Sneggsta Toyota Supran Finnur Thorlacius skrifar 23. október 2014 16:30 Fullyrt er að hér sjáist sneggsti Toyota Supra bíll heims og miðað við tímann sem það tekur hana að fara kvartmíluna, 6,05 sekúndur, er tæplega vafi að svo sé. Hér sprettur hún úr spori á kvartmílubraut í Arabaríkinu Bahrain með bandaríska ökumanninn Gary White undir stýri. Ekki kemur fram hve öflug Supran er en vél bílsins er af 2JZ-gerð með 98 mm Precision forþjöppu og vaflaust eru hestöflin langt yfir 1.000 hestafla markinu. Til stendur að gera þennan bíl aflmeiri og ná honum undir 6 sekúndna markið. Magnað er að sjá upptakið á þessari spíttkerru og endahraði bílsins var 388 km/klst, sem er hreint með ólíkindum enda prjónar hann vígalega í upptakinu. Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent
Fullyrt er að hér sjáist sneggsti Toyota Supra bíll heims og miðað við tímann sem það tekur hana að fara kvartmíluna, 6,05 sekúndur, er tæplega vafi að svo sé. Hér sprettur hún úr spori á kvartmílubraut í Arabaríkinu Bahrain með bandaríska ökumanninn Gary White undir stýri. Ekki kemur fram hve öflug Supran er en vél bílsins er af 2JZ-gerð með 98 mm Precision forþjöppu og vaflaust eru hestöflin langt yfir 1.000 hestafla markinu. Til stendur að gera þennan bíl aflmeiri og ná honum undir 6 sekúndna markið. Magnað er að sjá upptakið á þessari spíttkerru og endahraði bílsins var 388 km/klst, sem er hreint með ólíkindum enda prjónar hann vígalega í upptakinu.
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent