Evrópumótinu í hópfimleikum lauk í Laugardal í gær, en þar var mikið fjör og mikil stemning. Íslenska landsliðið lenti í öðru sæti eftir hetjulega baráttu við Svía.
Íslenska liðið endaði 684 stigum frá Svíunum sem unnu; Svíarnir enduðu með 60.150 stig á meðan Ísland fékk 59.466 stig.
Mikið var um dýrðir í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal sem var búið að breyta í fimleikahöll.
Andri Marinó, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var í Laugardalnum og tók þessar frábæru myndir sem má sjá hér að ofan.

