Handbolti

Grótta og Fram enn með fullt hús stiga

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Fram er á toppnum með Gróttu
Fram er á toppnum með Gróttu vísir/valli
Heil umferð var leikin í Olís deild kvenna í handbolta í dag. Þrjú lið voru með fullt hús stiga fyrir þriðju umferðina en Fram vann ÍBV 27-23 í uppgjöri tveggja þeirra.

ÍBV var tveimur mörkum yfir í hálfleik 13-11 en Fram var mun sterkari aðilinn í seinni hálfleik og landaði sigrinum.

Sigurbjörg Jóhannsdóttir var markahæst hjá Fram með 8 mörk og Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði 6.

Hjá ÍBV skoraði Vera Lopes 7 mörk og Díana Dögg Magnúsdóttir 6.

Grótta er með fullt hús stiga líkt og Fram eftir þrjár umferðir en liðið lagði Fylki 18-16 í hörkuleik þar Grótta var 9-5 yfir í hálfleik.

Anett Köpli skoraði 6 mörk fyrir Gróttu og Eva Björk Davíðsdóttir 4. Hjá Fylki var Patricia Szölösi atkvæðamest með 6 mörk og Sigrún Birna Arnardóttir skoraði 3.

Önnur úrslit og markahæstur leikmenn:

ÍR – Stjarnan 16-19 (9-12)

Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 6, Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 6. – Ester Viktoría Ragnarsdóttir og Þórhildur Gunnarsdóttir 5.



HK – Valur 27-25 (16-13)

Þórhildur Braga Þórðardóttir 9, Heiðrún Björk Helgadóttir 6. – Sigurlaug Rúnarsdóttir 8, Morgan Marie Þorkelsdóttir 6.

FH – KA/Þór 23-20 (10-7)

Ingibjörg Pálmadóttir 7, Steinunn Snorradóttir 5. – Paula Chirila 7.

Haukar – Selfoss 25-19 (14-11)

Karen Helga Díönudóttir 7, Viktoría Valdimarsdóttir og Marija Gedroit 6 hvor - Kristrún Steinþórsdóttir, Auður Óskarsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir 4 hver.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×