Innihaldsríkara líf í núvitund Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 14. október 2014 07:30 Vísir/Getty Mindfulness eða núvitund er hugleiðsluaðferð sem hefur notið mikilla vinsælda á síðustu árum. Núvitund er viðurkennd aðferð við kvíða og þunglyndi og er mikið notuð af sálfræðingum um allan heim. Það er þó ekki eingöngu hægt að nota þessa aðferð til þess að hugleiða heldur er hægt að yfirfæra núvitund á flesta þætti lífsins og læra að lifa í augnablikinu. Að iðka núvitund er talið geta hjálpað til við streitustjórnun, kvíða og einbeitingu. Hér koma 7 ráð fyrir þá sem vilja læra að lifa í núinu.Farðu í göngutúr og upplifðu á nýjan háttPrófaðu að fara í stuttan göngutúr á hverjum degi og ekki gera neitt nema bara ganga um og horfa í kringum þig. Þú munt eflaust sjá eitthvað fallegt og merkilegt á leiðinni sem þú hefur aldrei tekið eftir áður, jafnvel þó að það sé í þinni eigin götu.Drekktu nægan vökvaPassaðu að drekka nóg vatn á hverjum degi, minnst átta vatnsglös á dag. Það er mikilvægt fyrir andega og líkamlega heilsu að fá nægan vökva. Hugsaðu vel um líkama þinn og sýndu honum virðinguna sem hann á skilið.Taktu þér góðan tíma í að borða Prófaðu að einbeita þér að því að setjast niður, borða og gera ekkert annað á meðan. Skoðaðu matinn, tyggðu hægt og spáðu í bragði og áferð. Njóttu þess að borða án þess að vera með áreiti frá sjónvarpi eða vera borða á fleygiferð.Hlustaðu á tónlistTaktu meðvitaða ákvörðun um að hlusta á tónlist sem lætur þér líða vel og hreyfir við þér. Prófaðu að gera ekkert annað en bara hlusta og njóta fallegu tónanna.Haltu dagbókTaktu þér nokkrar mínútur fyrir svefninn og skrifaðu stutta dagbókarfærslu um hvernig þér líður á því augnabliki. Það hjálpar þér að komast í tengsl við tilfinningar þínar og þú verður meðvitaðari um eigin líðan að hverju sinni.Dragðu djúpt andannTaktu tíma frá nokkrum sinnum á dag til þess að gera stuttar öndunaræfingar. Andaðu inn um nefið og langt niður í maga og andaðu svo hægt út um munninn. Slíkar öndunaræfingar geta hjálpað þér að slaka á og einbeita þér betur. Andlega líðanin verður betri fyrir vikið yfir daginn og þú ert meira til staðar.Slökktu á símanum eða settu hann á flugstillinguFrelsaðu þig frá þeim truflunum sem snjallsíminn getur haft í för með sér og einbeittu þér að félagskapnum sem þú ert í. Hvort sem þú ert á fundi eða að hitta vini á kaffihúsi. Þú nýtur stundanna betur, getur frekar einbeitt þér og fólk kann að meta það þegar því er sýnd athygli. Heilsa Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um hugleiðslu Mikil vitundarvakning hefur orðið á síðustu árum um mikilvægi þess að taka sér tíma til að slaka á og umræða um hugleiðslu og jóga hefur aukist verulega. 9. október 2014 09:00 5 ástæður þess að þú ættir að byrja að stunda hugleiðslu Vinsældir hugleiðslu í hinum vestræna heimi eru sívaxandi enda afar dýrmætt að geta staldrað við í amstri dagsins og upplifað innri frið. 24. ágúst 2014 16:00 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Mindfulness eða núvitund er hugleiðsluaðferð sem hefur notið mikilla vinsælda á síðustu árum. Núvitund er viðurkennd aðferð við kvíða og þunglyndi og er mikið notuð af sálfræðingum um allan heim. Það er þó ekki eingöngu hægt að nota þessa aðferð til þess að hugleiða heldur er hægt að yfirfæra núvitund á flesta þætti lífsins og læra að lifa í augnablikinu. Að iðka núvitund er talið geta hjálpað til við streitustjórnun, kvíða og einbeitingu. Hér koma 7 ráð fyrir þá sem vilja læra að lifa í núinu.Farðu í göngutúr og upplifðu á nýjan háttPrófaðu að fara í stuttan göngutúr á hverjum degi og ekki gera neitt nema bara ganga um og horfa í kringum þig. Þú munt eflaust sjá eitthvað fallegt og merkilegt á leiðinni sem þú hefur aldrei tekið eftir áður, jafnvel þó að það sé í þinni eigin götu.Drekktu nægan vökvaPassaðu að drekka nóg vatn á hverjum degi, minnst átta vatnsglös á dag. Það er mikilvægt fyrir andega og líkamlega heilsu að fá nægan vökva. Hugsaðu vel um líkama þinn og sýndu honum virðinguna sem hann á skilið.Taktu þér góðan tíma í að borða Prófaðu að einbeita þér að því að setjast niður, borða og gera ekkert annað á meðan. Skoðaðu matinn, tyggðu hægt og spáðu í bragði og áferð. Njóttu þess að borða án þess að vera með áreiti frá sjónvarpi eða vera borða á fleygiferð.Hlustaðu á tónlistTaktu meðvitaða ákvörðun um að hlusta á tónlist sem lætur þér líða vel og hreyfir við þér. Prófaðu að gera ekkert annað en bara hlusta og njóta fallegu tónanna.Haltu dagbókTaktu þér nokkrar mínútur fyrir svefninn og skrifaðu stutta dagbókarfærslu um hvernig þér líður á því augnabliki. Það hjálpar þér að komast í tengsl við tilfinningar þínar og þú verður meðvitaðari um eigin líðan að hverju sinni.Dragðu djúpt andannTaktu tíma frá nokkrum sinnum á dag til þess að gera stuttar öndunaræfingar. Andaðu inn um nefið og langt niður í maga og andaðu svo hægt út um munninn. Slíkar öndunaræfingar geta hjálpað þér að slaka á og einbeita þér betur. Andlega líðanin verður betri fyrir vikið yfir daginn og þú ert meira til staðar.Slökktu á símanum eða settu hann á flugstillinguFrelsaðu þig frá þeim truflunum sem snjallsíminn getur haft í för með sér og einbeittu þér að félagskapnum sem þú ert í. Hvort sem þú ert á fundi eða að hitta vini á kaffihúsi. Þú nýtur stundanna betur, getur frekar einbeitt þér og fólk kann að meta það þegar því er sýnd athygli.
Heilsa Tengdar fréttir Allt sem þú þarft að vita um hugleiðslu Mikil vitundarvakning hefur orðið á síðustu árum um mikilvægi þess að taka sér tíma til að slaka á og umræða um hugleiðslu og jóga hefur aukist verulega. 9. október 2014 09:00 5 ástæður þess að þú ættir að byrja að stunda hugleiðslu Vinsældir hugleiðslu í hinum vestræna heimi eru sívaxandi enda afar dýrmætt að geta staldrað við í amstri dagsins og upplifað innri frið. 24. ágúst 2014 16:00 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Allt sem þú þarft að vita um hugleiðslu Mikil vitundarvakning hefur orðið á síðustu árum um mikilvægi þess að taka sér tíma til að slaka á og umræða um hugleiðslu og jóga hefur aukist verulega. 9. október 2014 09:00
5 ástæður þess að þú ættir að byrja að stunda hugleiðslu Vinsældir hugleiðslu í hinum vestræna heimi eru sívaxandi enda afar dýrmætt að geta staldrað við í amstri dagsins og upplifað innri frið. 24. ágúst 2014 16:00