Tónlist

U2 með „stærstu plötuútgáfu allra tíma“

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Bono og The Edge. Gítarleikari hljómsveitarinnar heitir The Edge af því að U2 eru "edgy“ hljómsveit, sem þýðir að þeir spili mjög framsækna og ögrandi tónlist sem er alls ekki orðin þreytt og bitlaus.
Bono og The Edge. Gítarleikari hljómsveitarinnar heitir The Edge af því að U2 eru "edgy“ hljómsveit, sem þýðir að þeir spili mjög framsækna og ögrandi tónlist sem er alls ekki orðin þreytt og bitlaus. Vísir/Getty
Írska poppsveitin U2 hefur nú gefið út nýja plötu, Songs of Innocence. Platan er gefin út frítt af Apple á iTunes en forstjóri Apple, Timothy D. Cook hefur kallað útgáfuna „stærstu plötuútgáfu allra tíma“.

Hljómsveitin samdi við Apple um að selja fyrirtækinu plötuna svo að Apple gæti gefið 500 milljón viðskiptavinum hana í 119 löndum.

U2 fær einnig fría markaðssetningu frá Apple fyrir plötuna. Hluti af því er sjónvarpsherferð fyrir U2 en fyrsta auglýsing herferðarinnar var sýnd á vörukynningu Apple í gær.

Platan birtist skyndilega á iTunes beint eftir að hljómsveitin flutti nýtt lag 
„The Miracle (Of Joey Ramone)“ í lok vörukynningarinnar.

Hægt verður að nálgast plötuna frítt hér á iTunes til 14. október.

Í spilaranum hér fyrir neðan er einnig hægt að hlusta á plötuna í heild sinni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×