Hljómsveitin samdi við 12 Tóna á Íslandi og Imperial Records í Japan um útgáfu á plötunni. Coolboy kemur út 29. október í Japan og 3. nóvember á Íslandi, en nú er hægt að forpanta plötuna á vefsíðu 12 Tóna.
Coolboy samanstendur af níu nýjum lögum sem tekin voru upp í Sundlauginni og Studio 1. Oyama fengu Pétur Ben inn í ferlið sem pródúser og Coolboy var mixuð af Magnúsi Øder Kristinssyni og masteruð af Glenn Shick.
Lagalisti Coolboy:
1. Old Snow
2. The Right Amount
3. The Cat Has Thirst
4. Another Day
5. Overflow
6. Siblings
7. Lung Breathers
8. Don't Be Sad Because of People, They Will All Die
9. Sweet Ride
Í kjölfar útgáfu Coolboy munu Oyama koma fram á Airwaves-hátíðinni í nóvember auk þess sem fyrirhugaðir útgáfutónleikar eru í bígerð og verður tilkynnt um þá síðar.
Jafnframt fer hljómsveitin í tónleikaferðalag um Japan til að fylgja eftir útgáfu Coolboy þar í landi. Meðal staðfestra tónleika er framkoma á Hokuo, norrænni tónleikahátíð í Tokyo, auk tveggja annara tónleika þar, en auk þess kemur hljómsveitin fram á tónleikum í Osaka með “Íslandsvinunum” í japönsku sveitinni Vampillia sem er afar þekkt nafn þar ytra.