Indriði langtekjuhæstur Íslendinganna í Noregi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. október 2014 09:40 Indriði Sigurðsson, Birkir Már Sævarsson og Steinþór Freyr Þorsteinsson. Vísir/AFP/Getty Skattayfirvöld í Noregi birta í dag upplýsingar um tekjur og álagningu einstaklinga árið 2013 þar í landi. Norskir fjölmiðlar hafa tekið saman upplýsingar um leikmenn norsku úrvalsdeildarinnar en þeirra á meðal eru tólf íslenskir knattspyrnumenn. Indriði Sigurðsson, varnarmaður og fyrirliði Viking, er í sérflokki með rúmar 40 milljónir í árslaun og 22 milljónir í tekjur eftir skatta. Birkir Már Sævarsson kemur næstur með 24 milljónir og Steinþór Freyr Þorsteinsson og Pálmi Rafn Pálmason eru hvor með rétt um 20 milljónirnar. Indriði, sem er 33 ára, hefur verið á mála hjá Viking síðan 2009 en hann hélt utan í atvinnumennsku er hann gekk í raðir Lilleström árið 2000, þá átján ára gamall. Hann hélt til Genk í Belgíu árið 2003 en sneri aftur til Noregs þremur árum síðar og lék þá með Lyn í þrjú og hálft tímabil. Birkir Már er 29 ára og kom til Brann árið 2008 frá uppeldisfélagi sínu, Val. Pálmi Rafn kom sama ár frá Val til Stabæk en þaðan fór hann til Lilleström árið 2012. Steinþór Freyr hélt utan í atvinnumennsku árið 2010. Það skal tekið fram að þetta á aðeins við um leikmenn sem léku í Noregi á árinu 2013 og tekur mið af heildartekjum viðkomandi leikmanna á árinu. Útreikningar taka mið af núverandi gengi norsku krónunnar. Tekjur íslensku leikmannanna í Noregi: 1. Indriði Sigurðsson kr. 40.320.582 (kr. 22.083.267 eftir skatt) 2. Birkir Már Sævarsson kr. 24.287.059 (13.910.801) 3. Steinþór Freyr Þorsteinsson kr. 20.442.236 (11.915.076) 4. Pálmi Rafn Pálmason kr. 19.764.788 (11.603.831) 5. Kristján Örn Sigurðsson kr. 14.374.828 (8.331.567) 6. Matthías Vilhjálmsson kr. 13.473.014 (8.148.265) 7. Jón Daði Böðvarsson kr. 10.868.930 (6.704.285) 8. Guðmundur Kristjánsson kr. 10.781.941 (6.656.338) 9. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kr. 10.175.493 (6.377.142) 10. Andrés Már Jóhannesson kr. 7.430.609 (4.895.485) 11. Guðmundur Þórarinsson kr. 4.912.894 (3.223.753) 12. Þórarinn Ingi Valdimarsson kr. 4.636.157 (3.101.418) Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Skattayfirvöld í Noregi birta í dag upplýsingar um tekjur og álagningu einstaklinga árið 2013 þar í landi. Norskir fjölmiðlar hafa tekið saman upplýsingar um leikmenn norsku úrvalsdeildarinnar en þeirra á meðal eru tólf íslenskir knattspyrnumenn. Indriði Sigurðsson, varnarmaður og fyrirliði Viking, er í sérflokki með rúmar 40 milljónir í árslaun og 22 milljónir í tekjur eftir skatta. Birkir Már Sævarsson kemur næstur með 24 milljónir og Steinþór Freyr Þorsteinsson og Pálmi Rafn Pálmason eru hvor með rétt um 20 milljónirnar. Indriði, sem er 33 ára, hefur verið á mála hjá Viking síðan 2009 en hann hélt utan í atvinnumennsku er hann gekk í raðir Lilleström árið 2000, þá átján ára gamall. Hann hélt til Genk í Belgíu árið 2003 en sneri aftur til Noregs þremur árum síðar og lék þá með Lyn í þrjú og hálft tímabil. Birkir Már er 29 ára og kom til Brann árið 2008 frá uppeldisfélagi sínu, Val. Pálmi Rafn kom sama ár frá Val til Stabæk en þaðan fór hann til Lilleström árið 2012. Steinþór Freyr hélt utan í atvinnumennsku árið 2010. Það skal tekið fram að þetta á aðeins við um leikmenn sem léku í Noregi á árinu 2013 og tekur mið af heildartekjum viðkomandi leikmanna á árinu. Útreikningar taka mið af núverandi gengi norsku krónunnar. Tekjur íslensku leikmannanna í Noregi: 1. Indriði Sigurðsson kr. 40.320.582 (kr. 22.083.267 eftir skatt) 2. Birkir Már Sævarsson kr. 24.287.059 (13.910.801) 3. Steinþór Freyr Þorsteinsson kr. 20.442.236 (11.915.076) 4. Pálmi Rafn Pálmason kr. 19.764.788 (11.603.831) 5. Kristján Örn Sigurðsson kr. 14.374.828 (8.331.567) 6. Matthías Vilhjálmsson kr. 13.473.014 (8.148.265) 7. Jón Daði Böðvarsson kr. 10.868.930 (6.704.285) 8. Guðmundur Kristjánsson kr. 10.781.941 (6.656.338) 9. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kr. 10.175.493 (6.377.142) 10. Andrés Már Jóhannesson kr. 7.430.609 (4.895.485) 11. Guðmundur Þórarinsson kr. 4.912.894 (3.223.753) 12. Þórarinn Ingi Valdimarsson kr. 4.636.157 (3.101.418)
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Fleiri fréttir „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn