BMW F10 M5 gegn Ferrari FF Finnur Thorlacius skrifar 21. október 2014 11:34 Getur BMW M5 staðist Ferrari FF ofurbíl snúning í spyrnu? Það þætti sumum ólíklegt í ljósi þess að Ferrari FF er með 660 hestafla V12 vél með 6,3 lítra sprengirými en BMW F10 M5 er aðeins með 560 hestafla vél með 4,4 lítra sprengirými, en tvær forþjöppur. Auk þess er Ferrari FF með fjórhjóladrif en allt afl BMW M5 bílsins er sent til afturhjólanna. Ofan á þetta vegur Ferrari FF 1.791 kíló en BMW M5 1.871 kíló og drattast hann því með auka 80 kíló. Báðir bílarnir eru með 7 gíra sjálfskiptingu. Bílarnir sjást í myndskeiðinu hér að ofan etja kappi á ókunnri flugbraut og hefst kappakstur þeirra með "running start", eða báðir á litlum en sama hraðanum og samsíða. Þrátt fyrir allan þennan tölulega mun er BMW M5 bíllinn sneggri allt þar til bílarnir ná 250 hraða en BMW M5 er rafrænt takmarkaður við þann hraða. Eftir það nær Ferrari FF bíllinn framúr, en víst er að Bimminn hefði ekki gefið eftir forystu sína ef þessi hámarkshraðatakmörkun væri ekki til staðar. Það er ekki að spyrja að smíði BMW en þessi rassskelling ætti að fá ítalska sportbílasmiðinn til að spyrja sig nokkurra spurninga. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent
Getur BMW M5 staðist Ferrari FF ofurbíl snúning í spyrnu? Það þætti sumum ólíklegt í ljósi þess að Ferrari FF er með 660 hestafla V12 vél með 6,3 lítra sprengirými en BMW F10 M5 er aðeins með 560 hestafla vél með 4,4 lítra sprengirými, en tvær forþjöppur. Auk þess er Ferrari FF með fjórhjóladrif en allt afl BMW M5 bílsins er sent til afturhjólanna. Ofan á þetta vegur Ferrari FF 1.791 kíló en BMW M5 1.871 kíló og drattast hann því með auka 80 kíló. Báðir bílarnir eru með 7 gíra sjálfskiptingu. Bílarnir sjást í myndskeiðinu hér að ofan etja kappi á ókunnri flugbraut og hefst kappakstur þeirra með "running start", eða báðir á litlum en sama hraðanum og samsíða. Þrátt fyrir allan þennan tölulega mun er BMW M5 bíllinn sneggri allt þar til bílarnir ná 250 hraða en BMW M5 er rafrænt takmarkaður við þann hraða. Eftir það nær Ferrari FF bíllinn framúr, en víst er að Bimminn hefði ekki gefið eftir forystu sína ef þessi hámarkshraðatakmörkun væri ekki til staðar. Það er ekki að spyrja að smíði BMW en þessi rassskelling ætti að fá ítalska sportbílasmiðinn til að spyrja sig nokkurra spurninga. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent