Sviti og sviðsdýfur Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar 8. nóvember 2014 14:05 FM Belfast sigruðu Silfurberg Vísir/Andri Marino Silfurberg í Hörpu var gjörsamlega troðið á Iceland Airwaves í gær, þegar hljómsveitin FM Belfast steig á svið um hálf eitt í nótt. Stemningin í salnum var mikil og greinilegt var að sveitarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Þau byrjuðu strax af miklum krafti og spilaðu aðallega lög af nýjustu plötu sinni Brighter Days. Salurinn dansaði, hoppaði og söng með allan tímann, stemmningin var mögnuð og hver einasti gestur með bros á vör. Vísir/Andri MarinoMeðlimir hljómsveitarinnar tóku nokkrar sviðsdýfur og áhorfendur létu mannhafið bera sig um. Eftir tæpan klukkutíma, tóku þau lokalagið og fóru af sviði. Salurinn var hinsvegar ekki á sama máli og klappaði þau upp. Það má segja að svitinn og stuðið hafi margfaldast eftir uppklapp, er þau tóku slagarann Underwear, sem teygðist svo í lagið þeirra I Don't Want to Go To Sleep Either. Inn í þetta fléttuðu þau meðal annars lögin Kiling in The Name of, Wonderwall og næntís eðalinn The Key, The Secret. FM Belfast stóðu svo sannarlega undir væntingum og miklu meira en það.Vísir/Andri Marino Airwaves Gagnrýni Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira
Silfurberg í Hörpu var gjörsamlega troðið á Iceland Airwaves í gær, þegar hljómsveitin FM Belfast steig á svið um hálf eitt í nótt. Stemningin í salnum var mikil og greinilegt var að sveitarinnar var beðið með mikilli eftirvæntingu. Þau byrjuðu strax af miklum krafti og spilaðu aðallega lög af nýjustu plötu sinni Brighter Days. Salurinn dansaði, hoppaði og söng með allan tímann, stemmningin var mögnuð og hver einasti gestur með bros á vör. Vísir/Andri MarinoMeðlimir hljómsveitarinnar tóku nokkrar sviðsdýfur og áhorfendur létu mannhafið bera sig um. Eftir tæpan klukkutíma, tóku þau lokalagið og fóru af sviði. Salurinn var hinsvegar ekki á sama máli og klappaði þau upp. Það má segja að svitinn og stuðið hafi margfaldast eftir uppklapp, er þau tóku slagarann Underwear, sem teygðist svo í lagið þeirra I Don't Want to Go To Sleep Either. Inn í þetta fléttuðu þau meðal annars lögin Kiling in The Name of, Wonderwall og næntís eðalinn The Key, The Secret. FM Belfast stóðu svo sannarlega undir væntingum og miklu meira en það.Vísir/Andri Marino
Airwaves Gagnrýni Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Tónlist Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Móðurmorð í blóðugu jólaboði Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Úr öskunni í eldinn Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Sjá meira