Hjörtur hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Atli Ísleifsson skrifar 2. október 2014 16:16 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti Hirti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum. Mynd/Reykjavíkurborg Hjörtur Marteinsson var afhent Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014 fyrir ljóðahandritið Alzheimer-tilbrigðin í Höfða fyrr í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum, en fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Tunglsins. Í umsögn dómnefndar segir: „Ljóðabókin Alzheimer-tilbrigðin eftir Hjört Marteinsson hefur sérkennilegt og seiðandi aðdráttarafl [...] Tónn bókarinnar er gráglettinn, hlýr, mjúkur og allt að því angurvær og höfundur miðlar vel þeirri þokukenndu tilfinningu sem hlýtur að fylgja því að horfa upp á ástvin sinn hverfa inn í völundarhús hugans, án mikillar vonar um endurkomu. Þessi tilfinning kemur ekki síst fram í beinskeyttum upphafslínum bókarinnar þegar ljóðmælandi hefst handa við að lýsa sjúkdómnum og áhrifum hans, en þar er sleginn sá mjúki sorgartónn sem einkennir verðlaunabókina Alzheimer-tilbrigðin: „Það gerðist bara.““ Hjörtur Marteinsson er fæddur í Reykjavík 1957 og er með B.A.-próf í íslensku og M.A.-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands ásamt kennsluréttindum frá sama skóla. Hjörtur hefur gefið út tvær ljóðabækur, Ljóshvolfin 1996 og Myrkurbil 1999 og árið 2000 hlaut hann líka Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, en þá fyrir skáldsöguna AM 00. Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut hann árið 2004. Meðfram skrifum kennir hann nú íslensku á unglingastigi við Árbæjarskóla í Reykjavík og nemur ritlist við HÍ. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Hjörtur hafi einnig lagt stund á myndlist, haldið sex einkasýningar hér innanlands og tekið þátt í tveimur samsýningum með sambýliskonu sinni, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur listmálara. „Stendur önnur sýningin nú yfir í Listasafni Ísafjarðar. Þau Guðbjörg eiga þrjá syni og hlaut sá í miðið, Dagur Hjartarson, bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012.“ Alls bárust 48 handrit að þessu sinni, en í dómnefnd sátu þau Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Bjarni Bjarnason og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar. Menning Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira
Hjörtur Marteinsson var afhent Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2014 fyrir ljóðahandritið Alzheimer-tilbrigðin í Höfða fyrr í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri veitti verðlaunin sem nema 600 þúsund krónum, en fyrstu eintök af bókinni komu um leið úr prentun í útgáfu Tunglsins. Í umsögn dómnefndar segir: „Ljóðabókin Alzheimer-tilbrigðin eftir Hjört Marteinsson hefur sérkennilegt og seiðandi aðdráttarafl [...] Tónn bókarinnar er gráglettinn, hlýr, mjúkur og allt að því angurvær og höfundur miðlar vel þeirri þokukenndu tilfinningu sem hlýtur að fylgja því að horfa upp á ástvin sinn hverfa inn í völundarhús hugans, án mikillar vonar um endurkomu. Þessi tilfinning kemur ekki síst fram í beinskeyttum upphafslínum bókarinnar þegar ljóðmælandi hefst handa við að lýsa sjúkdómnum og áhrifum hans, en þar er sleginn sá mjúki sorgartónn sem einkennir verðlaunabókina Alzheimer-tilbrigðin: „Það gerðist bara.““ Hjörtur Marteinsson er fæddur í Reykjavík 1957 og er með B.A.-próf í íslensku og M.A.-próf í íslenskum bókmenntum frá Háskóla Íslands ásamt kennsluréttindum frá sama skóla. Hjörtur hefur gefið út tvær ljóðabækur, Ljóshvolfin 1996 og Myrkurbil 1999 og árið 2000 hlaut hann líka Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, en þá fyrir skáldsöguna AM 00. Ljóðstaf Jóns úr Vör hlaut hann árið 2004. Meðfram skrifum kennir hann nú íslensku á unglingastigi við Árbæjarskóla í Reykjavík og nemur ritlist við HÍ. Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Hjörtur hafi einnig lagt stund á myndlist, haldið sex einkasýningar hér innanlands og tekið þátt í tveimur samsýningum með sambýliskonu sinni, Guðbjörgu Lind Jónsdóttur listmálara. „Stendur önnur sýningin nú yfir í Listasafni Ísafjarðar. Þau Guðbjörg eiga þrjá syni og hlaut sá í miðið, Dagur Hjartarson, bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2012.“ Alls bárust 48 handrit að þessu sinni, en í dómnefnd sátu þau Ragnhildur Pála Ófeigsdóttir, Bjarni Bjarnason og Davíð Stefánsson formaður nefndarinnar.
Menning Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Húsó fjarlægðir af Rúv Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Sjá meira