Gönguvænt umhverfi hvetjandi 2. október 2014 15:00 Herborg Árnadóttir Mynd/Valli Herborg Árnadóttir skoðaði tengsl borgarumhverfis og hversdagslegrar hreyfingar í MS-ritgerð sinni í landfræði frá HÍ nú í vor. Hún segir að gönguhæfi Reykjavíkurborgar mætti bæta og í raun sé ósanngjarnt að bíllinn sé sjálfsagður aðgöngumiði að borginni. Hún segir mikilvægt að gera umhverfið hvetjandi svo fólk hreyfi sig. Ég gerði rannsókn á hópi stúlkna í framhaldsskólum í Reykjavík og skoðaði hvort umhverfi skólanna hefði áhrif á hversu mikið hópurinn notaði virkan samgöngumáta og var virkur í daglegu lífi,“ segir Herborg Árnadóttir, um MS-ritgerð sína í landfræði frá HÍ. Herborg skoðaði hversu tengdar gönguleiðir voru í kringum skólana, hversu tengdar almenningssamgöngurnar voru kringum skólana og hvort einhver starfsemi í kring væri hugsanlega áfangastaður nemenda skólans. Var einhver munur milli skóla?„Já, hjá þeim skólum þar sem umhverfið var gönguvænt voru virkir ferðamátar notaðir,“ segir Herborg. En hvað er gönguvænt umhverfi?„Í raun snýst þetta um hversu marga möguleika í umhverfinu er hægt að nýta til hreyfingar. Víða í borgarskipulaginu hefur til dæmis ekki verið hugsað fyrir tengingum á göngustígum sem samgöngumáta og oft þarf að taka langan sveig til að komast frá einum stað til annars þar sem hægt hefði verið að hafa beina gönguleið. Það eru margir fínir göngustígar og græn svæði til útivistar en ekki sem samgöngumáti. Það má einnig bæta aðgengi að almenningssamgöngum en þeir sem nota strætó ganga meira. Þessi atriði í borgarskipulagi skipta því máli fyrir lýðheilsu, að gera umhverfið hvetjandi svo fólk hreyfi sig. Margir átta sig ekki á að lítil hversdagsleg hreyfing eins og stuttar gönguferðir geta skipt miklu máli fyrir heilsuna. Fyrir utan það er svolítið ósanngjarnt að bíll, þessi dýra fjárfesting, sé sjálfkrafa aðgöngumiði að borginni,“ segir Herborg sem fer flestra sinna ferða gangandi, hjólandi eða í strætó. Hún ætlar að taka þátt í meistaramánuði en markmið hennar snýst þó ekki um hreyfingu. „Ég ætla að vera ótrúlega dugleg að þvo þvottinn jafnóðum heima hjá mér svo hann hætti að hrúgast upp.“ Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. 1. október 2014 15:15 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00 Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Herborg Árnadóttir skoðaði tengsl borgarumhverfis og hversdagslegrar hreyfingar í MS-ritgerð sinni í landfræði frá HÍ nú í vor. Hún segir að gönguhæfi Reykjavíkurborgar mætti bæta og í raun sé ósanngjarnt að bíllinn sé sjálfsagður aðgöngumiði að borginni. Hún segir mikilvægt að gera umhverfið hvetjandi svo fólk hreyfi sig. Ég gerði rannsókn á hópi stúlkna í framhaldsskólum í Reykjavík og skoðaði hvort umhverfi skólanna hefði áhrif á hversu mikið hópurinn notaði virkan samgöngumáta og var virkur í daglegu lífi,“ segir Herborg Árnadóttir, um MS-ritgerð sína í landfræði frá HÍ. Herborg skoðaði hversu tengdar gönguleiðir voru í kringum skólana, hversu tengdar almenningssamgöngurnar voru kringum skólana og hvort einhver starfsemi í kring væri hugsanlega áfangastaður nemenda skólans. Var einhver munur milli skóla?„Já, hjá þeim skólum þar sem umhverfið var gönguvænt voru virkir ferðamátar notaðir,“ segir Herborg. En hvað er gönguvænt umhverfi?„Í raun snýst þetta um hversu marga möguleika í umhverfinu er hægt að nýta til hreyfingar. Víða í borgarskipulaginu hefur til dæmis ekki verið hugsað fyrir tengingum á göngustígum sem samgöngumáta og oft þarf að taka langan sveig til að komast frá einum stað til annars þar sem hægt hefði verið að hafa beina gönguleið. Það eru margir fínir göngustígar og græn svæði til útivistar en ekki sem samgöngumáti. Það má einnig bæta aðgengi að almenningssamgöngum en þeir sem nota strætó ganga meira. Þessi atriði í borgarskipulagi skipta því máli fyrir lýðheilsu, að gera umhverfið hvetjandi svo fólk hreyfi sig. Margir átta sig ekki á að lítil hversdagsleg hreyfing eins og stuttar gönguferðir geta skipt miklu máli fyrir heilsuna. Fyrir utan það er svolítið ósanngjarnt að bíll, þessi dýra fjárfesting, sé sjálfkrafa aðgöngumiði að borginni,“ segir Herborg sem fer flestra sinna ferða gangandi, hjólandi eða í strætó. Hún ætlar að taka þátt í meistaramánuði en markmið hennar snýst þó ekki um hreyfingu. „Ég ætla að vera ótrúlega dugleg að þvo þvottinn jafnóðum heima hjá mér svo hann hætti að hrúgast upp.“
Heilsa Meistaramánuður Tengdar fréttir Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00 Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. 1. október 2014 15:15 5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01 Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00 Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48 Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00 Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Fjölbreytt markmið í Meistaramánuði Október er mánuður meistaranna. Markmiðin þátttakenda eru af öllum toga. 1. október 2014 13:00
Ætlar að njóta augnabliksins Sylvía Ósk Rodriguez hefur sett sér þrjú markmið í Meistaramánuði. Eitt markmiðanna er nokkurs konar framhald á markmiði sem hún setti sér í Meistaramánuði í fyrra en þá ákvað hún að borða engan sykur í mánuðinum. Hún hefur lést um þrjátíu kíló síðan. 1. október 2014 15:15
5 bestu snjallsímaforritin fyrir skipulagðara líf Heilsuvísir er búinn að taka saman 5 forrit sem þú getur hlaðið niður í símann þinn og hjálpa þér við að ná betri árangri í þeim verkefnum og markmiðum sem að þú ætlar að setja þér. 30. september 2014 00:01
Allir geta orðið meistarar "Meistaramánuður er í raun lífstílsátak þar sem fólk á öllum aldri skorar sjálft sig á hólm og reynir að bæta sig á einhvern hátt. Allir sem eru tilbúnir að setja sér einhver markmið og fylgja þeim eftir í einn mánuð geta tekið þátt,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson, einn stofnenda Meistaramánuðar. 1. október 2014 14:00
Allir með í Meistaramánuði Birta Björnsdóttir hefur að undanförnu sankað að sér hvetjandi og skemmtilegu efni sem tengist meistaramánuðinum á einhvern hátt. 29. september 2014 13:48
Skráning í Meistaramánuð hafin! Heilsuvísir hvetur sem flesta til að taka þátt. 23. september 2014 12:00
Munaður í Meistaramánuði Nú er Meistaramánuður og um að gera að setja sér háleit markmið, og auðvitað á það einnig við um ástarlífið. 1. október 2014 11:00