Hazel Jones fæddist með tvö leggöng og tvö leg. Hún fæddist með eitthvað sem kallast „uterus didelphys“. Oft verða önnur leggöngin „aðal“ leggöngin og hitt þá minna. Hins vegar er hægt að verða ófrísk í bæði leggöngin og ganga með fóstur í báðum legum, á sama tíma, og tæknilega fætt úr sitthvoru leginu. Til eru dæmi um slíkt.
Oft uppgvötast þetta ekki fyrr en stúlka er komin á kynþroskaskeiðið þegar blæðingar verða óvenjumiklar eða þegar þær lenda í vandræðum með getnað eða jafnvel þegar bólfélagi bendir á það.
Í þessu myndbandi ráðfærir Hazel sig við lækni og undirgengst skoðun.