Körfubolti

Hafþór Ingi: Stóri hundurinn verður að fá sér nokkra poka af Gevalia

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hafþór Ingi Gunnarsson.
Hafþór Ingi Gunnarsson. Vísir/Stefán
Hafþór Ingi Gunnarsson hefur leikið fyrir bæði Snæfell og Skallagrím í úrvalsdeild karla í körfubolta en í kvöld mætast liðin í 3. umferð Dominos-deildar karla og verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport.

Hafþór Ingi var tekinn í spjall á karfan.is þar sem hann spáði í leik kvöldsins og fór yfir einvígin sem verða mest áberandi í leiknum.

„Mér finnst Snæfell hafa yfirhöndina. Skallar sakna Egils. Reyndar veit ég ekki hvort hann verður með í kvöld en ef hann verður ekki með þá verður stóri hundurinn Tracy að fá sér nokkra poka af Gevalia fyrir leikinn. Snæfell er með meira kjöt undir körfunni og með fínar skyttur á móti svæðisvörn Skallana," sagði Hafþór Ingi um lið Snæfells.

„Ef maður horfir yfir leikmannahóp Skallana er það nú kannski réttmæt spá. Ungir leikmenn í bland við Paxel og Tracy og býst ég við erfiðum vetri. En þeir verða að vinna sína heimaleiki. Sýna góða frammistöðu fyrir framan fólkið í Fjósinu og sína smá baráttu og "attitude". Láta Fjósið vera erfiðan stað til að koma á. Erfiðasta heimavöll á landinu," sagði Hafþór Ingi um lið Skallagríms.

Það er hægt að sjá allt viðtalið við Hafþór Inga með því að smella hér. „Ég spái skemmtilegum leik með skemmtilegu fólki í skemmtilegu umhverfi með dass af geðveiki," sagði Hafþór Ingi að lokum.

Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður eins og áður sagði í beinni á Stöð 2 Sport.


Tengdar fréttir

Pétur vann Snæfell síðast fyrir níu árum

Pétur Ingvarsson tók við liði Skallagríms fyrir tímabilið og stýrir sínum mönnum á móti Snæfelli í kvöld í 3. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn hefst klukkan 19.15 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Snæfell hefur ekki tapað í "Fjósinu" í tæp sjö ár

Skallagrímur og Snæfell mætast í kvöld í Vesturlandsslag í 3. umferð Dominos-deildar karla í körfubolta en leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hann klukkan 19.15.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×