Ertu búin að faðma einhvern í dag? Rikka skrifar 30. september 2014 13:58 Á heimasíðu Hjartalífs er að finna margar góðar greinar og upplýsingar um hjartasjúkdóma og verndun hjartans. Faðmlög eru ein leið til þess að huga vel að hjartanu og heilsunni almennt. Þau eru mjög jákvæð leið til samskipta. Það sýnir hvernig við metum ástina, sýnum velþóknun, þakklæti, gleði, væntumþykju, fyrirgefningu og tjáum ást okkar. En hvað gera faðmlög fyrir okkur?1. Faðmlög minnka hættuna á hjarta og æðasjúkdómum.Hár blóðþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta og æðasjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt að faðmlög lækka blóðþrýsting og minnka þar með hættuna á hjarta og æðasjúkdómum. Fyrir fólk með veik hjörtu og háan blóðþrýsting er þetta sennilega mesti heilsufarslegi ávinningur faðmlaga.2. Faðmlög losa um streitu og róa þig.Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að faðmlög gera þig hamingjusamari (kemur á óvart, eða hvað?). Faðmlög auka framleiðslu oxytocin. Þetta hormón leysir úr læðingi tengsla og umhyggju viðbrögð og þetta hormón hjálpar þér að slaka á og losna við kvíða sem er hvorutveggja gott fyrir hjartaheilsu þína.3. Faðmlög eru góð fyrir sambandið.Þegar þú hugsar um það er það nokkuð augljóst. En veistu af hverju faðmlög eru góð fyrir sambandið? Faðmlög losa um hormónin serotónín og dópamín. Þessi hormón sjá til þess að þér líði vel og koma þér í gott skap Niðurstaðan er sú að þér finnst þú standa þeirri manneskju nær sem lætur þér líða betur. Gott samband hefur auk þess góð áhrif á heilsu í heild sinni, þar með talið hjartaheilsu.Faðmlög stuðla að langlífi, sterkara ónæmiskerfi og hærra sjálfsmati. Heilsa Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira
Á heimasíðu Hjartalífs er að finna margar góðar greinar og upplýsingar um hjartasjúkdóma og verndun hjartans. Faðmlög eru ein leið til þess að huga vel að hjartanu og heilsunni almennt. Þau eru mjög jákvæð leið til samskipta. Það sýnir hvernig við metum ástina, sýnum velþóknun, þakklæti, gleði, væntumþykju, fyrirgefningu og tjáum ást okkar. En hvað gera faðmlög fyrir okkur?1. Faðmlög minnka hættuna á hjarta og æðasjúkdómum.Hár blóðþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta og æðasjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt að faðmlög lækka blóðþrýsting og minnka þar með hættuna á hjarta og æðasjúkdómum. Fyrir fólk með veik hjörtu og háan blóðþrýsting er þetta sennilega mesti heilsufarslegi ávinningur faðmlaga.2. Faðmlög losa um streitu og róa þig.Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að faðmlög gera þig hamingjusamari (kemur á óvart, eða hvað?). Faðmlög auka framleiðslu oxytocin. Þetta hormón leysir úr læðingi tengsla og umhyggju viðbrögð og þetta hormón hjálpar þér að slaka á og losna við kvíða sem er hvorutveggja gott fyrir hjartaheilsu þína.3. Faðmlög eru góð fyrir sambandið.Þegar þú hugsar um það er það nokkuð augljóst. En veistu af hverju faðmlög eru góð fyrir sambandið? Faðmlög losa um hormónin serotónín og dópamín. Þessi hormón sjá til þess að þér líði vel og koma þér í gott skap Niðurstaðan er sú að þér finnst þú standa þeirri manneskju nær sem lætur þér líða betur. Gott samband hefur auk þess góð áhrif á heilsu í heild sinni, þar með talið hjartaheilsu.Faðmlög stuðla að langlífi, sterkara ónæmiskerfi og hærra sjálfsmati.
Heilsa Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Sjá meira