Þetta er svo mikil fíkn Birta Björnsdóttir skrifar 2. október 2014 14:59 Bobby Breiðholt er einn verðandi meistara í Meistaramánuði, en hann hefur sett sér nokkur markmið fyrir októbermánuð, þar af eitt sem hann kvíðir svolítið fyrir að takast á við. „Þegar ég settist niður og ætlaði að setja mér markmið kom fyrst þetta helsta, að hætta að borða nammi og svo framvegis. En svo fór ég að hugsa hvort ég ætti mögulega að hætta að eyða svona miklum tíma í símanum mínum,“ segir Bobby, og er þar að tala um vana sem flestir kannast eflaust við. Hvert sem litið er á opinberum stöðum má sjá fólk á öllum aldri niðursokkið í farsíma sína, í hinum ýmsu aðstæðum. „Já það kannast allir við þetta. Fólk er hætt að geta haldið uppi samræðum hvort við annað án þess að vera stöðugt að tékka á símanum sínum,“ segir Bobby og bætir við að fyrsta daginn ætli hann að kanna hvort hann komist í gegnum klukkutíma án þess að skoða samfélagsmiðla í símanum sínum. Bobby segist ekki vita um neina aðra sem hætti sér í markmið af þessu tagi. „Það vill enginn gera þetta, þetta er svo mikil fíkn,“ segir hann. Við ætlum að fá að fylgjast með baráttu Bobby við farsímann síðar í október og sjá hvernig honum gengur að framfylgja markmiði sínu. „Ég verð örugglega bara sveittur og skjálfandi einhverstaðar úti í horni,“ segir verðandi meistarinn Bobby Breiðholt. Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. 1. október 2014 15:15 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00 Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Bobby Breiðholt er einn verðandi meistara í Meistaramánuði, en hann hefur sett sér nokkur markmið fyrir októbermánuð, þar af eitt sem hann kvíðir svolítið fyrir að takast á við. „Þegar ég settist niður og ætlaði að setja mér markmið kom fyrst þetta helsta, að hætta að borða nammi og svo framvegis. En svo fór ég að hugsa hvort ég ætti mögulega að hætta að eyða svona miklum tíma í símanum mínum,“ segir Bobby, og er þar að tala um vana sem flestir kannast eflaust við. Hvert sem litið er á opinberum stöðum má sjá fólk á öllum aldri niðursokkið í farsíma sína, í hinum ýmsu aðstæðum. „Já það kannast allir við þetta. Fólk er hætt að geta haldið uppi samræðum hvort við annað án þess að vera stöðugt að tékka á símanum sínum,“ segir Bobby og bætir við að fyrsta daginn ætli hann að kanna hvort hann komist í gegnum klukkutíma án þess að skoða samfélagsmiðla í símanum sínum. Bobby segist ekki vita um neina aðra sem hætti sér í markmið af þessu tagi. „Það vill enginn gera þetta, þetta er svo mikil fíkn,“ segir hann. Við ætlum að fá að fylgjast með baráttu Bobby við farsímann síðar í október og sjá hvernig honum gengur að framfylgja markmiði sínu. „Ég verð örugglega bara sveittur og skjálfandi einhverstaðar úti í horni,“ segir verðandi meistarinn Bobby Breiðholt.
Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. 1. október 2014 15:15 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00 Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00
Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. 1. október 2014 15:15
5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01
Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00
Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48
Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00
Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00