Orð Sigmundar og Bjarna um virðisaukaskatt rifjuð upp Kjartan Atli Kjartansson skrifar 10. september 2014 14:52 Sigmundur og Bjarni tjáðu sig um virðisaukaskattkerfið á annan hátt þegar þeir voru í stjórnarandstöðu. „Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að láglaunafólki,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á vefsíðu sína fyrir þremur árum. Í frumvarpi til fjárlaga sem fjármálaráðherra kynnti í gær kemur fram að til standi að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7 prósentum í 12 prósent. Sú ákvörðun að hækka er í andstöðu við markmið Sigmundar Davíðs fyrir þremur árum kæmist Framsókn í ríkisstjórn. „Þetta er rangt og þetta verður að stöðva. Ef af slíkum skattahækkunum verður er algerlega ljóst að fyrsta verk Framsóknar í ríkisstjórn verður að afnema þær,“ sagði forsætisráðherra ennfremur í pistlinum sem birtist þann 8. ágúst 2011. Þá var Framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu. Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sigmundur Davíð sagði þá einnig: „Í dag fékk ég staðfest eftir mjög áreiðanlegum heimildum að það sé raunverulega til umræðu í fullri alvöru innan ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Það eru skelfilegar fréttir. Almennur virðisaukaskattur er nú þegar sá hæsti í heiminum á Íslandi og skattar á almenning eru fyrir löngu komnir yfir þolmörk heimilanna.“ Reyndar var almennur virðisaukaskattur á Íslandi ekki sá hæsti í heiminum á þeim tíma en þó vissulega einn sá hæsti í heiminum. Hann verður það enn þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á efra virðisaukaskattsþrepinu.Bjarni Benediktsson og Norðurlöndin Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í þinginu árið 2009, þegar fjallað var um ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samylkingarinnar um að hækka efra virðisaukaskattsþrepið úr 24,5 prósentum í 25,5 prósent, að íslenskt skattaumhverfi væri sífellt meira að ríkjast umhverfinu á Norðurlöndum: „Við göngum nú til atkvæðagreiðslu um virðisaukaskattsfrumvarpið og gjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún hefur kynnt okkur að hún vilji einkum líta til Norðurlandanna í sinni skattaframkvæmd. Við vitum sem er að þar er skattbyrðin sú hæsta í heiminum þannig að það boðar ekki gott. Nú erum við að fara að innleiða hugmyndir um að feta okkur inn á þá braut og við sjáum afrakstur þess í því máli sem við göngum nú til atkvæðagreiðslu um. Ísland er með hæsta virðisaukaskatt í heimi. Það er afleiðingin af því og það er sú braut sem ríkisstjórnin markar í sinni skattaframkvæmd.“ Þegar virðisaukaskattur annarra Norðurlanda er skoðaður kemur í ljós að eftir fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu hér á landi mun það verða enn líkara skattaumhverfinu í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Danmörk sker sig úr þegar það kemur að virðisaukaskatti, því neðra þrepið þar í landi er 0 prósent en flest allt fellur undir efra þrepið.Samanburður á virðisaukaskatti á NorðurlöndunumEfra þrepið á Íslandi verður 24% og neðra þrepið verður 12%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið, auk ákveðinna ferða í ferðaþjónustunni og fleiri hluta. Efra þrepið í Noregi er 25% og það neðra 15%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið. Efra þrepið í Svíþjóð er 25% og það neðra er 12%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið auk þess sem ferðaþjónustan og veitingastaðir borga 12% virðisaukaskatt af sínum vörum og þjónustu fyrir utan áfengi. Efra þrepið í Finnlandi er 24% og það neðra 14%, en matvæli falla undir neðra skattþrepið, auk dýrafóðurs og veitingastaða. Efra þrepið í Danmörku er 25% og það neðra er 0%. Matvæli falla undir efra þrepið. Undir neðra þrepið falla dagblöð, ákveðnar tegundir af skipum, þjónusta við flugvélar og ýmislegt fleira. Fjárlög Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00 Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42 Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus. 9. september 2014 16:14 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
„Að hækka virðisaukaskatt á matvæli í þeirri stöðu sem nú ríkir er hrein aðför að láglaunafólki,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra á vefsíðu sína fyrir þremur árum. Í frumvarpi til fjárlaga sem fjármálaráðherra kynnti í gær kemur fram að til standi að hækka virðisaukaskatt á matvæli úr 7 prósentum í 12 prósent. Sú ákvörðun að hækka er í andstöðu við markmið Sigmundar Davíðs fyrir þremur árum kæmist Framsókn í ríkisstjórn. „Þetta er rangt og þetta verður að stöðva. Ef af slíkum skattahækkunum verður er algerlega ljóst að fyrsta verk Framsóknar í ríkisstjórn verður að afnema þær,“ sagði forsætisráðherra ennfremur í pistlinum sem birtist þann 8. ágúst 2011. Þá var Framsóknarflokkurinn í stjórnarandstöðu. Vísir fjallaði um málið á sínum tíma. Sigmundur Davíð sagði þá einnig: „Í dag fékk ég staðfest eftir mjög áreiðanlegum heimildum að það sé raunverulega til umræðu í fullri alvöru innan ríkisstjórnarinnar að hækka virðisaukaskatt á matvæli. Það eru skelfilegar fréttir. Almennur virðisaukaskattur er nú þegar sá hæsti í heiminum á Íslandi og skattar á almenning eru fyrir löngu komnir yfir þolmörk heimilanna.“ Reyndar var almennur virðisaukaskattur á Íslandi ekki sá hæsti í heiminum á þeim tíma en þó vissulega einn sá hæsti í heiminum. Hann verður það enn þrátt fyrir fyrirhugaðar breytingar ríkisstjórnarinnar á efra virðisaukaskattsþrepinu.Bjarni Benediktsson og Norðurlöndin Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í þinginu árið 2009, þegar fjallað var um ákvörðun þáverandi ríkisstjórnar Vinstri grænna og Samylkingarinnar um að hækka efra virðisaukaskattsþrepið úr 24,5 prósentum í 25,5 prósent, að íslenskt skattaumhverfi væri sífellt meira að ríkjast umhverfinu á Norðurlöndum: „Við göngum nú til atkvæðagreiðslu um virðisaukaskattsfrumvarpið og gjaldafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún hefur kynnt okkur að hún vilji einkum líta til Norðurlandanna í sinni skattaframkvæmd. Við vitum sem er að þar er skattbyrðin sú hæsta í heiminum þannig að það boðar ekki gott. Nú erum við að fara að innleiða hugmyndir um að feta okkur inn á þá braut og við sjáum afrakstur þess í því máli sem við göngum nú til atkvæðagreiðslu um. Ísland er með hæsta virðisaukaskatt í heimi. Það er afleiðingin af því og það er sú braut sem ríkisstjórnin markar í sinni skattaframkvæmd.“ Þegar virðisaukaskattur annarra Norðurlanda er skoðaður kemur í ljós að eftir fyrirhugaðar breytingar á virðisaukaskattskerfinu hér á landi mun það verða enn líkara skattaumhverfinu í Svíþjóð, Finnlandi og Noregi. Danmörk sker sig úr þegar það kemur að virðisaukaskatti, því neðra þrepið þar í landi er 0 prósent en flest allt fellur undir efra þrepið.Samanburður á virðisaukaskatti á NorðurlöndunumEfra þrepið á Íslandi verður 24% og neðra þrepið verður 12%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið, auk ákveðinna ferða í ferðaþjónustunni og fleiri hluta. Efra þrepið í Noregi er 25% og það neðra 15%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið. Efra þrepið í Svíþjóð er 25% og það neðra er 12%. Matvæli falla undir neðra skattþrepið auk þess sem ferðaþjónustan og veitingastaðir borga 12% virðisaukaskatt af sínum vörum og þjónustu fyrir utan áfengi. Efra þrepið í Finnlandi er 24% og það neðra 14%, en matvæli falla undir neðra skattþrepið, auk dýrafóðurs og veitingastaða. Efra þrepið í Danmörku er 25% og það neðra er 0%. Matvæli falla undir efra þrepið. Undir neðra þrepið falla dagblöð, ákveðnar tegundir af skipum, þjónusta við flugvélar og ýmislegt fleira.
Fjárlög Tengdar fréttir Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00 Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00 Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42 Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus. 9. september 2014 16:14 Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01 Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15 Mest lesið Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Sjá meira
Hækkun matarskatts færir ríkissjóði 11 milljarða í tekjur Breytingar á VSK-kerfinu hækka verð á matvælum. Á móti leiðir afnám vörugjalda til lækkunar á verði heimilistækja, varahluta og fleira. Undanþágur í ferðaþjónustu afnumdar að hluta. 9. september 2014 20:00
Lægra þrep virðisaukaskatts hækkar upp í tólf prósent Fjármálaráðherra kynnti breytingar á virðisaukaskattskerfinu samhliða nýjum fjárlögum. Efra þrepið lækkar niður í 24 prósent og hefur aldrei verið lægra. Verð á mat ætti að hækka en verð á stórum raftækjum ætti að lækka. 9. september 2014 16:00
Gagnrýnir skattabreytingar: Bækur dýrari en flatskjáir ódýrari Andri Snær Magnason rithöfundur gagnrýndir virðisaukaskattsbreytingar sem fjármálaráðherra kynnti í gær. Bækur hækka væntanlega í verði en flatskjáir lækka í verði. Bókaútgefundur og rithöfundar eru uggandi yfir stöðu lesturs á Íslandi. 10. september 2014 11:42
Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Bjarni Benediktsson segir að ríkisstjórnin muni selja hlut ríksins í Landsbankanum á næstu tveimur árum, ef rétt verð fáist. Af orðum Bjarna við kynningu á fjárlögum ársins 2015 má merkja að lítið megi útaf bregða ef ríkissjóður eigi að vera hallalaus. 9. september 2014 16:14
Ráðherra kynnir fjárlög fyrir blaðamönnum Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra, kynnti í morgun frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2015 fyrir blaðamönnum í Salnum í Kópavogi. 9. september 2014 10:01
Matarskattur mun hækka um fimm prósentustig á næsta ári Neðra þrep virðisaukaskatts hækkar úr sjö prósentum í tólf prósent á næsta ári, samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi sem dreift var á Alþingi í gær. Efra þrep mun lækka úr 25,5 prósentum í 24 prósent. Áætlað er að barnabætur hækki en skerðingarhlutfall aukist 10. september 2014 08:15