Pahars: Ísland ekki áhyggjuefni stóru liðanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Riga skrifar 10. október 2014 08:00 Kári Árnason og fyrir aftan hann eru Kolbeinn Sigþórsson og Jón Daði Böðvarsson. Vísir/Anton Ísland mætir Lettlandi í undankeppni EM 2016 í Riga í kvöld. Liðið á sér langa sögu þrátt fyrir að Lettland hafi verið hluti af Sovétríkjunum í meira en hálfa öld. Lettar léku sinn fyrsta landsleik árið 1922 og voru nálægt því að komast á HM 1938. Tveimur árum síðar varð Lettland hluti af Sovétríkjunum og spilaði ekki landsleik sem sjálfstætt ríki á ný fyrr en árið 1991. Lettland hefur aldrei komist á HM en stærsta afrek liðsins er að það komst óvænt inn á EM 2004 sem fór fram í Portúgal. Lettar urðu í öðru sæti í sínum riðli, á undan liðum eins og Póllandi, og slógu svo Tyrki út í umspilinu. Þess ber að geta að Tyrkir eru í sama riðli í undankeppni EM 2016 en Ísland lagði Tyrki að velli í síðasta mánuði, 3-0. „Ég er viss um að þeir muni vel eftir umspilsleikjunum fyrir EM 2004,“ sagði landsliðsþjálfarinn Marian Pahars þegar ljóst varð hvaða lið lentu saman í undankeppninni. Liðið komst ekki áfram úr sínum riðli á EM í Portúgal en náði þó jafntefli gegn Þýskalandi. Töp gegn Tékklandi og Hollandi urðu því að falli. Árið 2009 komst Lettland upp í 45. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem er besti árangur þess á þeim vettvangi. Síðan þá hefur leiðin legið niður við og situr liðið nú í 99. sæti. Árangur þess í síðustu undankeppni ber þess merki. Lettland hafnaði í næstsíðasta sæti í sínum riðli og vann aðeins tvo leiki í riðlinum - gegn Liechtenstein og Litháen á heimavelli. Liðið mátti til að mynda sætta sig við jafntefli gegn Liechtenstein ytra. Lettar gerðu svo jafntefli við Slóvakíu á heimavelli, 2-2, í lokaleik sínum í riðlinum en þá var ljóst að hvorugt lið átti möguleika á að komast áfram. Það þótti því ef til vill ekkert slæmt að byrja á að ná í stig til Kasakstan í fyrstu umferð riðlakeppninnar líkt og Lettland gerði í síðasta mánuði. En Pahars veit að hann þarf að fylgja því eftir með sigri á heimavelli gegn Íslandi. „Ég efast um að Ísland og Kasakstan muni valda bestu liðunum í riðlinum miklum áhyggjum,“ sagði hann um riðilinn á sínum tíma. „Við munum að minnsta kosti gera okkar besta til að gleðja stuðningsmenn okkar og reyna að komast áfram. Við höfum reynslu af því.“Pahars í leik með lettneska landsliðinu á EM 2004 í Portúgal.Vísir/Getty EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00 Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Ísland mætir Lettlandi í undankeppni EM 2016 í Riga í kvöld. Liðið á sér langa sögu þrátt fyrir að Lettland hafi verið hluti af Sovétríkjunum í meira en hálfa öld. Lettar léku sinn fyrsta landsleik árið 1922 og voru nálægt því að komast á HM 1938. Tveimur árum síðar varð Lettland hluti af Sovétríkjunum og spilaði ekki landsleik sem sjálfstætt ríki á ný fyrr en árið 1991. Lettland hefur aldrei komist á HM en stærsta afrek liðsins er að það komst óvænt inn á EM 2004 sem fór fram í Portúgal. Lettar urðu í öðru sæti í sínum riðli, á undan liðum eins og Póllandi, og slógu svo Tyrki út í umspilinu. Þess ber að geta að Tyrkir eru í sama riðli í undankeppni EM 2016 en Ísland lagði Tyrki að velli í síðasta mánuði, 3-0. „Ég er viss um að þeir muni vel eftir umspilsleikjunum fyrir EM 2004,“ sagði landsliðsþjálfarinn Marian Pahars þegar ljóst varð hvaða lið lentu saman í undankeppninni. Liðið komst ekki áfram úr sínum riðli á EM í Portúgal en náði þó jafntefli gegn Þýskalandi. Töp gegn Tékklandi og Hollandi urðu því að falli. Árið 2009 komst Lettland upp í 45. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, sem er besti árangur þess á þeim vettvangi. Síðan þá hefur leiðin legið niður við og situr liðið nú í 99. sæti. Árangur þess í síðustu undankeppni ber þess merki. Lettland hafnaði í næstsíðasta sæti í sínum riðli og vann aðeins tvo leiki í riðlinum - gegn Liechtenstein og Litháen á heimavelli. Liðið mátti til að mynda sætta sig við jafntefli gegn Liechtenstein ytra. Lettar gerðu svo jafntefli við Slóvakíu á heimavelli, 2-2, í lokaleik sínum í riðlinum en þá var ljóst að hvorugt lið átti möguleika á að komast áfram. Það þótti því ef til vill ekkert slæmt að byrja á að ná í stig til Kasakstan í fyrstu umferð riðlakeppninnar líkt og Lettland gerði í síðasta mánuði. En Pahars veit að hann þarf að fylgja því eftir með sigri á heimavelli gegn Íslandi. „Ég efast um að Ísland og Kasakstan muni valda bestu liðunum í riðlinum miklum áhyggjum,“ sagði hann um riðilinn á sínum tíma. „Við munum að minnsta kosti gera okkar besta til að gleðja stuðningsmenn okkar og reyna að komast áfram. Við höfum reynslu af því.“Pahars í leik með lettneska landsliðinu á EM 2004 í Portúgal.Vísir/Getty
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00 Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00 Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37 Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Sjá meira
Tveir án félags í landsliðshópi Lettlands sem mætir Íslandi Þjálfari Lettlands er Marian Pahars, fyrrverandi leikmaður Southampton. 29. september 2014 10:00
Pahars leggur mikla áherslu á leikskipulag Marian Pahars er einn þekktasti knattspyrnumaður Lettlands hin síðari ár en þessi 38 ára fyrrum sóknarmaður Southampton er nú landsliðsþjálfari Lettlands. 9. október 2014 06:00
Heimir: Pahars fljótur að setja handbragð sitt á liðið Landsliðsþjálfararnir hafa skoðað lettneska liðið vel. 8. október 2014 18:37