Endurbættur Laugardalsvöllur: Fjárfestar munu vilja peningana tilbaka Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar 16. október 2014 14:47 Svona gæti endurbættur Laugardalsvöllur litið út. Vísir/bj.snæ arkitektar Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, eiganda Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að draumur sambandsins væri 15 þúsund manna yfirbyggður völlur án hlaupabrautar með öðrum rekstri. Geir sagði jafnframt að til þess að þetta gæti orðið að veruleika yrðu einkafjárfestar að koma að verkefninu. Helgi segir í samtali við Vísi að það sé jákvætt að draga fjársterka aðila að þessari framkvæmd en menn verði að hafa í huga að fjárfestar vilji fá peninginn sinn til baka.Helgi S. Gunnarsson.Vísir/GVA„Það hefur tekið tíu ár að byggja upp rekstur Egilshallarinnar þannig að hann sé viðunandi og það hefur ekki gengið nema af því að þar innandyra eru fyrirtæki sem geta borgað háa leigu og síðan greiðir Reykjavíkurborg leigu fyrir afnot af knattspyrnuhúsinu í höllinni sem og gervigrasvöllum fyrir utan höllina,“ segir Helgi. Aðspurður segir Helgi að endurbætur KSÍ séu marga milljarða framkvæmd og að það geti tekið mörg ár að koma slíkri framkvæmd í gegn. „Aðalatriðið er þetta. Þeir fjárfestar sem komið gætu að þessu verkefni vilja fá peningana sína til baka. Rekstrargrundvöllur verkefnsins stendur og fellur með tryggum leigugreiðslum frá ríki og borg og síðan hversu sterk fyrirtæki verða staðsett í byggingunni, fyrirtæki með mikla veltu og eru traustir leigutakar,“ segir Helgi. Ljóst er að ekki verður auðvelt að fá ríki eða borg til að leggja mikla peninga í verkefnið. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, sagði í samtali við Vísi í morgun að þar á bæ biðu menn eftir fundi með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra. Illugi hefur sjálfur ekki svarað símtölum í dag. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Það verður ekki auðvelt fyrir Knattspyrnusamband Íslands að láta draum sinn rætast og laða fjárfesta að endurbótum á Laugardalsvelli, að sögn Helga S. Gunnarssonar, forstjóra Regins, eiganda Egilshallarinnar, sem er í núverandi mynd líkust því viðskiptamódeli sem KSÍ leggur til grundvallar fjármögnun endurbótanna. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði í samtali við Morgunblaðið í morgun að draumur sambandsins væri 15 þúsund manna yfirbyggður völlur án hlaupabrautar með öðrum rekstri. Geir sagði jafnframt að til þess að þetta gæti orðið að veruleika yrðu einkafjárfestar að koma að verkefninu. Helgi segir í samtali við Vísi að það sé jákvætt að draga fjársterka aðila að þessari framkvæmd en menn verði að hafa í huga að fjárfestar vilji fá peninginn sinn til baka.Helgi S. Gunnarsson.Vísir/GVA„Það hefur tekið tíu ár að byggja upp rekstur Egilshallarinnar þannig að hann sé viðunandi og það hefur ekki gengið nema af því að þar innandyra eru fyrirtæki sem geta borgað háa leigu og síðan greiðir Reykjavíkurborg leigu fyrir afnot af knattspyrnuhúsinu í höllinni sem og gervigrasvöllum fyrir utan höllina,“ segir Helgi. Aðspurður segir Helgi að endurbætur KSÍ séu marga milljarða framkvæmd og að það geti tekið mörg ár að koma slíkri framkvæmd í gegn. „Aðalatriðið er þetta. Þeir fjárfestar sem komið gætu að þessu verkefni vilja fá peningana sína til baka. Rekstrargrundvöllur verkefnsins stendur og fellur með tryggum leigugreiðslum frá ríki og borg og síðan hversu sterk fyrirtæki verða staðsett í byggingunni, fyrirtæki með mikla veltu og eru traustir leigutakar,“ segir Helgi. Ljóst er að ekki verður auðvelt að fá ríki eða borg til að leggja mikla peninga í verkefnið. Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR, sagði í samtali við Vísi í morgun að þar á bæ biðu menn eftir fundi með Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra. Illugi hefur sjálfur ekki svarað símtölum í dag.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00 ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Vilja yfirbyggða stúku og hlaupabrautina burt KSÍ vill byggja stúku allan hringinn í kringum Laugardalsvöll og losna við hlaupabrautina. 16. október 2014 10:00
ÍTR: Ekkert gerist án aðkomu ríkisins ÍTR er ekki mótfallið hugmyndum um nýjan yfirbyggðan Laugardalsvöll. 16. október 2014 11:30