Leitaði ráða hjá lögreglustjóra Höskuldur Kári Schram skrifar 10. september 2014 14:18 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. Hanna Birna svaraði í gær bréfi umboðsmanns Alþingis varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Hanna Birna hefur verið gagnrýnd fyrir að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins með því að ræða það við Stefán Eiríkisson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Í bréfi til umboðsmanns segir ráðherra ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Ríkissaksóknari hafi stjórnað rannsókn málsins en ekki lögreglustjórinn. „Stefán fór ekki með stjórn þessa máls. Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, hann stjórnaði henni ekki, hann tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þetta lá alltaf fyrir. Lá ljóst fyrir milli okkar og lá ljóst fyrir í málinu allan tímann,“ segir Hanna Birna.Hvers vegna varstu þá að tala við hann um málið? „Við vorum að leita ráða hjá Stefáni og gerðum það vegna þess að við þurftum almennar upplýsingar um hvernig svona rannsókn færi fram. Vorum mikið að hugsa um öryggi annarra gagna sem eru hérna í ráðuneytinu. Við búum yfir trúnaðarupplýsingum um mikinn fjölda fólks og við þurfum að vernda þær upplýsingar. Við fengum ráð hjá honum og leiðbeiningar um það. Þannig að það var allt í mjög eðlilegum farvegi,“ segir Hanna Birna. Er þetta ekki eftiráskýring að lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og þess vegna hafi verið allt í lagi að tala við hann? „Það er sannarlega ekki eftiráskýring. Það lá fyrir í málinu alveg frá byrjun. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að haga rannsókninni með þessum hætti lá fyrir frá byrjun. Það lá skýrt fyrir og kom skýrt fram í máli Stefáns allan tímann gagnvart mér þannig að það er engin eftirá skýring,“ segir Hanna Birna. Alþingi Lekamálið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra segir ekkert óeðlilegt við samskipti sín við lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu um lekamálið. Lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og því hafi hún ekki verið að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins. Hún vísar því á bug að um eftiráskýringu sé að ræða. Hanna Birna svaraði í gær bréfi umboðsmanns Alþingis varðandi meint afskipti hennar af rannsókn lekamálsins. Hanna Birna hefur verið gagnrýnd fyrir að setja óeðlilegan þrýsting á rannsókn málsins með því að ræða það við Stefán Eiríkisson, þáverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Í bréfi til umboðsmanns segir ráðherra ekkert óeðlilegt við þessi samskipti. Ríkissaksóknari hafi stjórnað rannsókn málsins en ekki lögreglustjórinn. „Stefán fór ekki með stjórn þessa máls. Hann tók ekki ákvörðun um rannsóknina, hann stjórnaði henni ekki, hann tók ekki einstakar ákvarðanir um aðgerðir og hafði ekki afskipti af henni frá degi til dags. Þetta lá alltaf fyrir. Lá ljóst fyrir milli okkar og lá ljóst fyrir í málinu allan tímann,“ segir Hanna Birna.Hvers vegna varstu þá að tala við hann um málið? „Við vorum að leita ráða hjá Stefáni og gerðum það vegna þess að við þurftum almennar upplýsingar um hvernig svona rannsókn færi fram. Vorum mikið að hugsa um öryggi annarra gagna sem eru hérna í ráðuneytinu. Við búum yfir trúnaðarupplýsingum um mikinn fjölda fólks og við þurfum að vernda þær upplýsingar. Við fengum ráð hjá honum og leiðbeiningar um það. Þannig að það var allt í mjög eðlilegum farvegi,“ segir Hanna Birna. Er þetta ekki eftiráskýring að lögreglustjórinn hafi ekki stjórnað rannsókninni og þess vegna hafi verið allt í lagi að tala við hann? „Það er sannarlega ekki eftiráskýring. Það lá fyrir í málinu alveg frá byrjun. Sú ákvörðun ríkissaksóknara að haga rannsókninni með þessum hætti lá fyrir frá byrjun. Það lá skýrt fyrir og kom skýrt fram í máli Stefáns allan tímann gagnvart mér þannig að það er engin eftirá skýring,“ segir Hanna Birna.
Alþingi Lekamálið Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira