Bilið örmjótt milli þriggja stærstu bílaframleiðendanna Finnur Thorlacius skrifar 27. október 2014 12:43 Toyota er enn söluhæsti bílaframleiðandi heims. Það er alls ekki ljóst hvort Toyota, Volkswagen eða General Motors verður stærsti bílaframleiðandi heims við enda þessa árs, þó svo Toyota sé ennþá líklegast til að halda þeim titli. Toyota hefur selt 7,6 milljónir bíla fyrstu 9 mánuði ársins, Volkswagen 7,4 milljónir og GM 7,37 milljónir bíla. Toyota hefur aukið söluna um 3% á þessum 9 mánuðum, en á meðan jókst sala GM um 2%. Í tölum Toyota er einnig sala Lexus bíla, Hino Motors og Daihatsu. Volkswagen hefur birt sölutölur án sölu á trukkamerkjum fyrirtækisins og því gæti sala Volkswagen bílasamsteypunnar verið á pari við Toyota eða jafnvel orðin meiri. Öllum þessum bílaframleiðendum gekk vel að selja bíla í Bandaríkjunum og Kína. Toyota hefur gengið einstaklega vel í Bandaríkjunum á þessu ári en Volkswagen í Kína. Líklegt er að báðum þessum fyrirtækjum lukkist að selja yfir 10 milljónir bíla á þessu ári, en hvort þeirra verður söluhærra leiðir sala næstu þriggja mánaða í ljós. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent
Það er alls ekki ljóst hvort Toyota, Volkswagen eða General Motors verður stærsti bílaframleiðandi heims við enda þessa árs, þó svo Toyota sé ennþá líklegast til að halda þeim titli. Toyota hefur selt 7,6 milljónir bíla fyrstu 9 mánuði ársins, Volkswagen 7,4 milljónir og GM 7,37 milljónir bíla. Toyota hefur aukið söluna um 3% á þessum 9 mánuðum, en á meðan jókst sala GM um 2%. Í tölum Toyota er einnig sala Lexus bíla, Hino Motors og Daihatsu. Volkswagen hefur birt sölutölur án sölu á trukkamerkjum fyrirtækisins og því gæti sala Volkswagen bílasamsteypunnar verið á pari við Toyota eða jafnvel orðin meiri. Öllum þessum bílaframleiðendum gekk vel að selja bíla í Bandaríkjunum og Kína. Toyota hefur gengið einstaklega vel í Bandaríkjunum á þessu ári en Volkswagen í Kína. Líklegt er að báðum þessum fyrirtækjum lukkist að selja yfir 10 milljónir bíla á þessu ári, en hvort þeirra verður söluhærra leiðir sala næstu þriggja mánaða í ljós.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent