Körfubolti

Í 109. sinn sem Páll Axel skorar fjóra þrista í leik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Páll Axel Vilbergsson varð í gær fyrstur til að skora þúsund þriggja stiga körfur í úrvalsdeild karla í körfubolta en hann setti niður þúsundasta þristinn á móti Snæfelli í þriðju umferð Dominos-deildar karla í Borgarnesi í gærkvöldi.

Páll Axel skoraði alls fjórar þriggja stiga körfur í leiknum þar af þrist númer 999 og 1000 með 50 sekúndna millibili í öðrum leikhlutanum.

Páll Axel hefur nú skorað 1002 þriggja stiga körfur í 388 leikjum en í 109 af þessum leikjum hefur Páll Axel skorað fjóra þrista eða fleiri líkt og í gær.

Páll Axel hefur skorað fleiri þrista með hverjum leik í fyrstu þremur umferðum Dominos-deildarinnar á þessu tímabili. Hann skoraði tvær í fyrsta leiknum, þrjár í öðrum leiknum og svo fjórar í gær.

Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tímabil Páls Axels í úrvalsdeild og hversu marga leiki hann hefur sett niður fjórar þrista eða fleiri.

Leikir Páls Axels með fjóra þrista eða meira í úrvalsdeild karla:

1993-1994    Grindavík    0 leikir

1994-1995    Grindavík    0

1995-1996    Grindavík    0

1996-1997    Grindavík    3

1997-1998    Skallagrímur    4

1998-1999    Grindavík    7

2000-2001    Grindavík    8

2001-2002    Grindavík    6

2002-2003    Grindavík    3

2003-2004    Grindavík    11

2004-2005    Grindavík    9

2005-2006    Grindavík    12

2006-2007    Grindavík    10

2007-2008    Grindavík    10

2008-2009    Grindavík    4

2009-2010    Grindavík    7

2010-2011    Grindavík    4

2011-2012    Grindavík    1

2012-2013    Skallagrímur    2

2013-2014    Skallagrímur    7

2014-2015    Skallagrímur    1

1994-2014 Grindavík/Skallagr.    109


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×