Hljómsveitin Sykur gefur út nýtt lag í dag sem heitir Strange Loop. Hægt verður að niðurhala laginu ókeypis á heimsíðu sveitarinnar frá og með deginum í dag og fram yfir tónlistarhátíðina Iceland Airwaves sem lýkur 9. nóvember.
Hljómsveitina Sykur skipa þau Agnes Björt Andradóttir, Stefán Finnbogason, Halldór Eldjárn og Kristján Eldjárn.
Sykur heldur tvenna tónleika á Iceland Airwaves, annars vegar á Slippbarnum 7. nóvember og hins vegar í Gamla bíói, einnig 7. nóvember.
Hægt er að niðurhala nýja laginu hér.
