Þjálfari badmintonlandsliðsins: Skandall að mínu viti Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2014 21:00 Ísland vann einn leik í undankeppninni. Vísir/Vilhelm Íslenska badmintonlandsliðið vann Tyrki 3-2 í lokaleik sínum í undankeppni EM í TBR-húsinu í dag. Viðureignin var sérstök að því leyti að Tyrkirnir gáfu bæði leiki sína í tvíliðaleik karla og tvenndarleik, að þeirra sögn vegna meiðsla. Í tvíliðaleik karla var staðan 4-7 fyrir Tyrkland þegar annar Tyrkinn gaf það til að kynna að hann hefði tognað á læri. Í tvenndarleiknum, sem réði úrslitum í viðureigninni, var staðan 5-0 fyrir Tyrkland þegar Ramazan Özturk kenndi sér meins í öxl. Frímann Ari Ferdinandsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur hins vegar að annað búi að baki og er langt frá því að vera sáttur með þessa framkomu Tyrkja. „Þetta var súrsætur sigur, það er alltaf gaman að vinna en að vinna svona var bara hundleiðinlegt og þetta er bara skandall að mínu viti,“ sagði Frímann í samtali við RÚV, en hann telur að Tyrkirnir hafa gefið leikina svo þeir kæmust fyrr í flug. „Ég hef trú á því að þetta hafi verið viljandi gert svo þeir næðu fluginu. Við hefðum viljað vinna þá á réttum forsendum en ekki svona. Þetta var einhver leikur að reyna að flýta fyrir svo þeir kæmumst héðan fyrr, ekkert annað." sagði Frímann ennfremur. Ísland, Tyrkland og Króatía unnu öll einn leik í riðlinum, en Spánn vann alla sína leiki og verður því meðal þátttökuþjóða á EM í Belgíu á næsta ári. Íþróttir Tengdar fréttir 4-1 tap gegn Spánverjum | Sigur í tvíliðaleik karla Íslenska landsliðið í badminton hefur tapað báðum leikjum sínum í forkeppni Evrópumóts landsliða. Í gær tapaði liðið fyrir Króatíu 4-1, en í dag beið liðið lægri hlut fyrir Spáni 4-1. 8. nóvember 2014 23:15 Ísland vann Tyrkland í lokaleiknum Íslenska landsliðið í badminton vann Tyrki 3-2 í lokaleik fimmta riðils undankeppni Evrópumótsins í TB-húsinu í dag. Leikurinn var sérstakur að því leiti að Tyrkir gáfu bæði tvíliðaleik karla og tvenndarleik rétt eftir að leikirnir hófust, að eigin sögn vegna meiðsla. 9. nóvember 2014 18:25 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Íslenska badmintonlandsliðið vann Tyrki 3-2 í lokaleik sínum í undankeppni EM í TBR-húsinu í dag. Viðureignin var sérstök að því leyti að Tyrkirnir gáfu bæði leiki sína í tvíliðaleik karla og tvenndarleik, að þeirra sögn vegna meiðsla. Í tvíliðaleik karla var staðan 4-7 fyrir Tyrkland þegar annar Tyrkinn gaf það til að kynna að hann hefði tognað á læri. Í tvenndarleiknum, sem réði úrslitum í viðureigninni, var staðan 5-0 fyrir Tyrkland þegar Ramazan Özturk kenndi sér meins í öxl. Frímann Ari Ferdinandsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur hins vegar að annað búi að baki og er langt frá því að vera sáttur með þessa framkomu Tyrkja. „Þetta var súrsætur sigur, það er alltaf gaman að vinna en að vinna svona var bara hundleiðinlegt og þetta er bara skandall að mínu viti,“ sagði Frímann í samtali við RÚV, en hann telur að Tyrkirnir hafa gefið leikina svo þeir kæmust fyrr í flug. „Ég hef trú á því að þetta hafi verið viljandi gert svo þeir næðu fluginu. Við hefðum viljað vinna þá á réttum forsendum en ekki svona. Þetta var einhver leikur að reyna að flýta fyrir svo þeir kæmumst héðan fyrr, ekkert annað." sagði Frímann ennfremur. Ísland, Tyrkland og Króatía unnu öll einn leik í riðlinum, en Spánn vann alla sína leiki og verður því meðal þátttökuþjóða á EM í Belgíu á næsta ári.
Íþróttir Tengdar fréttir 4-1 tap gegn Spánverjum | Sigur í tvíliðaleik karla Íslenska landsliðið í badminton hefur tapað báðum leikjum sínum í forkeppni Evrópumóts landsliða. Í gær tapaði liðið fyrir Króatíu 4-1, en í dag beið liðið lægri hlut fyrir Spáni 4-1. 8. nóvember 2014 23:15 Ísland vann Tyrkland í lokaleiknum Íslenska landsliðið í badminton vann Tyrki 3-2 í lokaleik fimmta riðils undankeppni Evrópumótsins í TB-húsinu í dag. Leikurinn var sérstakur að því leiti að Tyrkir gáfu bæði tvíliðaleik karla og tvenndarleik rétt eftir að leikirnir hófust, að eigin sögn vegna meiðsla. 9. nóvember 2014 18:25 Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
4-1 tap gegn Spánverjum | Sigur í tvíliðaleik karla Íslenska landsliðið í badminton hefur tapað báðum leikjum sínum í forkeppni Evrópumóts landsliða. Í gær tapaði liðið fyrir Króatíu 4-1, en í dag beið liðið lægri hlut fyrir Spáni 4-1. 8. nóvember 2014 23:15
Ísland vann Tyrkland í lokaleiknum Íslenska landsliðið í badminton vann Tyrki 3-2 í lokaleik fimmta riðils undankeppni Evrópumótsins í TB-húsinu í dag. Leikurinn var sérstakur að því leiti að Tyrkir gáfu bæði tvíliðaleik karla og tvenndarleik rétt eftir að leikirnir hófust, að eigin sögn vegna meiðsla. 9. nóvember 2014 18:25