Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 83-74 | Keflavíkur sigur í kaflaskiptum leik Árni Jóhannsson skrifar 20. október 2014 18:30 Valur Orri Valsson. Vísir/Daníel Keflavík sigraði Stjörnuna í TM-höllinni í kvöld í leik sem einungis er hægt að lýsa sem kaflaskiptum. Liðin skiptust á góðum leikköflum og að hafa forystu allan leikinn. Heimamenn voru þó sterkari á lokasprettinum og höfðu sigur í þessum síðasta leik annarar umferðar. Leikurinn endaði 83-74 Keflavík í vil. Stigahæstir voru William Graves hjá Keflavík með 23 stig og Dagur Kár Jónsson hjá Stjörnunni með 29 stig. Leikur Keflavíkur og Stjörnunar byrjaði á því að liðin skiptust á að skora áður en heimamenn í Keflavík náðu undirtökunum í leiknum um miðjann fyrsta leikhluta. Keflvíkingar náðu mest sex stiga forskoti en undir lok leikhlutans náðu gestirnir mjög góðum spretti og komust tveimur stigum yfir áður en flautan gall og endaði fyrsta fjórðung. Keflvíkingar komu mjög ákveðnir til leiks í annan leikhluta og skoruðu fyrstu 14 stigin og komu sér í 12 stiga forskot áður en Stjörnumenn rönkuðu við sér. Þeir náðu mjög góðum kafla þar sem heimamenn skoruðu eitt stig á mót 12 stigum gestanna en lengra komust Stjörnumenn ekki en Keflvíkingar náðu að halda forskoti sínu og auka það í tvö stig þegar flautað var til hálfleiks í mjög kaflaskiptum leik fyrstu 20 mínúturnar. Það kom í hlut Stjörnumanna að koma ákveðnari til leiks í upphafi síðari hálfleiks en þeir náðu að koma sér fimm stiga forskot þegar tæpar tvær mínútur lifðu af þriðja fjórðung. Því náðu þeir með góðum varnarleik aftur og með því að nýta sóknir sínar þegar heimamenn gerðu það ekki. Keflvíkingar börðust þó til baka og var munurinn tvö stig, 56-58 fyrir Stjörnuna, þegar einn leikhluti var eftir. Fjórði leikhluti hófst á því að bæði lið skiptust á að skora og var leikurinn í járnum á þeim tímapunkti eða þangað til sex mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingar hertu tökin í vörninni og varð það til þess að Stjörnumenn byrjuðu að missa boltann í gríð og erg og heimamenn gengu á lagið. Keflvíkingar komust mest í 11 stiga forskot og sýndu síðan yfirvegun og skynsemi þegar þeir sigldu sigrinum í höfn. Lokaniðurstaðan 83-74 fyrir Keflavík. Keflvíkingar hafa því byrjað mótið með besta hætti en þeir hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á meðan Stjörnumenn hafa tapað sínum fyrstu tveimur leikjum. Það er samt snemma móts og ýmislegt sem á eftir að breytast hjá liðunum þegar lengra líður á mótið.Hrafn Kristjánsson: Of margir feilar í restina „Ég held að flestir sem horfðu á leikinn geri sér það ljóst að við gerðum of marga feila í restina“, voru fyrstu viðbrögð þjáfara Stjörnunnar eftir tap í Keflavíki í kvöld. „Í staðinn fyrir að vera rólegir og hvetja hvorn annan þá létum við þetta fara í taugarnar á okkur og vorum ekki að hlaupa sóknirnar okkar eins og við ætluðum að gera. Það er bara eitthvað sem við skoðum og fínt að fá sjónvarpsleik og fá þar með gæða myndefni til að vinna úr.“ Spurður um ástandið á hópnum hjá Stjörnunni sagði Hrafn: „Já við eigum dálítið í land með formið á okkur enda væri það furðulegt ef lið væri að toppa núna. Þetta var samt sem áður leikur sem við töldum okkur geta unnið og við eigum alveg að geta unnið þetta Keflavíkur lið. Við eigum enn ágætis leikmenn inn í Justin Shouse og Jóni Sverrissyni. Við vitum ekki hvenær þeir koma til baka, maður hefur allan varann á þegar leikmaður hefur fengið heilahristing þrisvar með skömmu millibili. Þá tekur maður enga sénsa.“ „Ég hef fulla trú á því að við náum að laga þessa feila sem við vorum að gera í kvöld. Ég væri ekki í þessu nema hafa trú á því og hef ég fulla trú á mínum leikmönnum. Við sýndum það á löngum köflum í kvöld að við erum fanta lið þegar við erum í gírnum og við sýndum það líka á móti Tindastól. Við erum bara ekki að standast áhlaupin nógu vel og er það eitthvað sem við verðum að laga í hausnum á okkur, ég held að það sé ekki eitthvað taktíst.“Helgi Jónas Guðfinnsson: Ætlum að vera ofar en okkur er spáð „Það sem skilaði sigrinum í kvöld var meiri barátta í síðari hálfleik, við fórum að stíga betur út og náðum að jafna út frákasta baráttuna. Þeir voru með of mörg sóknarfráköst og þegar við náðum að jafna það þá fórum við að sækja á körfuna í lokin og sækja villur og víti. Þannig að það eru margir hlutir sem skiluðu þessu fyrir okkur“, sagði þjálfari Keflvíkinga þegar hann var spurður hvað hefði skilað sigrinum á Stjörnunni í kvöld. Helgi var því næst spurður út í ástandið á hópnum sínum, „Við eigum mikið langt í land, við spilum erfitt kerfi sem tekur þónokkurn tíma að læra. Við höfum verið saman í einungis nokkrar vikur sem heilt lið. Við vinnum þennan leik á varnarleiknum sem er náttúrulega frábært.“ Helgi vildi ekki gefa upp of mikið varðandi markmið liðsins í vetur. „Það er bara innan liðsins sem við höldum því en það er allavega fyrir ofan heldur en okkur er spáð.“Keflavík-Stjarnan 83-74 (19-21, 22-18, 15-19, 27-16)Keflavík: William Thomas Graves VI 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, Damon Johnson 20/4 fráköst, Valur Orri Valsson 16/8 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 14/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 5/7 fráköst, Reggie Dupree 3, Davíð Páll Hermannsson 2.Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 29/6 fráköst, Jarrid Frye 14/8 fráköst, Marvin Valdimarsson 14/9 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6, Ágúst Angantýsson 5/10 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 5/7 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 1.Leiklýsing: Keflavík - Stjarnan4. leikhluti | 83-74: Stjarnan þurfti að drífa sig ætluðu þeir sér að ná upp níu stigunum sem Keflavík hafði á þá á seinustu sekúndunum. Þeir náðu ekki að gera það og Keflavík sigldi sigrinum heim í hörkuskemmtilegum leik.4. leikhluti | 83-74: Graves setti niður eitt víti og Stjörnumenn svöruðu með þriggja stiga körfu en Keflvíkingar tóku langa sókn og komst Damon Johnson á vítalínuna þar sem hann setti niður bæði vítin. 21 sek. eftir og Stjarnan tekur leikhlé.4. leikhluti | 80-71: Enn og aftur misstu Stjörnumenn boltann en Keflavík gerði það líka þannig að Stjarnan fékk annað tækifæri eftir leikhléið. Frye komst á vítalínuna klúðraði tveimur vítum af þremur. 