4-1 tap gegn Spánverjum | Sigur í tvíliðaleik karla Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. nóvember 2014 23:15 Íslenska landsliðið í badminton hefur tapað báðum leikjum sínum í forkeppni Evrópumóts landsliða. Í gær tapaði liðið fyrir Króatíu 4-1, en í dag beið liðið lægri hlut fyrir Spáni 4-1. Þeir Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson unnu eina leik Íslands í rimmunni, í tvíliðaleik karla. Þeir unnu báðar loturnar, 21-19 og 21-14. Í tvenndarleiknum töpuðu þau Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir fyrir Ernesto Velazquez og Beatriz Corrales. Spánn vann fyrstu lotuna 21-13, en Daníel og Rakel unnu lotu tvö 21-12. Í oddalotunni höfðu þau spænsku hins vegar betur, 21-16. Í einliðaleik kvenna tapaði Sara Högnadóttir fyrir Clöru Azumendi, en sú spænska er um 200 sætum oftar á heimslistanum. Azumendi vann í tveimur lotum, 21-16 og 21-10. Áðurnefndur Kári Gunnarsson laut í gras fyrir Luis Enrique Penalver í þremur lotum í einliðaleik karla. Penalver vann þá fyrstu 21-13, en Kári sneri dæminu sér í vil í annarri lotu sem hann vann, 21-10. Í oddalotunni hafði sá spænski svo sigur, 21-15. Í tvíliðaleik kvenna töpuðu þær Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir fyrir heimsmeistaranum í einliðaleik kvenna, Carolinu Marin, og stöllu hennar Isabel Fernandez. Þær spænsku unnu báðar loturnar, 21-16 og 21-15. Ísland mætir Tyrkjum í síðasta leik riðilsins á morgun. Viðureignin hefst klukkan 13:00 í TBR-húsinu. Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Íslenska landsliðið í badminton hefur tapað báðum leikjum sínum í forkeppni Evrópumóts landsliða. Í gær tapaði liðið fyrir Króatíu 4-1, en í dag beið liðið lægri hlut fyrir Spáni 4-1. Þeir Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson unnu eina leik Íslands í rimmunni, í tvíliðaleik karla. Þeir unnu báðar loturnar, 21-19 og 21-14. Í tvenndarleiknum töpuðu þau Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir fyrir Ernesto Velazquez og Beatriz Corrales. Spánn vann fyrstu lotuna 21-13, en Daníel og Rakel unnu lotu tvö 21-12. Í oddalotunni höfðu þau spænsku hins vegar betur, 21-16. Í einliðaleik kvenna tapaði Sara Högnadóttir fyrir Clöru Azumendi, en sú spænska er um 200 sætum oftar á heimslistanum. Azumendi vann í tveimur lotum, 21-16 og 21-10. Áðurnefndur Kári Gunnarsson laut í gras fyrir Luis Enrique Penalver í þremur lotum í einliðaleik karla. Penalver vann þá fyrstu 21-13, en Kári sneri dæminu sér í vil í annarri lotu sem hann vann, 21-10. Í oddalotunni hafði sá spænski svo sigur, 21-15. Í tvíliðaleik kvenna töpuðu þær Rakel Jóhannesdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir fyrir heimsmeistaranum í einliðaleik kvenna, Carolinu Marin, og stöllu hennar Isabel Fernandez. Þær spænsku unnu báðar loturnar, 21-16 og 21-15. Ísland mætir Tyrkjum í síðasta leik riðilsins á morgun. Viðureignin hefst klukkan 13:00 í TBR-húsinu.
Íþróttir Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira