40 ár síðan Jón Oddur og Jón Bjarni kom út Hjörtur Hjartarson skrifar 5. október 2014 19:45 Konan sem skapaði Jón Odd og Jón Bjarna, Pál Vilhjálmsson og margar aðrar þjóðþekktar persónur segist enn luma á góðum sögum sem hún vill koma frá sér. Guðrún Helgadóttir fæddist í Hafnarfirði 7.september, 1935. Fyrsta skáldsaga hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni kom út fyrir sléttum 40 árum og því var fagnað í dag. Bræðurnir uppátækjasömu lifa enn góðu lífi og voru ævintýri þeirra fest á filmu fyrir um þremur áratugum. Aðspurð um hvaða persónu Guðrúnu þykir vænst segir hún það ómögulegt, það væri eins og að gera upp á milli barnanna sinna. „Auðvitað eru sumar bækur mínar kærari mér en aðrar en ég myndi bara orða það þannig að ég minnkast mín ekki fyrir neina þeirra,“ segir Guðrún. Þó Guðrún hafi staðið á fertugu þegar fyrsta bókin kom út, fæddust sögurnar miklu fyrr. „Ég fór nú fyrst að segja krökkunum mínum þessar sögur, þannig upphófst þetta nú allt saman. Ég var 39 ára þegar fyrsta bókin mín kom, rétt eins og Astrid Lindgren.“Úr myndinn Jón Oddur og Jón BjarniGuðrún var fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn frá 1978 til 1982. Hún sat jafnframt á þingi fyrir sama flokk frá 1979 til 1995. Guðrún var forseti Alþingis frá 1988-1991 og var hún fyrst kvenna til að gegna því embætti. Eftir Guðrúnu liggja vel á annan tug barnabóka, skáldsaga, myndabækur fyrir yngstu kynslóðina, ljóðabók og sjónvarpsleikrit. Leikrit hennar Óvitar var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins árið 1979.„Ertu ennþá að búa til sögur?“„Já, það er svona ein í smíðum núna.“„Er þetta ekki bara þannig að rithöfundar halda áfram að hugsa upp sögur svo lengi sem þeir draga andann?“„Ég held það, svei mér þá,“ segir Guðrún. Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Konan sem skapaði Jón Odd og Jón Bjarna, Pál Vilhjálmsson og margar aðrar þjóðþekktar persónur segist enn luma á góðum sögum sem hún vill koma frá sér. Guðrún Helgadóttir fæddist í Hafnarfirði 7.september, 1935. Fyrsta skáldsaga hennar, Jón Oddur og Jón Bjarni kom út fyrir sléttum 40 árum og því var fagnað í dag. Bræðurnir uppátækjasömu lifa enn góðu lífi og voru ævintýri þeirra fest á filmu fyrir um þremur áratugum. Aðspurð um hvaða persónu Guðrúnu þykir vænst segir hún það ómögulegt, það væri eins og að gera upp á milli barnanna sinna. „Auðvitað eru sumar bækur mínar kærari mér en aðrar en ég myndi bara orða það þannig að ég minnkast mín ekki fyrir neina þeirra,“ segir Guðrún. Þó Guðrún hafi staðið á fertugu þegar fyrsta bókin kom út, fæddust sögurnar miklu fyrr. „Ég fór nú fyrst að segja krökkunum mínum þessar sögur, þannig upphófst þetta nú allt saman. Ég var 39 ára þegar fyrsta bókin mín kom, rétt eins og Astrid Lindgren.“Úr myndinn Jón Oddur og Jón BjarniGuðrún var fulltrúi Alþýðubandalagsins í borgarstjórn frá 1978 til 1982. Hún sat jafnframt á þingi fyrir sama flokk frá 1979 til 1995. Guðrún var forseti Alþingis frá 1988-1991 og var hún fyrst kvenna til að gegna því embætti. Eftir Guðrúnu liggja vel á annan tug barnabóka, skáldsaga, myndabækur fyrir yngstu kynslóðina, ljóðabók og sjónvarpsleikrit. Leikrit hennar Óvitar var frumsýnt á fjölum Þjóðleikhússins árið 1979.„Ertu ennþá að búa til sögur?“„Já, það er svona ein í smíðum núna.“„Er þetta ekki bara þannig að rithöfundar halda áfram að hugsa upp sögur svo lengi sem þeir draga andann?“„Ég held það, svei mér þá,“ segir Guðrún.
Menning Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira