Kia ákveður smíði stórs lúxusbíls Finnur Thorlacius skrifar 10. október 2014 10:03 Kia Concept GT er rennilegur sportbíll. S-kóreski bílasmiðurinn Kia er aðallega þekktur fyrir smíði minni bíla og jepplinga nú á seinni árum. Kia ætlar nú að ryðjast inná nýtt svið með smíði fjögurra dyra „coupe“ bíls, bíll sem verður í stærri kantinum af slíkum bílum og keppa á við bíla eins og Audi A7 og Porsche Panamera. Það þýðir að hann verður hlaðinn lúxus en Kia ætlar að verðleggja þennan bíl nokkuð undir samkeppninni. Þessi bíll verður smíðaður á grunni GT Concept bílsins sem Kia sýndi á bílasýningunni í Frankfürt árið 2011. Þessum bíl verður aðallega beint að kaupendum í Bandaríkjunum, en þó er líklegt að dísilútgáfa hans verði einnig í boði í Evrópu. Fjögurra dyra „coupe“ bílar hafa ekki átt stóran hluta af bílamarkaðnum á undanförnum áratugum, en virðast vera að sækja í sig veðrið á undanförnum árum. Minnir þessi þróun á velgengni „retro“ bíla fyrir um 15 árum þar sem hönnun þeirra minnti á mun eldri bíla sem vinsælir voru um miðbik síðustu aldar. Þessi nýi bíll Kia mun fá 3,3 lítra V6 bensínvél sem er 389 hestöfl og drífur afturhjólin eingöngu gegnum 8 gíra sjálfskiptingu. Tilraunbíllinn GT Concept er með hurðir sem opnast í öfuga átt, eða með svokallað „suicide“ hurðafyrirkomulag. Framleiðslubíllinn mun þó ekki verða þannig, heldur með hefðbundnar hurðir. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent
S-kóreski bílasmiðurinn Kia er aðallega þekktur fyrir smíði minni bíla og jepplinga nú á seinni árum. Kia ætlar nú að ryðjast inná nýtt svið með smíði fjögurra dyra „coupe“ bíls, bíll sem verður í stærri kantinum af slíkum bílum og keppa á við bíla eins og Audi A7 og Porsche Panamera. Það þýðir að hann verður hlaðinn lúxus en Kia ætlar að verðleggja þennan bíl nokkuð undir samkeppninni. Þessi bíll verður smíðaður á grunni GT Concept bílsins sem Kia sýndi á bílasýningunni í Frankfürt árið 2011. Þessum bíl verður aðallega beint að kaupendum í Bandaríkjunum, en þó er líklegt að dísilútgáfa hans verði einnig í boði í Evrópu. Fjögurra dyra „coupe“ bílar hafa ekki átt stóran hluta af bílamarkaðnum á undanförnum áratugum, en virðast vera að sækja í sig veðrið á undanförnum árum. Minnir þessi þróun á velgengni „retro“ bíla fyrir um 15 árum þar sem hönnun þeirra minnti á mun eldri bíla sem vinsælir voru um miðbik síðustu aldar. Þessi nýi bíll Kia mun fá 3,3 lítra V6 bensínvél sem er 389 hestöfl og drífur afturhjólin eingöngu gegnum 8 gíra sjálfskiptingu. Tilraunbíllinn GT Concept er með hurðir sem opnast í öfuga átt, eða með svokallað „suicide“ hurðafyrirkomulag. Framleiðslubíllinn mun þó ekki verða þannig, heldur með hefðbundnar hurðir.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent