Tekjur ríkissjóðs af Iceland Airwaves er hálfur milljarður Jakob Bjarnar skrifar 28. október 2014 11:03 Grímur Atlason hefur verið framkvæmdastjóri Iceland Airwaves frá 2010. Vísir/Arnþór Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves Music Festival (IA), segir að tónlistarhátíðin sem hefst í næstu viku skili þjóðarbúinu tveimur milljörðum í formi gjaldeyristekna og hálfur milljarður renni beint í ríkissjóð. Hátíðin, sem hefst miðvikudaginn 5. nóvember, stendur í fimm daga eða til sunnudags Meðal þeirra sem koma fram á IA í ár eru: FM Belfast, Kaleo, Hozier, Flaming Lips. The Knife, Ásgeir, War on Drugs, Anna Calvi, Jungle og 209 önnur atriði. „Þar koma fram 219 tónlistaratriði sem koma víða að en þó er uppistaðan íslensk. Það að þessi flokkur tónlistarmanna komi saman og haldi nokkra tónleika í Reykjavík um hávetur skilar ríkissjóði hálfum milljarði. Að auki renna í þjóðarbúið 2 milljarðar í gjaldeyristekjum. Starfsmennirnir sem skipuleggja þennan viðburð eru tveir og hálfur á ársgrundvelli. Landkynningin sem þessi gjörningur skilar verður vart mældur í krónum og aurum. Hingað koma tugir fréttamiðla frá öllum heimshornum til að gera viðburðinum skil. Ég segi nú bara takk fyrir þetta tónlistarmenn!“ Grímur vekur athygli á þessu ekki síst vegna þess að honum þykir skjóta skökku við að tónlistarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tæpa viku án þess að það þyki neitt tiltökumál. „Verkfall lækna veldur meiri áhyggjum almennt enda meira aðkallandi mál svona í hér og núinu. En mig langar að ítreka að samfélög eru ekkert ef þar þrífst ekki menning. Ég hef á netinu rekist á háðsglósur í garð tónlistarkennara og listamanna. Listamannalaunin og Vestmannaeyjar eru auðvitað hin endalausa vitleysa. Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er skammsýnt þegar kemur að menningu og listum. Fussað og sveiað yfir afætunum sem gera ekkert annað en að strjúka nótnaborð, plokka strengi svo ekki sé talað um lyklaborðspikkarana,“ segir Grímur sem telur að þeir sem ekki átti sig á mikilvægi lista og menningar séu skammsýnir. „Ég er endalaust þakklátur fyrir það fólk sem helgar sig menningu og listum. Án þess biði mín og án efa flestra annarra andleg eyðimörk,“ segir Grímur. En, jafnvel þó þetta sé bara hugsað í krónum og aurum, þá sé þessi nú staðreyndin, að skapandi listir séu skapi áþreifanleg verðmæti. Um það á ekki að þurfa að deila. Airwaves Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves Music Festival (IA), segir að tónlistarhátíðin sem hefst í næstu viku skili þjóðarbúinu tveimur milljörðum í formi gjaldeyristekna og hálfur milljarður renni beint í ríkissjóð. Hátíðin, sem hefst miðvikudaginn 5. nóvember, stendur í fimm daga eða til sunnudags Meðal þeirra sem koma fram á IA í ár eru: FM Belfast, Kaleo, Hozier, Flaming Lips. The Knife, Ásgeir, War on Drugs, Anna Calvi, Jungle og 209 önnur atriði. „Þar koma fram 219 tónlistaratriði sem koma víða að en þó er uppistaðan íslensk. Það að þessi flokkur tónlistarmanna komi saman og haldi nokkra tónleika í Reykjavík um hávetur skilar ríkissjóði hálfum milljarði. Að auki renna í þjóðarbúið 2 milljarðar í gjaldeyristekjum. Starfsmennirnir sem skipuleggja þennan viðburð eru tveir og hálfur á ársgrundvelli. Landkynningin sem þessi gjörningur skilar verður vart mældur í krónum og aurum. Hingað koma tugir fréttamiðla frá öllum heimshornum til að gera viðburðinum skil. Ég segi nú bara takk fyrir þetta tónlistarmenn!“ Grímur vekur athygli á þessu ekki síst vegna þess að honum þykir skjóta skökku við að tónlistarkennarar hafa nú verið í verkfalli í tæpa viku án þess að það þyki neitt tiltökumál. „Verkfall lækna veldur meiri áhyggjum almennt enda meira aðkallandi mál svona í hér og núinu. En mig langar að ítreka að samfélög eru ekkert ef þar þrífst ekki menning. Ég hef á netinu rekist á háðsglósur í garð tónlistarkennara og listamanna. Listamannalaunin og Vestmannaeyjar eru auðvitað hin endalausa vitleysa. Það er með ólíkindum hvað sumt fólk er skammsýnt þegar kemur að menningu og listum. Fussað og sveiað yfir afætunum sem gera ekkert annað en að strjúka nótnaborð, plokka strengi svo ekki sé talað um lyklaborðspikkarana,“ segir Grímur sem telur að þeir sem ekki átti sig á mikilvægi lista og menningar séu skammsýnir. „Ég er endalaust þakklátur fyrir það fólk sem helgar sig menningu og listum. Án þess biði mín og án efa flestra annarra andleg eyðimörk,“ segir Grímur. En, jafnvel þó þetta sé bara hugsað í krónum og aurum, þá sé þessi nú staðreyndin, að skapandi listir séu skapi áþreifanleg verðmæti. Um það á ekki að þurfa að deila.
Airwaves Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira