Fatlað fólk og kynlíf sigga dögg kynfræðingur skrifar 10. september 2014 11:00 Embla Guðrúnar Ágústssdóttir og Freyja Haraldsdóttir. Mynd/Skjáskot Stöllurnar Emblu og Freyju þarf vart að kynna en þær halda úti vefsíðunni Tabú þar sem þær taka fyrir ýmis málefni er tengjast fötluðu fólki. Nú í september mánuði fjalla þær sérstaklega um kynlíf fatlaðs fólks, bæði útfrá mýtum eins og að fatlað fólk sé ekki kynverur, geti ekki fundið sér maka eða stundað „eðlilegt“ kynlíf (hvað sem það svo er). Á vefsíðunni eru einnig birt viðtöl við fatlað fólk um kynferðislegar upplifanir sínar. Þetta er umræða sem er löngu tímabær og þvílíkt ferskur andblær að þær dömur haldi úti virkri vefsíðu um málefni sem er umlukið þekkingarleysi. Eitthvað er umræðan þó aðeins að opnast. Nýlega birti Huffingtonpost fallega myndaseríu frá ítalska ljósmyndaranum Olivier Fermariello sem er góð áminning á að öll fæðumst við og erum kynverur.Ljósmynd eftir ítalska ljósmyndarann Olivier Fermariello. Fleiri myndir má nálgast í vefslóð í pistlinum.Mynd/SkjáskotEf þú vilt kynna þér nánar fatlað fólk og kynlíf þá er þessi bók frábær. Einnig er hægt að fylgjast með nýjustu pistlum frá Tabú á Facebook. Þá verða þær með fyrirlestur á Húrra fimmtudagskvöldið 11.septemember kl. 20 um áhrif sexisma, ableisma, klámvæðingar og faghroka á líkamsvirðingu og kynverund fatlaðra kvenna. Heilsa Lífið Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið
Stöllurnar Emblu og Freyju þarf vart að kynna en þær halda úti vefsíðunni Tabú þar sem þær taka fyrir ýmis málefni er tengjast fötluðu fólki. Nú í september mánuði fjalla þær sérstaklega um kynlíf fatlaðs fólks, bæði útfrá mýtum eins og að fatlað fólk sé ekki kynverur, geti ekki fundið sér maka eða stundað „eðlilegt“ kynlíf (hvað sem það svo er). Á vefsíðunni eru einnig birt viðtöl við fatlað fólk um kynferðislegar upplifanir sínar. Þetta er umræða sem er löngu tímabær og þvílíkt ferskur andblær að þær dömur haldi úti virkri vefsíðu um málefni sem er umlukið þekkingarleysi. Eitthvað er umræðan þó aðeins að opnast. Nýlega birti Huffingtonpost fallega myndaseríu frá ítalska ljósmyndaranum Olivier Fermariello sem er góð áminning á að öll fæðumst við og erum kynverur.Ljósmynd eftir ítalska ljósmyndarann Olivier Fermariello. Fleiri myndir má nálgast í vefslóð í pistlinum.Mynd/SkjáskotEf þú vilt kynna þér nánar fatlað fólk og kynlíf þá er þessi bók frábær. Einnig er hægt að fylgjast með nýjustu pistlum frá Tabú á Facebook. Þá verða þær með fyrirlestur á Húrra fimmtudagskvöldið 11.septemember kl. 20 um áhrif sexisma, ableisma, klámvæðingar og faghroka á líkamsvirðingu og kynverund fatlaðra kvenna.
Heilsa Lífið Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið