Snillingur á Bobcat Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2014 16:12 Áður hafa hér sést frábær tilþrif eigenda lítilla vinnvéla sem koma þeim á ótrúlegan hátt uppá vörubílspalla. Hér er þó líklega kominn sá allra færasti. Mjög hátt er uppá pallinn á á vörubíl hans en hann gerir sér lítið fyrir og prjónar Bobcat vinnuvél sinni uppá framhjólin og bakkar þannig að vörubílnum og notar svo skófluna til að mjaka honum uppá. Það þarf hreinlega frísklegt hugmyndaflug til að reyna þetta, hvað þá að takast það. Fæstum tækist að prjóna Bobcat á framhjólunum, hvað þá að bakka þannig með nákvæmni og koma henni endanlega uppá háan pallinn. Svo er hann líka snöggur að þessu, enda líklega í akkorði! Svona snillingar ættu að vinna í Cirque du Soleil. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent
Áður hafa hér sést frábær tilþrif eigenda lítilla vinnvéla sem koma þeim á ótrúlegan hátt uppá vörubílspalla. Hér er þó líklega kominn sá allra færasti. Mjög hátt er uppá pallinn á á vörubíl hans en hann gerir sér lítið fyrir og prjónar Bobcat vinnuvél sinni uppá framhjólin og bakkar þannig að vörubílnum og notar svo skófluna til að mjaka honum uppá. Það þarf hreinlega frísklegt hugmyndaflug til að reyna þetta, hvað þá að takast það. Fæstum tækist að prjóna Bobcat á framhjólunum, hvað þá að bakka þannig með nákvæmni og koma henni endanlega uppá háan pallinn. Svo er hann líka snöggur að þessu, enda líklega í akkorði! Svona snillingar ættu að vinna í Cirque du Soleil.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent