Sundkappinn Michael Phelps mun taka sér frí frá keppni eftir að hafa verið handtekinn fyrir ölvunarakstur á dögunum.
Phelps hefur unnið flest verðlaun allra á Ólympíuleikum frá upphafi eða 22 talsins. Hann hætti eftir leikana í Lundúnum árið 2012 en byrjaði að keppa aftur á þessu ári.
„Síðustu dagar hafa verið afar erfiðir,“ skrifaði Phelps á Twitter-síðu sína. „Ég veit að þetta er ekki í fyrsta sinn sem ég gerist sekur um dómgreindarskort og ég varð fyrir afar miklum vonbrigðum með mig.“
Hann segist enn fremur ætla að leita sér hjálpar en sagði ekkert um hvort hann ætlaði sér að snúa aftur til keppni síðar.
Phelps í hlé eftir ölvunaraksturinn
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1


Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum
Íslenski boltinn

Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH
Íslenski boltinn

Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra
Íslenski boltinn



Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park
Enski boltinn

„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
