Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. október 2024 15:01 Það er alltaf stuð hjá meðlimum Dr. Gunna. Helena Hansdóttir Aspelund Hljómsveitin Dr. Gunni hefur sent frá sér sína þriðju plötu, plötuna Er ekki bara búið að vera gaman? Að sögn doktorsins sjálfs er um að ræða miðaldrakarlarokk fyrir lengra komna en hann segir sveitina staðráðna í að leggja land undir fót, helst í Grænlandi eða Færeyjum. „Við erum ferlega ánægðir með þetta, eiginlega bara allir að springa úr monti hvað þetta er gott,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, miklu þekktari sem Dr. Gunni í samtali við Vísi. Nýja platan er tólf laga og kemur sem vinýl-plata og streymi en áður hefur sveitin gefið frá sér plöturnar Nei ókei (2021) og Stóri hvellur (2003). Langar til Grænlands Platan var tekin upp á Stöðvarfirði, Suðureyri og í Reykjavík og sá Árni Hjörvar um upptökur og pródúksjón. Lögin spanna frá léttleikandi poppi yfir í þynslarokk. Ástand heimsins, sífellt stríð og kröfur á meðalplebba um endurvinnslu, ónægur svefn og ótímabær þvaglát eru meðal yrkisefna, enda eru meðlimir sveitarinnar alltof gamlir til að bulla eitthvað um ást, hvað þeir séu ríkir og annan misskilning. „Við höfum aldrei spilað saman úti fyrir landssteinana jafnvel þó okkur dauðlangi til þess. Við þurfum eiginlega að fara að virkja einhver samnorræn sambönd því við ætlum ekki langt,“ segir Dr. Gunni. Hann segir hljómsveitina þrá að spila í Grænlandi og Færeyjum. „En við byrjum þetta að minnsta kosti hérna heima, með hlustunarpartýi í 12 tónum í dag og svo á Akureyri á morgun að ógleymdum útgáfutónleikum á Hrekkjavöku 31. október í Iðnó. Þangað hvetjum við auðvitað alla til þess að mæta í búningum!“ Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Við erum ferlega ánægðir með þetta, eiginlega bara allir að springa úr monti hvað þetta er gott,“ segir tónlistarmaðurinn Gunnar Lárus Hjálmarsson, miklu þekktari sem Dr. Gunni í samtali við Vísi. Nýja platan er tólf laga og kemur sem vinýl-plata og streymi en áður hefur sveitin gefið frá sér plöturnar Nei ókei (2021) og Stóri hvellur (2003). Langar til Grænlands Platan var tekin upp á Stöðvarfirði, Suðureyri og í Reykjavík og sá Árni Hjörvar um upptökur og pródúksjón. Lögin spanna frá léttleikandi poppi yfir í þynslarokk. Ástand heimsins, sífellt stríð og kröfur á meðalplebba um endurvinnslu, ónægur svefn og ótímabær þvaglát eru meðal yrkisefna, enda eru meðlimir sveitarinnar alltof gamlir til að bulla eitthvað um ást, hvað þeir séu ríkir og annan misskilning. „Við höfum aldrei spilað saman úti fyrir landssteinana jafnvel þó okkur dauðlangi til þess. Við þurfum eiginlega að fara að virkja einhver samnorræn sambönd því við ætlum ekki langt,“ segir Dr. Gunni. Hann segir hljómsveitina þrá að spila í Grænlandi og Færeyjum. „En við byrjum þetta að minnsta kosti hérna heima, með hlustunarpartýi í 12 tónum í dag og svo á Akureyri á morgun að ógleymdum útgáfutónleikum á Hrekkjavöku 31. október í Iðnó. Þangað hvetjum við auðvitað alla til þess að mæta í búningum!“
Tónlist Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið