Gera óvenjulegt myndband fyrir Kúbus Tinni Sveinsson skrifar 29. september 2014 18:15 Katrína Mogensen, söngkona Mammút, er í listrænum stellingum í nýju myndbandi fyrir kammerhópinn Kúbus sem er hér frumsýnt á Vísi. Í myndbandinu sjást hún og Sunneva Ása Weisshappel, sem leikstýrði því ásamt Katrínu, í undarlegum aðstæðum og vægast sagt í óvenjulegum búningum, sem þær útbjuggu einnig. Anní Ólafsdóttir sá um kvikmyndatöku og aðstoðarleikstjórn. Lagið sem hljómar undir heitir Síðasti dansinn og er eftir Karl O. Runólfsson. Kúbus hópurinn er þessa dagana að standa fyrir hópsöfnun á Karolina Fund þar sem fólk er hvatt til að styðja við plötuna Gekk ég aleinn, útgáfu þeirra á lögum Karls í nýjum útsetningum Hjartar Ingva Jóhannssonar. Jón Svavar Jósefsson barítón og Hildigunnur Einarsdóttir mezzosópran flytja lögin með hópnum. Söfnunin gengur með ágætum og er hópurinn kominn með nær 90% áheita sem til þarf þegar 6 dagar eru eftir af söfnuninni. Í fréttatilkynningu frá Kúbus kemur fram að hópurinn fékk Hjört Ingva, sem er píanóleikari, tónskáld og meðlimur í hljómsveitinni Hjaltalín, til að útsetja lögin fyrir útgáfuna: „Mörg laganna eru þekkt og dáð en hópurinn lagðist yfir allt höfundarverk Karls og gróf einnig upp óþekkta og gleymda gimsteina. Sönglög Karls Ottós öðlast nýtt líf í nýjum útsetningum Hjartar Ingva sem draga fram sérstætt og djarft tónmál tónskáldsins og einstaka tilfinningu hans fyrir kontrapunkti. Ljóðin, sem tilheyra nokkrum öndvegisskáldum Íslendinga, eru ýmist myrk, kímin eða viðkvæmnisleg og mynda í meðförum hópsins eina óslitna heild frá upphafi til enda. Karl Ottós Runólfsson, fæddur í Reykjavík árið 1900, var einn af frumkvöðlum íslenskrar tónlistarsögu. Hann nam prentiðn og vann sem prentari til 25 ára aldurs en þá venti hann sínu kvæði í kross og fór í tónlistarnám. Hann starfaði við tónlist allar götur síðan sem hljóðfæraleikari, kennari, hljómsveitarstjóri og mjög afkastamikið tónskáld. Hann er líklega þekktastur fyrir sönglög sín, mörg hver afar ástsæl eins og Í fjarlægð og Nirfillinn.“ Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Katrína Mogensen, söngkona Mammút, er í listrænum stellingum í nýju myndbandi fyrir kammerhópinn Kúbus sem er hér frumsýnt á Vísi. Í myndbandinu sjást hún og Sunneva Ása Weisshappel, sem leikstýrði því ásamt Katrínu, í undarlegum aðstæðum og vægast sagt í óvenjulegum búningum, sem þær útbjuggu einnig. Anní Ólafsdóttir sá um kvikmyndatöku og aðstoðarleikstjórn. Lagið sem hljómar undir heitir Síðasti dansinn og er eftir Karl O. Runólfsson. Kúbus hópurinn er þessa dagana að standa fyrir hópsöfnun á Karolina Fund þar sem fólk er hvatt til að styðja við plötuna Gekk ég aleinn, útgáfu þeirra á lögum Karls í nýjum útsetningum Hjartar Ingva Jóhannssonar. Jón Svavar Jósefsson barítón og Hildigunnur Einarsdóttir mezzosópran flytja lögin með hópnum. Söfnunin gengur með ágætum og er hópurinn kominn með nær 90% áheita sem til þarf þegar 6 dagar eru eftir af söfnuninni. Í fréttatilkynningu frá Kúbus kemur fram að hópurinn fékk Hjört Ingva, sem er píanóleikari, tónskáld og meðlimur í hljómsveitinni Hjaltalín, til að útsetja lögin fyrir útgáfuna: „Mörg laganna eru þekkt og dáð en hópurinn lagðist yfir allt höfundarverk Karls og gróf einnig upp óþekkta og gleymda gimsteina. Sönglög Karls Ottós öðlast nýtt líf í nýjum útsetningum Hjartar Ingva sem draga fram sérstætt og djarft tónmál tónskáldsins og einstaka tilfinningu hans fyrir kontrapunkti. Ljóðin, sem tilheyra nokkrum öndvegisskáldum Íslendinga, eru ýmist myrk, kímin eða viðkvæmnisleg og mynda í meðförum hópsins eina óslitna heild frá upphafi til enda. Karl Ottós Runólfsson, fæddur í Reykjavík árið 1900, var einn af frumkvöðlum íslenskrar tónlistarsögu. Hann nam prentiðn og vann sem prentari til 25 ára aldurs en þá venti hann sínu kvæði í kross og fór í tónlistarnám. Hann starfaði við tónlist allar götur síðan sem hljóðfæraleikari, kennari, hljómsveitarstjóri og mjög afkastamikið tónskáld. Hann er líklega þekktastur fyrir sönglög sín, mörg hver afar ástsæl eins og Í fjarlægð og Nirfillinn.“
Tónlist Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Lífið samstarf Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira