Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2014 22:09 Arjen Robben reynir að komast framhjá Ara Frey. vísir/villi Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum. „Þetta eru vonbrigði. Auðvitað vildum við vinna leikinn en það ber að hrósa Íslandi sem vann vel fyrir sigrinum en við hjálpuðum þeim með mörkunum sem þeir skoruðu. Það voru tvær gjafir frá okkur,“ sagði Arjen Robben sem átti í vandræðum á hægri kantinum fyrir Holland í kvöld. „Þegar maður gefur svona mörk þá gerir maður sér hlutina full erfiða. „Íslendingar komu ekkert á óvart. Við vissum fyrir leikinn að þeir væru með mjög gott lið. En þetta snýst ekki bara um Ísland heldur líka um Holland. „Við lékum ekki vel með boltann. Við fengum ekkert pláss og náðum ekki að skapa okkur pláss. Við náðum ekki koma boltanum á fremstu menn í góðum stöðum. Þá verður þetta erfitt en enn frekar svo ef þú gefur tvö mörk,“ sagði Robben sem sá enga ástæðu til að gagnrýna stífan varnarleik Íslands. „Það er þeirra réttur að leika svona. Það ber að hrósa þeim fyrir að verjast vel. Ef þeir verjast vel þá verðum við að tryggja að við fáum ekki á okkur mark og alls ekki að gefa mark svona auðveldlega. „Við skulum samt hafa á hreinu að við vinnum sem lið og við töpum sem lið. Það er engin ástæða til að benda á hvern annan eða benda á varnarmennina og hvern sem gerði mistök. „Við fengum þrjú mjög góð færi í fyrri háflleik og hefðum átt að skora. Við töpuðum sem lið. „Staðan í riðlinum er ekki góð og við megum ekki hætta. Það á eftir að leika marga leiki en Ísland og Tékkland með 9 stig eru í góðri stöðu. Við erum búnir að mæta þeim báðum á útivelli okkur má ekki mistakast aftur,“ sagði Robben. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum. „Þetta eru vonbrigði. Auðvitað vildum við vinna leikinn en það ber að hrósa Íslandi sem vann vel fyrir sigrinum en við hjálpuðum þeim með mörkunum sem þeir skoruðu. Það voru tvær gjafir frá okkur,“ sagði Arjen Robben sem átti í vandræðum á hægri kantinum fyrir Holland í kvöld. „Þegar maður gefur svona mörk þá gerir maður sér hlutina full erfiða. „Íslendingar komu ekkert á óvart. Við vissum fyrir leikinn að þeir væru með mjög gott lið. En þetta snýst ekki bara um Ísland heldur líka um Holland. „Við lékum ekki vel með boltann. Við fengum ekkert pláss og náðum ekki að skapa okkur pláss. Við náðum ekki koma boltanum á fremstu menn í góðum stöðum. Þá verður þetta erfitt en enn frekar svo ef þú gefur tvö mörk,“ sagði Robben sem sá enga ástæðu til að gagnrýna stífan varnarleik Íslands. „Það er þeirra réttur að leika svona. Það ber að hrósa þeim fyrir að verjast vel. Ef þeir verjast vel þá verðum við að tryggja að við fáum ekki á okkur mark og alls ekki að gefa mark svona auðveldlega. „Við skulum samt hafa á hreinu að við vinnum sem lið og við töpum sem lið. Það er engin ástæða til að benda á hvern annan eða benda á varnarmennina og hvern sem gerði mistök. „Við fengum þrjú mjög góð færi í fyrri háflleik og hefðum átt að skora. Við töpuðum sem lið. „Staðan í riðlinum er ekki góð og við megum ekki hætta. Það á eftir að leika marga leiki en Ísland og Tékkland með 9 stig eru í góðri stöðu. Við erum búnir að mæta þeim báðum á útivelli okkur má ekki mistakast aftur,“ sagði Robben.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Emil leggur skóna á hilluna Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira