Ísland vann Tyrkland í lokaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2014 18:25 Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðið í badminton vann Tyrki 3-2 í lokaleik fimmta riðils undankeppni Evrópumótsins í TB-húsinu í dag. Leikurinn var sérstakur að því leiti að Tyrkir gáfu bæði tvíliðaleik karla og tvenndarleik rétt eftir að leikirnir hófust, að eigin sögn vegna meiðsla. Fyrsti leikurinn var einliðaleikur karla þar sem Kári Gunnarsson mætti Emre Vural. Emre sigraði fyrstu lotuna 21-15. Næstu tvær lotur spilaði Kári af mikilli yfirvegun og sigraði glæsilega 21-14 og 21-10. Sara Högnadóttir spilaði síðan einliðaleik kvenna fyrir Ísland gegn Neslihan Yigit. Neslihan sem er númer 92 á heimslistanum hafði yfirhöndina í leiknum allan tímann og sigraði örugglega 21-9 og 21-6. Í tvíliðaleik karla mættu þeir Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson Emre Lale og Emre Vural. Þegar staðan var 4-7 fyrir Tyrkland sagði annar Tyrkjanna að hann hefði tognað í lærinu og að þeir yrðu að gefa leikinn. Fóru þeir rakleitt úr húsi að því loknu. Því næst mættu þær Özge Bayrak og Neslihan Yigit Sigríði Árnadóttur og Snjólaugu Jóhannsdóttur í tvíliðaleik kvenna. Þær tyrknesku sem eru númer 50 á heimslistanum voru geysi sterkar og sigruðu íslensku stelpurnar örugglega 21-7 og 21-10. Þegar þarna var komið við sögu var staðan orðin 2-2 í viðureign Íslands og Tyrklands og ljóst að tvenndarleikurinn myndi ráða úrslitum. Fyrir Íslands hönd léku þau Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir og fyrir Tyrki þau Ramazan Özturk og Neslihan Kilic. Í stöðunni 5-0 fyrir Tyrkland kenndi Ramazan sér meins í öxl og gáfu Tyrkirnir því leikinn. Ísland, Tyrkland og Króatía unnu einn leik hvert en Spánn vann alla sína leiki og tryggði sér með því þátttökurétt á Evrópumótinu sem fram fer í Belgíu í febrúar.Vísir/VilhelmVísir/Vilhelm Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira
Íslenska landsliðið í badminton vann Tyrki 3-2 í lokaleik fimmta riðils undankeppni Evrópumótsins í TB-húsinu í dag. Leikurinn var sérstakur að því leiti að Tyrkir gáfu bæði tvíliðaleik karla og tvenndarleik rétt eftir að leikirnir hófust, að eigin sögn vegna meiðsla. Fyrsti leikurinn var einliðaleikur karla þar sem Kári Gunnarsson mætti Emre Vural. Emre sigraði fyrstu lotuna 21-15. Næstu tvær lotur spilaði Kári af mikilli yfirvegun og sigraði glæsilega 21-14 og 21-10. Sara Högnadóttir spilaði síðan einliðaleik kvenna fyrir Ísland gegn Neslihan Yigit. Neslihan sem er númer 92 á heimslistanum hafði yfirhöndina í leiknum allan tímann og sigraði örugglega 21-9 og 21-6. Í tvíliðaleik karla mættu þeir Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson Emre Lale og Emre Vural. Þegar staðan var 4-7 fyrir Tyrkland sagði annar Tyrkjanna að hann hefði tognað í lærinu og að þeir yrðu að gefa leikinn. Fóru þeir rakleitt úr húsi að því loknu. Því næst mættu þær Özge Bayrak og Neslihan Yigit Sigríði Árnadóttur og Snjólaugu Jóhannsdóttur í tvíliðaleik kvenna. Þær tyrknesku sem eru númer 50 á heimslistanum voru geysi sterkar og sigruðu íslensku stelpurnar örugglega 21-7 og 21-10. Þegar þarna var komið við sögu var staðan orðin 2-2 í viðureign Íslands og Tyrklands og ljóst að tvenndarleikurinn myndi ráða úrslitum. Fyrir Íslands hönd léku þau Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir og fyrir Tyrki þau Ramazan Özturk og Neslihan Kilic. Í stöðunni 5-0 fyrir Tyrkland kenndi Ramazan sér meins í öxl og gáfu Tyrkirnir því leikinn. Ísland, Tyrkland og Króatía unnu einn leik hvert en Spánn vann alla sína leiki og tryggði sér með því þátttökurétt á Evrópumótinu sem fram fer í Belgíu í febrúar.Vísir/VilhelmVísir/Vilhelm
Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Sjá meira