Robben: Hrósa Íslandi fyrir góðan varnarleik Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 13. október 2014 22:09 Arjen Robben reynir að komast framhjá Ara Frey. vísir/villi Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum. „Þetta eru vonbrigði. Auðvitað vildum við vinna leikinn en það ber að hrósa Íslandi sem vann vel fyrir sigrinum en við hjálpuðum þeim með mörkunum sem þeir skoruðu. Það voru tvær gjafir frá okkur,“ sagði Arjen Robben sem átti í vandræðum á hægri kantinum fyrir Holland í kvöld. „Þegar maður gefur svona mörk þá gerir maður sér hlutina full erfiða. „Íslendingar komu ekkert á óvart. Við vissum fyrir leikinn að þeir væru með mjög gott lið. En þetta snýst ekki bara um Ísland heldur líka um Holland. „Við lékum ekki vel með boltann. Við fengum ekkert pláss og náðum ekki að skapa okkur pláss. Við náðum ekki koma boltanum á fremstu menn í góðum stöðum. Þá verður þetta erfitt en enn frekar svo ef þú gefur tvö mörk,“ sagði Robben sem sá enga ástæðu til að gagnrýna stífan varnarleik Íslands. „Það er þeirra réttur að leika svona. Það ber að hrósa þeim fyrir að verjast vel. Ef þeir verjast vel þá verðum við að tryggja að við fáum ekki á okkur mark og alls ekki að gefa mark svona auðveldlega. „Við skulum samt hafa á hreinu að við vinnum sem lið og við töpum sem lið. Það er engin ástæða til að benda á hvern annan eða benda á varnarmennina og hvern sem gerði mistök. „Við fengum þrjú mjög góð færi í fyrri háflleik og hefðum átt að skora. Við töpuðum sem lið. „Staðan í riðlinum er ekki góð og við megum ekki hætta. Það á eftir að leika marga leiki en Ísland og Tékkland með 9 stig eru í góðri stöðu. Við erum búnir að mæta þeim báðum á útivelli okkur má ekki mistakast aftur,“ sagði Robben. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira
Arjen Robben hrósaði íslenska liðinu fyrir góðan varnarleik eftir 2-0 sigur Íslands á Hollandi í kvöld en sagði jafnframt að Holland hafi gefið Íslandi tvö mörk í leiknum. „Þetta eru vonbrigði. Auðvitað vildum við vinna leikinn en það ber að hrósa Íslandi sem vann vel fyrir sigrinum en við hjálpuðum þeim með mörkunum sem þeir skoruðu. Það voru tvær gjafir frá okkur,“ sagði Arjen Robben sem átti í vandræðum á hægri kantinum fyrir Holland í kvöld. „Þegar maður gefur svona mörk þá gerir maður sér hlutina full erfiða. „Íslendingar komu ekkert á óvart. Við vissum fyrir leikinn að þeir væru með mjög gott lið. En þetta snýst ekki bara um Ísland heldur líka um Holland. „Við lékum ekki vel með boltann. Við fengum ekkert pláss og náðum ekki að skapa okkur pláss. Við náðum ekki koma boltanum á fremstu menn í góðum stöðum. Þá verður þetta erfitt en enn frekar svo ef þú gefur tvö mörk,“ sagði Robben sem sá enga ástæðu til að gagnrýna stífan varnarleik Íslands. „Það er þeirra réttur að leika svona. Það ber að hrósa þeim fyrir að verjast vel. Ef þeir verjast vel þá verðum við að tryggja að við fáum ekki á okkur mark og alls ekki að gefa mark svona auðveldlega. „Við skulum samt hafa á hreinu að við vinnum sem lið og við töpum sem lið. Það er engin ástæða til að benda á hvern annan eða benda á varnarmennina og hvern sem gerði mistök. „Við fengum þrjú mjög góð færi í fyrri háflleik og hefðum átt að skora. Við töpuðum sem lið. „Staðan í riðlinum er ekki góð og við megum ekki hætta. Það á eftir að leika marga leiki en Ísland og Tékkland með 9 stig eru í góðri stöðu. Við erum búnir að mæta þeim báðum á útivelli okkur má ekki mistakast aftur,“ sagði Robben.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Enski boltinn Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Enski boltinn Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Fótbolti Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Körfubolti Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Fótbolti Öllu búin skildi snjóspáin raungerast Fótbolti „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Túfa rekinn frá Val Íslenski boltinn „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Fótbolti Heimir kynntur til leiks í Árbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Sverrir fyrirliði og maður leiksins í fyrsta leik Benítez Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Real vann í mögnuðum El Clásico Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Sjá meira