Guðni sagður ekki drengur góður Jakob Bjarnar skrifar 29. september 2014 11:50 Vík milli vina. Ólafur segir Guðna hafa gert sér fyrirsát í sjónvarpssal og framganga hans sé ódrengileg. Ólafur M. Magnússon hjá Kú Mjólkurbú ehf. og Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) og fyrrum landbúnaðarráðherra, mættust í sjónvarpsþættinum Eyjan, sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt um úrskurð Samkeppnisstofnunar vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar. Guðni mætti grimmur til leiks og beindi talinu að meintri gjaldþrotasögu Ólafs. Ljóst má vera af viðbrögðum margra á netinu að fjölmörgum blöskrar framganga hans.Örvænting innan mjólkuriðnaðarinsÓlafi sjálfum er brugðið. „Jú, þetta kom mér algerlega að óvörum því ég þekki ekki Guðna á þessum nótum. Hélt að hann væri að gantast fyrir viðtalið, en þetta var undirbúið, þetta var fyrirsát, það átti að slátra mér í þessu viðtali. Getur vel verið að Guðna hafi litist svona vel á fallþungann.“ Ólafur vísar til þess að Guðni sagði við hann áður en viðtalið var tekið að sama hvað myndi ganga á í þættinum, þá myndu þeir tala saman eftir sem áður. Ólafur segir að síminn hafi ekki stoppað hjá sér í dag og í gær og er þá fólk ýmist að lýsa yfir stuðningi við sig og eða tjá vanþóknun sína á framgöngu Guðna. „Já, hún var í það minnsta ódrengileg. Mjólka fór aldrei í gjaldþrot og félagið er til ennþá. Við eigum þetta félag og þetta félag á stóran endurkröfurétt á Mjólkursamsöluna vegna oftekinna greiðslna fyrir mjólk. Þetta ber vitni um að mjólkuriðnaðurinn er kominn í algjört öngstræti með sinn málatilbúnað og komin mikil örvænting í þeirra herbúðir. Búið að taka ákvörðun hjá Mjólkursamsölunni um að sverta mitt mannorð.“Útskúfað úr bændasamfélaginuÓlafur segir að hann hafi átt í slagsmálum við Mjólkursamsöluna nú í um áratug og sú barátta hafi reynt mjög á fjölskyldu hans sem hefur mátt færa miklar fórnir á þeirri leið. „Yngsta dóttir mín var skelkuð þegar hún las það haft eftir Guðna á einhverjum miðlinum að það væri ekki búið að drepa mig ennþá. Hún skildi þetta ekki fyrst og hringdi í mig skelkuð og spurði hvað væri eiginlega í gangi, en hún er flogaveik og viðkvæm. Hún hefur ekki skilið þessa umræðu. Ég tel þetta ekki til sóma fyrir Guðna, ég tel þetta ódrengilega framgöngu, og hún ber vitni um mikla örvæntingu í herbúðum mjólkuriðnaðarins. Ég er ekki gallalaus og hef ekki alltaf sigið rétt til jarðar gagnvart fólki, er breyskur en hef staðið í þessari baráttu gegn mjólkurmafíunni af fullum heilindum.“ Fjölskyldu Ólafs er brugðið vegna þess sem nú gengur á og spyr sig hvort vert sé að leggja þetta, það er að bregðast við vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins, til viðbótar við það sem á henni hefur dunið á undanförnum árum. „Við komum úr bændasamfélagi og það hafa verið rekin í okkur hornin úr öllum áttum vegna þessara mála. Dætur mínar hafa lent í einelti, samfélagið í Kjósinni snérust hreinlega gegn okkur. Í bændasamfélaginu hefur andað köldu til mín hvar sem ég hef komið. Við fluttum úr Kjósinni því fjölskyldunni var ekki vært þar. Í Kópavoginn þar sem okkur hefur verið tekið mjög vel og fjölskyldan blómstrað. Það hefur verið erfitt fyrir dætur mínar að vera dætur pabba síns,“ segir Ólafur sem á þrjár dætur.Sárnaði framganga Guðna Guðni er greinilega harður í horn að taka þegar mjólkuriðnaðurinn er annars vegar, Ólafur segir þetta hina heilögu kú í hans huga. „Ég veit eiginlega ekki almennilega hvaða Guðna ég var að mæta þarna. Því hann birtist mér allt í senn Guðni sögumaður, Guðni landbúnaðarráðherra og Guðni Ágústsson pr.maður Kaupfélags Skagfirðinga og Mjólkursamsölunnar. Því hann lagði mikið upp úr því að bera blak að ýmsum sem hafa misstigið sig gagnvart okkur.“En, hvernig stendur vináttan eftir þessar væringar í sjónvarpssal? „Ég hef haft þann sið í lífinu að ég ber aldrei neinn kala til nokkurs manns, og ætla ekki að bera kala til Guðna, en ég verð að viðurkenna að mér sárnaði þessi framganga. Og fannst hún ódrengileg, af því að hann var að fara með ósannindi,“ segir Ólafur M. Magnússon. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Ólafur M. Magnússon hjá Kú Mjólkurbú ehf. og Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði (SAM) og fyrrum landbúnaðarráðherra, mættust í sjónvarpsþættinum Eyjan, sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gær. Þar var rætt um úrskurð Samkeppnisstofnunar vegna samkeppnisbrota Mjólkursamsölunnar. Guðni mætti grimmur til leiks og beindi talinu að meintri gjaldþrotasögu Ólafs. Ljóst má vera af viðbrögðum margra á netinu að fjölmörgum blöskrar framganga hans.Örvænting innan mjólkuriðnaðarinsÓlafi sjálfum er brugðið. „Jú, þetta kom mér algerlega að óvörum því ég þekki ekki Guðna á þessum nótum. Hélt að hann væri að gantast fyrir viðtalið, en þetta var undirbúið, þetta var fyrirsát, það átti að slátra mér í þessu viðtali. Getur vel verið að Guðna hafi litist svona vel á fallþungann.“ Ólafur vísar til þess að Guðni sagði við hann áður en viðtalið var tekið að sama hvað myndi ganga á í þættinum, þá myndu þeir tala saman eftir sem áður. Ólafur segir að síminn hafi ekki stoppað hjá sér í dag og í gær og er þá fólk ýmist að lýsa yfir stuðningi við sig og eða tjá vanþóknun sína á framgöngu Guðna. „Já, hún var í það minnsta ódrengileg. Mjólka fór aldrei í gjaldþrot og félagið er til ennþá. Við eigum þetta félag og þetta félag á stóran endurkröfurétt á Mjólkursamsöluna vegna oftekinna greiðslna fyrir mjólk. Þetta ber vitni um að mjólkuriðnaðurinn er kominn í algjört öngstræti með sinn málatilbúnað og komin mikil örvænting í þeirra herbúðir. Búið að taka ákvörðun hjá Mjólkursamsölunni um að sverta mitt mannorð.“Útskúfað úr bændasamfélaginuÓlafur segir að hann hafi átt í slagsmálum við Mjólkursamsöluna nú í um áratug og sú barátta hafi reynt mjög á fjölskyldu hans sem hefur mátt færa miklar fórnir á þeirri leið. „Yngsta dóttir mín var skelkuð þegar hún las það haft eftir Guðna á einhverjum miðlinum að það væri ekki búið að drepa mig ennþá. Hún skildi þetta ekki fyrst og hringdi í mig skelkuð og spurði hvað væri eiginlega í gangi, en hún er flogaveik og viðkvæm. Hún hefur ekki skilið þessa umræðu. Ég tel þetta ekki til sóma fyrir Guðna, ég tel þetta ódrengilega framgöngu, og hún ber vitni um mikla örvæntingu í herbúðum mjólkuriðnaðarins. Ég er ekki gallalaus og hef ekki alltaf sigið rétt til jarðar gagnvart fólki, er breyskur en hef staðið í þessari baráttu gegn mjólkurmafíunni af fullum heilindum.“ Fjölskyldu Ólafs er brugðið vegna þess sem nú gengur á og spyr sig hvort vert sé að leggja þetta, það er að bregðast við vegna úrskurðar Samkeppniseftirlitsins, til viðbótar við það sem á henni hefur dunið á undanförnum árum. „Við komum úr bændasamfélagi og það hafa verið rekin í okkur hornin úr öllum áttum vegna þessara mála. Dætur mínar hafa lent í einelti, samfélagið í Kjósinni snérust hreinlega gegn okkur. Í bændasamfélaginu hefur andað köldu til mín hvar sem ég hef komið. Við fluttum úr Kjósinni því fjölskyldunni var ekki vært þar. Í Kópavoginn þar sem okkur hefur verið tekið mjög vel og fjölskyldan blómstrað. Það hefur verið erfitt fyrir dætur mínar að vera dætur pabba síns,“ segir Ólafur sem á þrjár dætur.Sárnaði framganga Guðna Guðni er greinilega harður í horn að taka þegar mjólkuriðnaðurinn er annars vegar, Ólafur segir þetta hina heilögu kú í hans huga. „Ég veit eiginlega ekki almennilega hvaða Guðna ég var að mæta þarna. Því hann birtist mér allt í senn Guðni sögumaður, Guðni landbúnaðarráðherra og Guðni Ágústsson pr.maður Kaupfélags Skagfirðinga og Mjólkursamsölunnar. Því hann lagði mikið upp úr því að bera blak að ýmsum sem hafa misstigið sig gagnvart okkur.“En, hvernig stendur vináttan eftir þessar væringar í sjónvarpssal? „Ég hef haft þann sið í lífinu að ég ber aldrei neinn kala til nokkurs manns, og ætla ekki að bera kala til Guðna, en ég verð að viðurkenna að mér sárnaði þessi framganga. Og fannst hún ódrengileg, af því að hann var að fara með ósannindi,“ segir Ólafur M. Magnússon.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira