„Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. október 2024 07:04 Ágúst Þór Brynjarsson er að senda frá sér sitt fyrsta sóló lag, Með þig á heilanum. Aðsend „Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig að fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því,“ segir tónlistarmaðurinn Ágúst Þór Brynjarsson. Ágúst er 25 ára gamall og býr á Akureyri. Hann hefur átt ævintýralegt sumar með Stuðlabandinu og er nú að gefa út splunkunýtt lag. „Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlega skemmtilegir þar sem ég hætti í vinnunni minni til að geta elt drauminn þegar ég fékk boð um að taka að mér að vera söngvari Stuðlabandsins. Í sumar söng ég á öllum stærstu útihátíðum landsins, Lopapeysunni, Kótilettunni og á Þjóðhátíð, bæði með Stuðlabandsmönnum og líka minni upprunalegu hljómsveit Færibandinu frá Akureyri.“ Ágúst og Diljá á Kótelettunni.Aðsend Næsta föstudag gefur Ágúst út sitt fyrsta lag Með þig á heilanum en lagið er samið af Fannari Frey Magnússyni. Hér má heyra lagið: Klippa: Ágúst - Með þig á heilanum „Að gefa út mína eigin tónlist hefur alltaf verið markmiðið. Mér líður eins og akkúrat núna sé fullkominn tími fyrir þann part af mínum tónlistarferli, eftir að hafa verið í ball bransanum síðustu þrjú árin.“ Ágúst í gír uppi á sviði.Aðsend Tónlistin fór á fullt hjá Ágústi þegar hann var 21 árs og ákvað að hætta í fótbolta til þess að sinna tónlistardrauminum. Hann ákvað svo að hætta í átta til fjögur starfi sínu og leggja allt í tónlistina. „Ég hef verið farsæll á Norðurlandinu síðan ég byrjaði en núna er kominn tími til að mæta í höfuðborgina og fara alla leið. Ég hef verið ótrúlega heppinn að fá það tækifæri að koma inn í Stuðlabandið á meðan Magnús Kjartan söngvari bandsins glímir við sín veikindi og hefur það verið frábær stökkpallur fyrir mig. Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig af fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því að hringja eða senda póst, versta sem gerist er að ég enda á sama stað og ég var á fyrir símtalið.“ Stuðlabandið geislaði á Kótelettunni.Aðsend Lagið er fyrsta lag af væntanlegri plötu og er Ágúst fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Ágúst er 25 ára gamall og býr á Akureyri. Hann hefur átt ævintýralegt sumar með Stuðlabandinu og er nú að gefa út splunkunýtt lag. „Síðustu mánuðir hafa verið ótrúlega skemmtilegir þar sem ég hætti í vinnunni minni til að geta elt drauminn þegar ég fékk boð um að taka að mér að vera söngvari Stuðlabandsins. Í sumar söng ég á öllum stærstu útihátíðum landsins, Lopapeysunni, Kótilettunni og á Þjóðhátíð, bæði með Stuðlabandsmönnum og líka minni upprunalegu hljómsveit Færibandinu frá Akureyri.“ Ágúst og Diljá á Kótelettunni.Aðsend Næsta föstudag gefur Ágúst út sitt fyrsta lag Með þig á heilanum en lagið er samið af Fannari Frey Magnússyni. Hér má heyra lagið: Klippa: Ágúst - Með þig á heilanum „Að gefa út mína eigin tónlist hefur alltaf verið markmiðið. Mér líður eins og akkúrat núna sé fullkominn tími fyrir þann part af mínum tónlistarferli, eftir að hafa verið í ball bransanum síðustu þrjú árin.“ Ágúst í gír uppi á sviði.Aðsend Tónlistin fór á fullt hjá Ágústi þegar hann var 21 árs og ákvað að hætta í fótbolta til þess að sinna tónlistardrauminum. Hann ákvað svo að hætta í átta til fjögur starfi sínu og leggja allt í tónlistina. „Ég hef verið farsæll á Norðurlandinu síðan ég byrjaði en núna er kominn tími til að mæta í höfuðborgina og fara alla leið. Ég hef verið ótrúlega heppinn að fá það tækifæri að koma inn í Stuðlabandið á meðan Magnús Kjartan söngvari bandsins glímir við sín veikindi og hefur það verið frábær stökkpallur fyrir mig. Ég hef alltaf verið með það hugarfar að það er enginn að fara hringja í mig af fyrra bragði. Því er ég duglegur að hringja, senda skilaboð, kynna mig og koma mér á framfæri. Ég hef allavega aldrei tapað á því að hringja eða senda póst, versta sem gerist er að ég enda á sama stað og ég var á fyrir símtalið.“ Stuðlabandið geislaði á Kótelettunni.Aðsend Lagið er fyrsta lag af væntanlegri plötu og er Ágúst fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum.
Tónlist Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Lífið Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Lífið Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fleiri fréttir Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira