Ertu búin að faðma einhvern í dag? Rikka skrifar 30. september 2014 13:58 Á heimasíðu Hjartalífs er að finna margar góðar greinar og upplýsingar um hjartasjúkdóma og verndun hjartans. Faðmlög eru ein leið til þess að huga vel að hjartanu og heilsunni almennt. Þau eru mjög jákvæð leið til samskipta. Það sýnir hvernig við metum ástina, sýnum velþóknun, þakklæti, gleði, væntumþykju, fyrirgefningu og tjáum ást okkar. En hvað gera faðmlög fyrir okkur?1. Faðmlög minnka hættuna á hjarta og æðasjúkdómum.Hár blóðþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta og æðasjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt að faðmlög lækka blóðþrýsting og minnka þar með hættuna á hjarta og æðasjúkdómum. Fyrir fólk með veik hjörtu og háan blóðþrýsting er þetta sennilega mesti heilsufarslegi ávinningur faðmlaga.2. Faðmlög losa um streitu og róa þig.Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að faðmlög gera þig hamingjusamari (kemur á óvart, eða hvað?). Faðmlög auka framleiðslu oxytocin. Þetta hormón leysir úr læðingi tengsla og umhyggju viðbrögð og þetta hormón hjálpar þér að slaka á og losna við kvíða sem er hvorutveggja gott fyrir hjartaheilsu þína.3. Faðmlög eru góð fyrir sambandið.Þegar þú hugsar um það er það nokkuð augljóst. En veistu af hverju faðmlög eru góð fyrir sambandið? Faðmlög losa um hormónin serotónín og dópamín. Þessi hormón sjá til þess að þér líði vel og koma þér í gott skap Niðurstaðan er sú að þér finnst þú standa þeirri manneskju nær sem lætur þér líða betur. Gott samband hefur auk þess góð áhrif á heilsu í heild sinni, þar með talið hjartaheilsu.Faðmlög stuðla að langlífi, sterkara ónæmiskerfi og hærra sjálfsmati. Heilsa Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf
Á heimasíðu Hjartalífs er að finna margar góðar greinar og upplýsingar um hjartasjúkdóma og verndun hjartans. Faðmlög eru ein leið til þess að huga vel að hjartanu og heilsunni almennt. Þau eru mjög jákvæð leið til samskipta. Það sýnir hvernig við metum ástina, sýnum velþóknun, þakklæti, gleði, væntumþykju, fyrirgefningu og tjáum ást okkar. En hvað gera faðmlög fyrir okkur?1. Faðmlög minnka hættuna á hjarta og æðasjúkdómum.Hár blóðþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta og æðasjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt að faðmlög lækka blóðþrýsting og minnka þar með hættuna á hjarta og æðasjúkdómum. Fyrir fólk með veik hjörtu og háan blóðþrýsting er þetta sennilega mesti heilsufarslegi ávinningur faðmlaga.2. Faðmlög losa um streitu og róa þig.Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að faðmlög gera þig hamingjusamari (kemur á óvart, eða hvað?). Faðmlög auka framleiðslu oxytocin. Þetta hormón leysir úr læðingi tengsla og umhyggju viðbrögð og þetta hormón hjálpar þér að slaka á og losna við kvíða sem er hvorutveggja gott fyrir hjartaheilsu þína.3. Faðmlög eru góð fyrir sambandið.Þegar þú hugsar um það er það nokkuð augljóst. En veistu af hverju faðmlög eru góð fyrir sambandið? Faðmlög losa um hormónin serotónín og dópamín. Þessi hormón sjá til þess að þér líði vel og koma þér í gott skap Niðurstaðan er sú að þér finnst þú standa þeirri manneskju nær sem lætur þér líða betur. Gott samband hefur auk þess góð áhrif á heilsu í heild sinni, þar með talið hjartaheilsu.Faðmlög stuðla að langlífi, sterkara ónæmiskerfi og hærra sjálfsmati.
Heilsa Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf