Fá allar gerðir Porsche 911 forþjöppu? Finnur Thorlacius skrifar 20. október 2014 09:46 Porsche 911. Bílatímaritið Car segist hafa heimildir fyrir því að strax á næsta ári muni allar gerðir hins goðsagnarkennda sportbíls Porsche 911 fá forþjöppu, en aðeins tvær gerðir bílsins eru þannig úr garði gerðir nú. Það eru bara gerðirnar Porsche 911 Turbo og Turbo S sem búnir eru forþjöppu í dag, en til dæmis eru 911 Carrera, Carrera S, Carrera 4 og Targa ekki með forþjöppu. Car vill meina að Porsche muni skipta út 3,4 lítra boxer vélinni í hefðbundnum 911 Carrera fyrir 2,9 lítra boxervél með forþjöppu. Minna sprengirými verður þó alls ekki til að minnka afl bílsins, en sá nýi verður heil 400 hestöfl. Carrera S fær hinsvegar að hjalda 3,8 lítra vélinni, fær forþjöppu og sprautar út 530 hestöflum. Það gerir hann aflmeiri en núverandi Porsche 911 Turbo, sem er 520 hestöfl. Hvað verða þá aflmestu gerðir 911 kraftmiklir, þ.e. bílar eins og 911 Turbo, Turbo S og GT2? Car telur að enginn þeirra verði undir 600 hestöflum. Það sem líklega rekur Porsche til að útbúa alla 911-bíla sína með forþjöppu er til að minnka eyðslu þeirra og hlýta með því lögum um lækkandi eyðslu bíla þeirra. Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent
Bílatímaritið Car segist hafa heimildir fyrir því að strax á næsta ári muni allar gerðir hins goðsagnarkennda sportbíls Porsche 911 fá forþjöppu, en aðeins tvær gerðir bílsins eru þannig úr garði gerðir nú. Það eru bara gerðirnar Porsche 911 Turbo og Turbo S sem búnir eru forþjöppu í dag, en til dæmis eru 911 Carrera, Carrera S, Carrera 4 og Targa ekki með forþjöppu. Car vill meina að Porsche muni skipta út 3,4 lítra boxer vélinni í hefðbundnum 911 Carrera fyrir 2,9 lítra boxervél með forþjöppu. Minna sprengirými verður þó alls ekki til að minnka afl bílsins, en sá nýi verður heil 400 hestöfl. Carrera S fær hinsvegar að hjalda 3,8 lítra vélinni, fær forþjöppu og sprautar út 530 hestöflum. Það gerir hann aflmeiri en núverandi Porsche 911 Turbo, sem er 520 hestöfl. Hvað verða þá aflmestu gerðir 911 kraftmiklir, þ.e. bílar eins og 911 Turbo, Turbo S og GT2? Car telur að enginn þeirra verði undir 600 hestöflum. Það sem líklega rekur Porsche til að útbúa alla 911-bíla sína með forþjöppu er til að minnka eyðslu þeirra og hlýta með því lögum um lækkandi eyðslu bíla þeirra.
Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent