Íslenski boltinn

Kom Gróttu upp um deild en er hættur

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ólafur Brynjólfsson gerði flotta hluti með Gróttu-liðið.
Ólafur Brynjólfsson gerði flotta hluti með Gróttu-liðið. vísir/daníel
Ólafur Brynjólfsson, þjálfari knattspyrnuliðs Gróttu, ætlar ekki að þjálfa liðið áfram á næsta ári þrátt fyrir að hafa komið því upp úr annarri deild í sumar.

Grótta, sem var spáð þriðja sæti af fyrirliðum og þjálfurum fyrir mótið, hafnaði í öðru sæti deildarinnar á eftir Fjarðabyggð með 44 stig, fjórum stigum á undan ÍR.

Grótta hefur leikið í 2. deild undanfarin þrjú ár eftir fall úr 1. deildinni 2011.

Í fréttatilkynningu frá félaginu sem birtist á fótbolti.net segir að Ólafur sækist ekki eftir endurráðningu hjá félaginu vegna persónulegra ástæðna og hann ætli að taka sér frí frá þjálfun.

Með brotthvarfi Ólafs losnar þriðja þjálfarastaðan í 1. deild á skömmum tíma, en Selfoss, Haukar og Grótta þurfa nú öll á nýjum þjálfara að halda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×