1:04 eftir.4. leikhluti | 80-70: Stjörnumenn eru byrjaðir í pressuvörn til að reyna að ná að vinna upp muninn, þeir náðu einu stigi til baka en Keflavík tók leikhlé þegar 1:24 eru eftir.4. leikhluti | 80-69: Heimamenn juku forskotið í 10 stig þegar 2 mínútur voru eftir en Stjörnumenn sýndu af sér agalegann klaufaskap með því að brjóta í frákastbaráttu og náði Keflavík að bæta við einu stigi. Leikhlé þegar 1:53 eftir.4. leikhluti | 77-69: Stjörnumenn misstu boltann í þrígang eftir leikhléið, mun meiri stemmning með heimamönnum núna. 2:21 eftir.4. leikhluti | 77-69: Marvin Valdimarss. missti boltann eftir leikhléið og heimamenn nýttu ssér það og hafa skorað fjögur stig í röð. 3:00 eftir.4. leikhluti | 73-69: Stjörnumenn náðu muninum niður í eitt stig áður en heimamenn settu niður þrist og juku forskotið í fjögur stig. Stjarnan tók leikhlé strax í kjölfarið. 3:55 eftir.4. leikhluti | 70-67: Heimamenn ná forystunni og ná síðan að stöðva gestina. Þeir ná síðan að bæta við forskotið sem er orðið þrjú stig þegar 4:50 eru eftir.4. leikhluti | 66-67: Liðin skiptast á körfum þessa stundina og forystunni. 6:08 eftir.4. leikhluti | 61-63: Þessi leikur er í járnum og mun hann líklegast fara niður vírinn ef ég leyfi mér að nota erlend hugtök. Stjörnumenn með tveggja stiga forystu þegar 7:10 eru eftir.4. leikhluti | 60-60: Heimamenn komust yfir en Frye svaraði og jafnaði metin fyrir Stjörnuna. 8:50 eftir.4. leikhluti | 58-58: Seinasti leikhlutinn er byrjaður og heimamenn eiga fyrstu sókn og jafna metin. 9:44 eftir.3. leikhluti | 56-58: Keflvíkingar náðu aftur að minnka muninn í tvö stig en Stjörnumenn klúðruðu tveimur vítum á lokasekúndum þriðja fjórðungs. Stjörnumenn með tveggja stiga forskot þegar 10 mínútur eru eftir.3. leikhluti | 51-56: Keflvíkingar náðu muninum niður í tvö stig en Dagur Kár svaraði með þrist og er kominn í 22 stig. Stórleikur hjá stráknum. 1:56 eftir.3. leikhluti | 50-53: Já já það er hlaupið mikið stuð í þetta. Dupree hjá Keflavík varði skot og Keflvíkingar skoruðu þriggja stiga körfu en Stjörnumenn svöruðu strax með tveimur stigum og leikurinn er í járnum. 2:50 eftir.3. leikhluti | 47-51: Damon Johnson minnkar muninn strax eftir leikhléið, þessi leikur gæti farið alla leið en Marvin Valdimarsson svaraði í sömu mynt fyrir Stjörnuna. 4:08 eftir.3. leikhluti | 45-49: Stjörnumenn komast yfir en Marvin Valdimarsson náði í annað skiptið í leiknum í þrjú víti og nýtti hann tvö þeirra Dagu Kár heldur síðan áfram að salla körfum á Keflvíkinga. Heimamenn taka leikhlé þegar 4:48 eru eftir.3. leikhluti | 45-43: Stjörnumenn eru komnir á blað en heimamenn klúðruðu sókn þar sem skotklukkan rann út áður þeir náðu skoti á körfuna. 6:15 eftir.3. leikhluti | 45-39: Heimamenn skoruðu fyrstu fjögur stig síðari hálfleiksins en Stjörnumenn misstu boltann í þremur sóknum í röð. 7:23 eftir.3. leikhluti | 43-39: Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn á því að missa boltann út af þremur sekúndum og Keflvíkingar skoruðu fyrstu stigin. 9:25 eftir.2. leikhluti | 41-39: Stjarnan átti lokasókn hálfleiksins og náði að næla sér í villu og fór Sigurður Dag Jónsson á línuna og klúðraði seinna skotinu. Sæmundur valdimarsson náði sóknarfrákasti, setti boltann ofan í og nældi sér í villu að auki og nýtti hann vítið. Leikurinn hefur verið kaflaskiptur, bæði lið náð góðum köflum bæði í vörn og sókn en Keflvíkingar fara inn í búningsklefa með tveggja stiga forskot.2. leikhluti | 41-35: Heimamenn hafa náð að halda forskoti sínu sem þeir byggðu í upphafi leikhluta en Stjörnumenn eru ansi duglegir að ná í sóknarfráköst en nýta það ekki. 55 sek. eftir.2. leikhluti | 37-33: Eftir magrar mínútur koma heimamenn boltanum í körfuna. Graves er að taka góð skot og Valur Orri er að veiða villur á Stjörnumenn og nýta vítaskotin sín. 2:34 eftir.2. leikhluti | 34-33: Heimamönnum gengur illa að koma boltanum í gegnum hringinn eftir að hafa byrjað sjóðandi heitir. Það er hlaupið illt í leikmenn núna og dálítið um pústra en það er svosem ekkert nýtt í viðureignum þessara liða. 3:24 eftir.2. leikhluti | 34-31: Heldur betur góður kafli hjá Stjörnumönnum. Þeir hafa lokað vörninni betur og minnkað muninn úr 12 stigum niður í 3 stig. 5:04 eftir.2. leikhluti | 34-29: Dagur Kár er heitur í kvöld. Hann er komin í 12 stig og er að halda gestunum inn í leiknum. Keflavík tekur leikhlé þegar 6:17 eru eftir.2. leikhluti | 34-24: Dagur Kár kom Stjörnunni á blað í leikhlutanum en Valur Orri nær muninum aftur í tveggja stafa tölu. 6:55 eftir.2. leikhluti | 33-21: Stjörnumenn töpuðu boltanum strax eftir leikhlé. Heimamenn koma mikið ákveðnari inn í annan leikhluta og Graves neglir niður öðrum þrist. 7:35 eftir.2. leikhluti | 30-21: Þrír þristar í röð frá heimamönnum í upphafi leikhluta og ná þeir níu stiga forskoti. Stjörnumenn taka leikhlé þegar 8:15 eru eftir.2. leikhluti | 24-21: 2. leikhluti er hafinn og himemenn jafna metin og komast síðan yfir þar sem William Graves skorar fyrstu fimm stig leikhlutans. 9:15 eftir.1. leikhluti | 19-21: Stjörnumenn með góðan kafla og eru komnir yfir þegar fyrsta leikhluta er lokið. Marvin Valdimarsson skoraði fjögur víti undir lok leikhlutans og Dagur Kár Jónsson setti síðan niður góðan þrist til að loka leikhlutanum.1. leikhluti | 19-14: Keflvíkingar eru með völdin hérna í fyrsta leikhluta. Stjörnumönnum hefur gengið illa að koma boltanum í körfuna. Gestirnir ná samt að haldi í við heimamenn. Damon Johnson og Valur Orri Valsson hafa báðir skorað 7 stig fyrir heimamenn en Dagur Kár Jónsson hefur skorað 6 stig fyrir gestina. 1:40 eftir.1. leikhluti | 16-10: Keflvíkingar hafa náð að auka forskot sitt, það er því að þakka að þeir hafa náð að stöðva sóknir Stjörnumanna með góðri vörn og nýtt sér það að vinna boltann. 4:10 eftir.1. leikhluti | 12-9: Keflvíkingar hafa náð stærstu forystunni hingað til en hún er einungis 3 stig þegar 6 mín lifa af fyrsta leikhluta.1. leikhluti | 8-6: Liðin skiptast á að skora á upphafsmínútunum Keflvíkingar hafa sett niður 2 þrista og fiskað ruðning á Stjörnumenn. 7:23 eftir.1. leikhluti | 0-2: Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem fá fyrstu sókn. Frye skorar fyrstu stig leiksins. 9:37 eftir.Fyrir leik: Eins og við sögðum frá á Vísir.is í dag þá er Damon Johnson að fara að spila sinn fyrsta mótsleik í Keflavík síðan 2003. Hann var einn af stærri stjörnum liðsins á þessum tíma og verður skemmtilegt að sjá hvort hann sé með "þetta" ennþá. Gunnar Einarsson leikur aftur einnig sinn fyrsta leik í Keflavík í nokkur ár. Fyrir leik: Þessi lið mættust í 8-liða úrslitum seinasta tímabils þar sem Stjörnumenn sópuðu Keflvíkingum í frí þar sem Marvin Valdimarsson skoraði flautukörfu á lokasekúndum þriðja leiksins. Fyrir leik: Komið sælir lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá TM-höllinni í Keflavík, þar sem heimamenn taka á móti Stjörnunni í seinasta leik 2. umferðar Dominos deildarinnar í körfubolta. Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Keflavík sigraði Stjörnuna í TM-höllinni í kvöld í leik sem einungis er hægt að lýsa sem kaflaskiptum. Liðin skiptust á góðum leikköflum og að hafa forystu allan leikinn. Heimamenn voru þó sterkari á lokasprettinum og höfðu sigur í þessum síðasta leik annarar umferðar. Leikurinn endaði 83-74 Keflavík í vil. Stigahæstir voru William Graves hjá Keflavík með 23 stig og Dagur Kár Jónsson hjá Stjörnunni með 29 stig. Leikur Keflavíkur og Stjörnunar byrjaði á því að liðin skiptust á að skora áður en heimamenn í Keflavík náðu undirtökunum í leiknum um miðjann fyrsta leikhluta. Keflvíkingar náðu mest sex stiga forskoti en undir lok leikhlutans náðu gestirnir mjög góðum spretti og komust tveimur stigum yfir áður en flautan gall og endaði fyrsta fjórðung. Keflvíkingar komu mjög ákveðnir til leiks í annan leikhluta og skoruðu fyrstu 14 stigin og komu sér í 12 stiga forskot áður en Stjörnumenn rönkuðu við sér. Þeir náðu mjög góðum kafla þar sem heimamenn skoruðu eitt stig á mót 12 stigum gestanna en lengra komust Stjörnumenn ekki en Keflvíkingar náðu að halda forskoti sínu og auka það í tvö stig þegar flautað var til hálfleiks í mjög kaflaskiptum leik fyrstu 20 mínúturnar. Það kom í hlut Stjörnumanna að koma ákveðnari til leiks í upphafi síðari hálfleiks en þeir náðu að koma sér fimm stiga forskot þegar tæpar tvær mínútur lifðu af þriðja fjórðung. Því náðu þeir með góðum varnarleik aftur og með því að nýta sóknir sínar þegar heimamenn gerðu það ekki. Keflvíkingar börðust þó til baka og var munurinn tvö stig, 56-58 fyrir Stjörnuna, þegar einn leikhluti var eftir. Fjórði leikhluti hófst á því að bæði lið skiptust á að skora og var leikurinn í járnum á þeim tímapunkti eða þangað til sex mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingar hertu tökin í vörninni og varð það til þess að Stjörnumenn byrjuðu að missa boltann í gríð og erg og heimamenn gengu á lagið. Keflvíkingar komust mest í 11 stiga forskot og sýndu síðan yfirvegun og skynsemi þegar þeir sigldu sigrinum í höfn. Lokaniðurstaðan 83-74 fyrir Keflavík. Keflvíkingar hafa því byrjað mótið með besta hætti en þeir hafa unnið fyrstu tvo leiki sína á meðan Stjörnumenn hafa tapað sínum fyrstu tveimur leikjum. Það er samt snemma móts og ýmislegt sem á eftir að breytast hjá liðunum þegar lengra líður á mótið.Hrafn Kristjánsson: Of margir feilar í restina „Ég held að flestir sem horfðu á leikinn geri sér það ljóst að við gerðum of marga feila í restina“, voru fyrstu viðbrögð þjáfara Stjörnunnar eftir tap í Keflavíki í kvöld. „Í staðinn fyrir að vera rólegir og hvetja hvorn annan þá létum við þetta fara í taugarnar á okkur og vorum ekki að hlaupa sóknirnar okkar eins og við ætluðum að gera. Það er bara eitthvað sem við skoðum og fínt að fá sjónvarpsleik og fá þar með gæða myndefni til að vinna úr.“ Spurður um ástandið á hópnum hjá Stjörnunni sagði Hrafn: „Já við eigum dálítið í land með formið á okkur enda væri það furðulegt ef lið væri að toppa núna. Þetta var samt sem áður leikur sem við töldum okkur geta unnið og við eigum alveg að geta unnið þetta Keflavíkur lið. Við eigum enn ágætis leikmenn inn í Justin Shouse og Jóni Sverrissyni. Við vitum ekki hvenær þeir koma til baka, maður hefur allan varann á þegar leikmaður hefur fengið heilahristing þrisvar með skömmu millibili. Þá tekur maður enga sénsa.“ „Ég hef fulla trú á því að við náum að laga þessa feila sem við vorum að gera í kvöld. Ég væri ekki í þessu nema hafa trú á því og hef ég fulla trú á mínum leikmönnum. Við sýndum það á löngum köflum í kvöld að við erum fanta lið þegar við erum í gírnum og við sýndum það líka á móti Tindastól. Við erum bara ekki að standast áhlaupin nógu vel og er það eitthvað sem við verðum að laga í hausnum á okkur, ég held að það sé ekki eitthvað taktíst.“Helgi Jónas Guðfinnsson: Ætlum að vera ofar en okkur er spáð „Það sem skilaði sigrinum í kvöld var meiri barátta í síðari hálfleik, við fórum að stíga betur út og náðum að jafna út frákasta baráttuna. Þeir voru með of mörg sóknarfráköst og þegar við náðum að jafna það þá fórum við að sækja á körfuna í lokin og sækja villur og víti. Þannig að það eru margir hlutir sem skiluðu þessu fyrir okkur“, sagði þjálfari Keflvíkinga þegar hann var spurður hvað hefði skilað sigrinum á Stjörnunni í kvöld. Helgi var því næst spurður út í ástandið á hópnum sínum, „Við eigum mikið langt í land, við spilum erfitt kerfi sem tekur þónokkurn tíma að læra. Við höfum verið saman í einungis nokkrar vikur sem heilt lið. Við vinnum þennan leik á varnarleiknum sem er náttúrulega frábært.“ Helgi vildi ekki gefa upp of mikið varðandi markmið liðsins í vetur. „Það er bara innan liðsins sem við höldum því en það er allavega fyrir ofan heldur en okkur er spáð.“Keflavík-Stjarnan 83-74 (19-21, 22-18, 15-19, 27-16)Keflavík: William Thomas Graves VI 23/7 fráköst/6 stoðsendingar, Damon Johnson 20/4 fráköst, Valur Orri Valsson 16/8 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 14/5 fráköst, Guðmundur Jónsson 5/7 fráköst, Reggie Dupree 3, Davíð Páll Hermannsson 2.Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 29/6 fráköst, Jarrid Frye 14/8 fráköst, Marvin Valdimarsson 14/9 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 6, Ágúst Angantýsson 5/10 fráköst, Sæmundur Valdimarsson 5/7 fráköst, Sigurður Dagur Sturluson 1.Leiklýsing: Keflavík - Stjarnan4. leikhluti | 83-74: Stjarnan þurfti að drífa sig ætluðu þeir sér að ná upp níu stigunum sem Keflavík hafði á þá á seinustu sekúndunum. Þeir náðu ekki að gera það og Keflavík sigldi sigrinum heim í hörkuskemmtilegum leik.4. leikhluti | 83-74: Graves setti niður eitt víti og Stjörnumenn svöruðu með þriggja stiga körfu en Keflvíkingar tóku langa sókn og komst Damon Johnson á vítalínuna þar sem hann setti niður bæði vítin. 21 sek. eftir og Stjarnan tekur leikhlé.4. leikhluti | 80-71: Enn og aftur misstu Stjörnumenn boltann en Keflavík gerði það líka þannig að Stjarnan fékk annað tækifæri eftir leikhléið. Frye komst á vítalínuna klúðraði tveimur vítum af þremur. 1:04 eftir.4. leikhluti | 80-70: Stjörnumenn eru byrjaðir í pressuvörn til að reyna að ná að vinna upp muninn, þeir náðu einu stigi til baka en Keflavík tók leikhlé þegar 1:24 eru eftir.4. leikhluti | 80-69: Heimamenn juku forskotið í 10 stig þegar 2 mínútur voru eftir en Stjörnumenn sýndu af sér agalegann klaufaskap með því að brjóta í frákastbaráttu og náði Keflavík að bæta við einu stigi. Leikhlé þegar 1:53 eftir.4. leikhluti | 77-69: Stjörnumenn misstu boltann í þrígang eftir leikhléið, mun meiri stemmning með heimamönnum núna. 2:21 eftir.4. leikhluti | 77-69: Marvin Valdimarss. missti boltann eftir leikhléið og heimamenn nýttu ssér það og hafa skorað fjögur stig í röð. 3:00 eftir.4. leikhluti | 73-69: Stjörnumenn náðu muninum niður í eitt stig áður en heimamenn settu niður þrist og juku forskotið í fjögur stig. Stjarnan tók leikhlé strax í kjölfarið. 3:55 eftir.4. leikhluti | 70-67: Heimamenn ná forystunni og ná síðan að stöðva gestina. Þeir ná síðan að bæta við forskotið sem er orðið þrjú stig þegar 4:50 eru eftir.4. leikhluti | 66-67: Liðin skiptast á körfum þessa stundina og forystunni. 6:08 eftir.4. leikhluti | 61-63: Þessi leikur er í járnum og mun hann líklegast fara niður vírinn ef ég leyfi mér að nota erlend hugtök. Stjörnumenn með tveggja stiga forystu þegar 7:10 eru eftir.4. leikhluti | 60-60: Heimamenn komust yfir en Frye svaraði og jafnaði metin fyrir Stjörnuna. 8:50 eftir.4. leikhluti | 58-58: Seinasti leikhlutinn er byrjaður og heimamenn eiga fyrstu sókn og jafna metin. 9:44 eftir.3. leikhluti | 56-58: Keflvíkingar náðu aftur að minnka muninn í tvö stig en Stjörnumenn klúðruðu tveimur vítum á lokasekúndum þriðja fjórðungs. Stjörnumenn með tveggja stiga forskot þegar 10 mínútur eru eftir.3. leikhluti | 51-56: Keflvíkingar náðu muninum niður í tvö stig en Dagur Kár svaraði með þrist og er kominn í 22 stig. Stórleikur hjá stráknum. 1:56 eftir.3. leikhluti | 50-53: Já já það er hlaupið mikið stuð í þetta. Dupree hjá Keflavík varði skot og Keflvíkingar skoruðu þriggja stiga körfu en Stjörnumenn svöruðu strax með tveimur stigum og leikurinn er í járnum. 2:50 eftir.3. leikhluti | 47-51: Damon Johnson minnkar muninn strax eftir leikhléið, þessi leikur gæti farið alla leið en Marvin Valdimarsson svaraði í sömu mynt fyrir Stjörnuna. 4:08 eftir.3. leikhluti | 45-49: Stjörnumenn komast yfir en Marvin Valdimarsson náði í annað skiptið í leiknum í þrjú víti og nýtti hann tvö þeirra Dagu Kár heldur síðan áfram að salla körfum á Keflvíkinga. Heimamenn taka leikhlé þegar 4:48 eru eftir.3. leikhluti | 45-43: Stjörnumenn eru komnir á blað en heimamenn klúðruðu sókn þar sem skotklukkan rann út áður þeir náðu skoti á körfuna. 6:15 eftir.3. leikhluti | 45-39: Heimamenn skoruðu fyrstu fjögur stig síðari hálfleiksins en Stjörnumenn misstu boltann í þremur sóknum í röð. 7:23 eftir.3. leikhluti | 43-39: Stjörnumenn byrjuðu seinni hálfleikinn á því að missa boltann út af þremur sekúndum og Keflvíkingar skoruðu fyrstu stigin. 9:25 eftir.2. leikhluti | 41-39: Stjarnan átti lokasókn hálfleiksins og náði að næla sér í villu og fór Sigurður Dag Jónsson á línuna og klúðraði seinna skotinu. Sæmundur valdimarsson náði sóknarfrákasti, setti boltann ofan í og nældi sér í villu að auki og nýtti hann vítið. Leikurinn hefur verið kaflaskiptur, bæði lið náð góðum köflum bæði í vörn og sókn en Keflvíkingar fara inn í búningsklefa með tveggja stiga forskot.2. leikhluti | 41-35: Heimamenn hafa náð að halda forskoti sínu sem þeir byggðu í upphafi leikhluta en Stjörnumenn eru ansi duglegir að ná í sóknarfráköst en nýta það ekki. 55 sek. eftir.2. leikhluti | 37-33: Eftir magrar mínútur koma heimamenn boltanum í körfuna. Graves er að taka góð skot og Valur Orri er að veiða villur á Stjörnumenn og nýta vítaskotin sín. 2:34 eftir.2. leikhluti | 34-33: Heimamönnum gengur illa að koma boltanum í gegnum hringinn eftir að hafa byrjað sjóðandi heitir. Það er hlaupið illt í leikmenn núna og dálítið um pústra en það er svosem ekkert nýtt í viðureignum þessara liða. 3:24 eftir.2. leikhluti | 34-31: Heldur betur góður kafli hjá Stjörnumönnum. Þeir hafa lokað vörninni betur og minnkað muninn úr 12 stigum niður í 3 stig. 5:04 eftir.2. leikhluti | 34-29: Dagur Kár er heitur í kvöld. Hann er komin í 12 stig og er að halda gestunum inn í leiknum. Keflavík tekur leikhlé þegar 6:17 eru eftir.2. leikhluti | 34-24: Dagur Kár kom Stjörnunni á blað í leikhlutanum en Valur Orri nær muninum aftur í tveggja stafa tölu. 6:55 eftir.2. leikhluti | 33-21: Stjörnumenn töpuðu boltanum strax eftir leikhlé. Heimamenn koma mikið ákveðnari inn í annan leikhluta og Graves neglir niður öðrum þrist. 7:35 eftir.2. leikhluti | 30-21: Þrír þristar í röð frá heimamönnum í upphafi leikhluta og ná þeir níu stiga forskoti. Stjörnumenn taka leikhlé þegar 8:15 eru eftir.2. leikhluti | 24-21: 2. leikhluti er hafinn og himemenn jafna metin og komast síðan yfir þar sem William Graves skorar fyrstu fimm stig leikhlutans. 9:15 eftir.1. leikhluti | 19-21: Stjörnumenn með góðan kafla og eru komnir yfir þegar fyrsta leikhluta er lokið. Marvin Valdimarsson skoraði fjögur víti undir lok leikhlutans og Dagur Kár Jónsson setti síðan niður góðan þrist til að loka leikhlutanum.1. leikhluti | 19-14: Keflvíkingar eru með völdin hérna í fyrsta leikhluta. Stjörnumönnum hefur gengið illa að koma boltanum í körfuna. Gestirnir ná samt að haldi í við heimamenn. Damon Johnson og Valur Orri Valsson hafa báðir skorað 7 stig fyrir heimamenn en Dagur Kár Jónsson hefur skorað 6 stig fyrir gestina. 1:40 eftir.1. leikhluti | 16-10: Keflvíkingar hafa náð að auka forskot sitt, það er því að þakka að þeir hafa náð að stöðva sóknir Stjörnumanna með góðri vörn og nýtt sér það að vinna boltann. 4:10 eftir.1. leikhluti | 12-9: Keflvíkingar hafa náð stærstu forystunni hingað til en hún er einungis 3 stig þegar 6 mín lifa af fyrsta leikhluta.1. leikhluti | 8-6: Liðin skiptast á að skora á upphafsmínútunum Keflvíkingar hafa sett niður 2 þrista og fiskað ruðning á Stjörnumenn. 7:23 eftir.1. leikhluti | 0-2: Leikurinn er hafinn og það eru gestirnir sem fá fyrstu sókn. Frye skorar fyrstu stig leiksins. 9:37 eftir.Fyrir leik: Eins og við sögðum frá á Vísir.is í dag þá er Damon Johnson að fara að spila sinn fyrsta mótsleik í Keflavík síðan 2003. Hann var einn af stærri stjörnum liðsins á þessum tíma og verður skemmtilegt að sjá hvort hann sé með "þetta" ennþá. Gunnar Einarsson leikur aftur einnig sinn fyrsta leik í Keflavík í nokkur ár. Fyrir leik: Þessi lið mættust í 8-liða úrslitum seinasta tímabils þar sem Stjörnumenn sópuðu Keflvíkingum í frí þar sem Marvin Valdimarsson skoraði flautukörfu á lokasekúndum þriðja leiksins. Fyrir leik: Komið sælir lesendur og verið velkomnir í beina textalýsingu frá TM-höllinni í Keflavík, þar sem heimamenn taka á móti Stjörnunni í seinasta leik 2. umferðar Dominos deildarinnar í körfubolta.
Dominos-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira