Vinsælustu sportbílar heims kljást Finnur Thorlacius skrifar 26. september 2014 16:16 Bílatímaritið Motor Trend smalaði saman 10 af vinsælustu sportbílum heims þar sem þeir öttu kappi allir í einu á yfirgefinni flugbraut í Kaliforníu og vegalengdin var klassísk kvartmíla. Þetta kalla þeir hjá Motor Trend "Worlds Greatest Drag Race" og er þetta fjórða árið í röð sem þeir efna til slíkrar keppni með vinsælustu sportbílum hvers tíma í heiminum. Þeir bílar sem öttu kappi nú voru Nissan GT-R, Porsche 911 Turbo S, Jaguar F-Type Coupe R, BMW i8, BMW M4, Alfa Romeo 4C, Chevrolet Camaro Z/28, Subaru WRX STI, Volkswagen Golf GTI og Ford Fiesta ST. Víst er að talsverðu munar á þessum bílum og sem dæmi er Nissan GT-R 600 hestöfl en Ford Fiesta ST 197 hestöfl og því nokkuð ljóst að miklu myndi muna á þessum bílum. Þó kemur þarna margt á óvart. Á til dæmis Porsche 911 Turbo S með sín 560 hestöfl séns í Nissan GT-R. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent
Bílatímaritið Motor Trend smalaði saman 10 af vinsælustu sportbílum heims þar sem þeir öttu kappi allir í einu á yfirgefinni flugbraut í Kaliforníu og vegalengdin var klassísk kvartmíla. Þetta kalla þeir hjá Motor Trend "Worlds Greatest Drag Race" og er þetta fjórða árið í röð sem þeir efna til slíkrar keppni með vinsælustu sportbílum hvers tíma í heiminum. Þeir bílar sem öttu kappi nú voru Nissan GT-R, Porsche 911 Turbo S, Jaguar F-Type Coupe R, BMW i8, BMW M4, Alfa Romeo 4C, Chevrolet Camaro Z/28, Subaru WRX STI, Volkswagen Golf GTI og Ford Fiesta ST. Víst er að talsverðu munar á þessum bílum og sem dæmi er Nissan GT-R 600 hestöfl en Ford Fiesta ST 197 hestöfl og því nokkuð ljóst að miklu myndi muna á þessum bílum. Þó kemur þarna margt á óvart. Á til dæmis Porsche 911 Turbo S með sín 560 hestöfl séns í Nissan GT-R. Það kemur í ljós í meðfylgjandi myndskeiði.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent