Fjallað um öll umsóknarríkin nema Ísland Þorfinnur Ómarsson í Brussel skrifar 8. október 2014 15:42 Stefan Fule á fundinum í dag. Vísir/Getty Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag stöðu aðildarviðræðna við þau ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu. Sérstök skýrsla verður kynnt um öll umsóknarríki, ef Ísland er frátalið, en ESB telur ekki þörf á slíku vegna afstöðu íslenskra stjórnvalda til aðildarviðræðna. Af sömu ástæðu ítrekar framkvæmdastjórnin að svokallaðir IPA styrkir séu ekki í boði. Stefan Fule, fráfarandi stækkunarstjóri Evrópusambandsins, kynnti stöðu aðildarviðræðna við þau ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu, í Evrópuþinginu í hádeginu og svo á fréttamannafundi í Brussel. Um er að ræða skýrslur um sjö umsóknarríki og hefur fréttastofa þær undir höndum, en þetta eru sex ríki á Balkanskaga auk Tyrklands. Að þessu sinni telur framkvæmdastjórn ESB ekki þörf á að gera sérstaka skýrslu um Ísland – jafnvel þótt Ísland teljist formlega enn í hópi umsóknarríkja. Í því sambandi má hafa í huga að aðildarviðræður við Tyrkland hafa í raun verið í frosti um árabil og engar horfur á breytingum þar á á næstunni – en þó er fjallað um Tyrkland sérstaklega. Í samantekt framkvæmdastjórnarinnar má þó finna nokkrar setningar um Ísland, en þar er bent á að íslensk stjórnvöld hafi stöðvað aðildarviðræður í maí 2013 og því sé engin þörf á sérstakri umfjöllun um Ísland. Athygli vekur að framkvæmdastjórn ESB telur viðræðum ekki hafa verið hætt fyrr en í maí í fyrra, þ.e. eftir að ný ríkisstjórn tók við á Íslandi, jafnvel þó fyrri ríkisstjórn hafi gert viðræðuhlé í janúar sama ár. Þá er ítrekað í skýrlsunni að svokölluðum IPA-styrkjum til íslenskra verkefna hafi verið aflýst vegna viðhorfa núverandi stjórnvalda á Íslandi. Heimildir fréttastofu herma að íslenskum stjórnvöldum hafi verið fullkunnugt um þessa afstöðu framkvæmdastjórnarinnar áður en aðildarviðræður voru stöðvaðar. Að lokum er þess getið að Ísland sé enn talinn mikilvægur samstarfsaðili Evrópusambandsins, meðal annars í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, aðild að Schengen og vegna hagsmuna á norðurslóðum. ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Össur segir ESB umsókn í fullu gildi Össur Skarphéðinsson segir afstöðu Jean-Claude Juncker passa Íslendingum vel. Ný ríkisstjórn geti klárað aðildarviðræður innan fimm ára. 17. júlí 2014 13:15 Aðildarviðræður gætu hafist á ný Sendiráð ESB á Íslandi áréttar að framkvæmdastjórn ESB sé reiðubúin að hefja á ný aðildarviðræður við Ísland, komi um það ósk héðan. Nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar segir ný ríki ekki bætast við næstu fimm ár. 18. júlí 2014 00:01 Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40 ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki Talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir sambandið reiðubúið að taka upp aðildarviðræður hvenær sem íslensk stjórnvöld kunni að óska þess. 18. júlí 2014 19:30 Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. 7. apríl 2014 11:43 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins kynnti í dag stöðu aðildarviðræðna við þau ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu. Sérstök skýrsla verður kynnt um öll umsóknarríki, ef Ísland er frátalið, en ESB telur ekki þörf á slíku vegna afstöðu íslenskra stjórnvalda til aðildarviðræðna. Af sömu ástæðu ítrekar framkvæmdastjórnin að svokallaðir IPA styrkir séu ekki í boði. Stefan Fule, fráfarandi stækkunarstjóri Evrópusambandsins, kynnti stöðu aðildarviðræðna við þau ríki sem sótt hafa um aðild að sambandinu, í Evrópuþinginu í hádeginu og svo á fréttamannafundi í Brussel. Um er að ræða skýrslur um sjö umsóknarríki og hefur fréttastofa þær undir höndum, en þetta eru sex ríki á Balkanskaga auk Tyrklands. Að þessu sinni telur framkvæmdastjórn ESB ekki þörf á að gera sérstaka skýrslu um Ísland – jafnvel þótt Ísland teljist formlega enn í hópi umsóknarríkja. Í því sambandi má hafa í huga að aðildarviðræður við Tyrkland hafa í raun verið í frosti um árabil og engar horfur á breytingum þar á á næstunni – en þó er fjallað um Tyrkland sérstaklega. Í samantekt framkvæmdastjórnarinnar má þó finna nokkrar setningar um Ísland, en þar er bent á að íslensk stjórnvöld hafi stöðvað aðildarviðræður í maí 2013 og því sé engin þörf á sérstakri umfjöllun um Ísland. Athygli vekur að framkvæmdastjórn ESB telur viðræðum ekki hafa verið hætt fyrr en í maí í fyrra, þ.e. eftir að ný ríkisstjórn tók við á Íslandi, jafnvel þó fyrri ríkisstjórn hafi gert viðræðuhlé í janúar sama ár. Þá er ítrekað í skýrlsunni að svokölluðum IPA-styrkjum til íslenskra verkefna hafi verið aflýst vegna viðhorfa núverandi stjórnvalda á Íslandi. Heimildir fréttastofu herma að íslenskum stjórnvöldum hafi verið fullkunnugt um þessa afstöðu framkvæmdastjórnarinnar áður en aðildarviðræður voru stöðvaðar. Að lokum er þess getið að Ísland sé enn talinn mikilvægur samstarfsaðili Evrópusambandsins, meðal annars í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, aðild að Schengen og vegna hagsmuna á norðurslóðum.
ESB-málið Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Össur segir ESB umsókn í fullu gildi Össur Skarphéðinsson segir afstöðu Jean-Claude Juncker passa Íslendingum vel. Ný ríkisstjórn geti klárað aðildarviðræður innan fimm ára. 17. júlí 2014 13:15 Aðildarviðræður gætu hafist á ný Sendiráð ESB á Íslandi áréttar að framkvæmdastjórn ESB sé reiðubúin að hefja á ný aðildarviðræður við Ísland, komi um það ósk héðan. Nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar segir ný ríki ekki bætast við næstu fimm ár. 18. júlí 2014 00:01 Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40 ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki Talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir sambandið reiðubúið að taka upp aðildarviðræður hvenær sem íslensk stjórnvöld kunni að óska þess. 18. júlí 2014 19:30 Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. 7. apríl 2014 11:43 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Sjá meira
Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15
Össur segir ESB umsókn í fullu gildi Össur Skarphéðinsson segir afstöðu Jean-Claude Juncker passa Íslendingum vel. Ný ríkisstjórn geti klárað aðildarviðræður innan fimm ára. 17. júlí 2014 13:15
Aðildarviðræður gætu hafist á ný Sendiráð ESB á Íslandi áréttar að framkvæmdastjórn ESB sé reiðubúin að hefja á ný aðildarviðræður við Ísland, komi um það ósk héðan. Nýr forseti framkvæmdastjórnarinnar segir ný ríki ekki bætast við næstu fimm ár. 18. júlí 2014 00:01
Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40
ESB lítur enn á Ísland sem umsóknarríki Talsmaður stækkunarstjóra Evrópusambandsins segir sambandið reiðubúið að taka upp aðildarviðræður hvenær sem íslensk stjórnvöld kunni að óska þess. 18. júlí 2014 19:30
Borgar sig að vera áfram umsóknarríki Ísland á meiri möguleika á að gæta hagsmuna sinna í EES-samstarfinu ef það viðheldur stöðu sinni sem viðurkennt umsóknarríki um aðild að Evrópusambandinu. 7. apríl 2014 11:43
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04