Í lífstíðarbann fyrir að ráðast á dómara | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. október 2014 22:45 Hnefaleikaferli Króatans Vido Loncar er lokið þó hann sé aðeins átján ára gamall, en hann hefur verið úrskurðaður í lífstíðarbann af króatíska hnefaleikasambandinu fyrir að ráðast á dómara. Þetta ótrúlega atvik kom upp í þungavigtarbardaga Loncar og AlgirdasBaniulis, frá Litháen, á Evrópumóti ungmenna á mánudaginn sem Baniulis vann eftir aðeins nokkrar sekúndur. Litháinn náði nokkrum góðum höggum um leið og bardaginn fór af stað, og þar sem um ólympíska hnefaleika er að ræða gerði pólski dómarinn MagejaDziurgota hlé á bardaganum og taldi upp á átta þó Króatinn væri standandi. Dómaranum fannst Loncar ekki í standi til að halda áfram og stöðvaði bardagann sem gerði það að verkum að Baniulis stóð uppi sem sigurvegari á tæknilegu rothöggi. Króatinn tók þessu ágætlega í fyrstu og rölti rólegur í hornið sitt, en þegar pólski dómarinn kallaði svo á Loncar til að skoða vafningana á höndum hans varð allt vitlaust. Loncar var ekki sáttur við úrskurð dómarans og kýldi hann af öflu afli í andlitið svo Pólverjinn féll til jarðar. Þar náði Loncar að kýla Dziurgota nokkrum sinnum til viðbótar áður en hann var stöðvaður. Í frétt á vef Telegraph segir að Loncar hafi verið handtekinn skömmu síðar, en dómarinn var færður á sjúkrahús. Króatíska hnefaleikasambandið gaf út yfirlýsingu þar sem það baðst innilega afsökunar á hegðun Loncar og lét vita að hann fengi aldrei aftur að stunda íþróttina. Loncar er enn í haldi lögreglu og verður væntanlega kærður fyrir líkamsárás. Þetta skuggalega atvik má sjá í myndbandinu hér að ofan. Íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Hnefaleikaferli Króatans Vido Loncar er lokið þó hann sé aðeins átján ára gamall, en hann hefur verið úrskurðaður í lífstíðarbann af króatíska hnefaleikasambandinu fyrir að ráðast á dómara. Þetta ótrúlega atvik kom upp í þungavigtarbardaga Loncar og AlgirdasBaniulis, frá Litháen, á Evrópumóti ungmenna á mánudaginn sem Baniulis vann eftir aðeins nokkrar sekúndur. Litháinn náði nokkrum góðum höggum um leið og bardaginn fór af stað, og þar sem um ólympíska hnefaleika er að ræða gerði pólski dómarinn MagejaDziurgota hlé á bardaganum og taldi upp á átta þó Króatinn væri standandi. Dómaranum fannst Loncar ekki í standi til að halda áfram og stöðvaði bardagann sem gerði það að verkum að Baniulis stóð uppi sem sigurvegari á tæknilegu rothöggi. Króatinn tók þessu ágætlega í fyrstu og rölti rólegur í hornið sitt, en þegar pólski dómarinn kallaði svo á Loncar til að skoða vafningana á höndum hans varð allt vitlaust. Loncar var ekki sáttur við úrskurð dómarans og kýldi hann af öflu afli í andlitið svo Pólverjinn féll til jarðar. Þar náði Loncar að kýla Dziurgota nokkrum sinnum til viðbótar áður en hann var stöðvaður. Í frétt á vef Telegraph segir að Loncar hafi verið handtekinn skömmu síðar, en dómarinn var færður á sjúkrahús. Króatíska hnefaleikasambandið gaf út yfirlýsingu þar sem það baðst innilega afsökunar á hegðun Loncar og lét vita að hann fengi aldrei aftur að stunda íþróttina. Loncar er enn í haldi lögreglu og verður væntanlega kærður fyrir líkamsárás. Þetta skuggalega atvik má sjá í myndbandinu hér að ofan.
Íþróttir Mest lesið „Álftanes er með dýrt lið” Körfubolti Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Enski boltinn Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Fótbolti McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Formúla 1 Hislop með krabbamein Enski boltinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Körfubolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Sport Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira