staðalbúnaðinn sem var þó flottur fyrir. Stór breyting liggur einnig í nýrri 262 hestafla dísilvél. Togið fer í 580 Nm og með þessari vél er Cayenne 7,3 sekúndur í hundraðið. Þrátt fyrir áðurnefndar staðreyndir hefur tekist að minnka eyðsluna og útblásturinn umtalsvert. Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna er verðið á nýjum Cayenne óbreytt eða 13.990 þús.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent