Yfirmenn Honda taka á sig launalækkun vegna afturkallana Finnur Thorlacius skrifar 24. október 2014 12:03 Honda Jazz. Yfirleitt taka yfirmenn fyrirtækja ekki á sig mikla ábyrgð vegna mistaka. Þannig er þetta ekki á bæ Honda í Japan. Þar hafa yfirmenn nú tekið á sig allt að 20% launalækkun vegna afturköllunar á Honda Jazz bílnum, en bílar af þeirri gerð hafa 5 sinnum verið afturkallaðir vegna galla í bílunum. Þessir gallar hafa ekki orðið til slysa eða dauðsfalla, en hefur engu að síður kostað Honda mikið. Yfirmaður framleiðslu Honda Jazz lækkar í launum um 20% og 10 undirmenn hans taka á sig 10% launalækkun vegna gallanna. Þá hefur Honda búið til ný störf til að gæta að gæðum sinna bíla í kjölfar þessara afturkallana. Það er ekki tekið út með sældinni að gera mistök við vinnu sína í Japan og mættu vestrænar þjóðir ef til vill taka þessa afstöðu þeirra til fyrirmyndar. Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Yfirleitt taka yfirmenn fyrirtækja ekki á sig mikla ábyrgð vegna mistaka. Þannig er þetta ekki á bæ Honda í Japan. Þar hafa yfirmenn nú tekið á sig allt að 20% launalækkun vegna afturköllunar á Honda Jazz bílnum, en bílar af þeirri gerð hafa 5 sinnum verið afturkallaðir vegna galla í bílunum. Þessir gallar hafa ekki orðið til slysa eða dauðsfalla, en hefur engu að síður kostað Honda mikið. Yfirmaður framleiðslu Honda Jazz lækkar í launum um 20% og 10 undirmenn hans taka á sig 10% launalækkun vegna gallanna. Þá hefur Honda búið til ný störf til að gæta að gæðum sinna bíla í kjölfar þessara afturkallana. Það er ekki tekið út með sældinni að gera mistök við vinnu sína í Japan og mættu vestrænar þjóðir ef til vill taka þessa afstöðu þeirra til fyrirmyndar.
Mest lesið Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent