Þórsteinn lenti í fjórða sæti í Die große Chance Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2014 22:00 Þórsteinn Einarsson, átján ára gamall Íslendingur, hafnaði í fjórða sæti í austurrísku hæfileikakeppninni Die große Chance en úrslitaþátturinn var sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ORF í kvöld. Þórsteinn var einn fimm keppenda á úrslitakvöldinu. Keppendur fluttu allir tvö lög, annað frumsamið og hitt ásamt þekktum tónlistarmanni. Lagið sem Þórsteinn samdi sjálfur bar heitið Lea. Texti lagsins fjallar um stúlku sem flytur í stórborg ásamt fjölskyldu sinni, en kemst fljótlega í slæman félagsskap, verður háð fíkniefnum og íhugar að svipta sig lífi. Hitt lagið sem Þórsteinn söng á úrslitakvöldinu var lagið Ich hör auf mein herz sem hann flutti ásamt Christinu Stürmer, þekktri austurrískri söngkonu sem sló í gegn í sambærilegum þætti fyrir um áratug. Dómarar í keppninni lofuðu Þórstein sérstaklega fyrir flutning laganna, þóttu sérstakt að hann væri einungis átján ára gamall og svona ríkur af hæfileikum. Dómararnir sögðust allir spá honum miklum frama. Peter Rapp, einn dómara, sagðist vilja fá Þórstein til að syngja fyrir hönd Austurríkis í Eurovision, en téður Rapp ku vera goðsögn í lifanda lífi í austurrískum skemmtanaiðnaði. Þórsteinn sló í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, var í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög fyrr í vikunni eftir að hann flutti það í undanúrslitum keppninnar. Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Þórsteinn hafði fyrir þáttinn þegar náð sínu markmiði, sem var að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins. Fyrr í vikunni sagði hann í samtali við Vísi það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára meðhljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.Á heimasíðu keppninnar má sjá flutning Þórsteins í þætti kvöldsins og fyrri þáttum. Dúettinn Harfonie bar sigur úr býtum, en hann þær skipa 13 og 15 ára stelpur, Nora og Hannah, og spila þær á hörpu. Eurovision Tengdar fréttir Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56 Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Þórsteinn Einarsson, átján ára gamall Íslendingur, hafnaði í fjórða sæti í austurrísku hæfileikakeppninni Die große Chance en úrslitaþátturinn var sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni ORF í kvöld. Þórsteinn var einn fimm keppenda á úrslitakvöldinu. Keppendur fluttu allir tvö lög, annað frumsamið og hitt ásamt þekktum tónlistarmanni. Lagið sem Þórsteinn samdi sjálfur bar heitið Lea. Texti lagsins fjallar um stúlku sem flytur í stórborg ásamt fjölskyldu sinni, en kemst fljótlega í slæman félagsskap, verður háð fíkniefnum og íhugar að svipta sig lífi. Hitt lagið sem Þórsteinn söng á úrslitakvöldinu var lagið Ich hör auf mein herz sem hann flutti ásamt Christinu Stürmer, þekktri austurrískri söngkonu sem sló í gegn í sambærilegum þætti fyrir um áratug. Dómarar í keppninni lofuðu Þórstein sérstaklega fyrir flutning laganna, þóttu sérstakt að hann væri einungis átján ára gamall og svona ríkur af hæfileikum. Dómararnir sögðust allir spá honum miklum frama. Peter Rapp, einn dómara, sagðist vilja fá Þórstein til að syngja fyrir hönd Austurríkis í Eurovision, en téður Rapp ku vera goðsögn í lifanda lífi í austurrískum skemmtanaiðnaði. Þórsteinn sló í gegn í keppninni með söng sínum og lagasmíð en frumsamið lag hans, Aurora, var í þrettánda sæti austurríska listans yfir mest sóttu lög fyrr í vikunni eftir að hann flutti það í undanúrslitum keppninnar. Die große Chance er hæfileikakeppni að hætti hinna stórvinsælu Got Talent-þátta, en þess má geta að sigurvegari Eurovision í ár, Conchita Wurst, tók þátt í keppninni á sínum tíma og lenti í sjötta sæti. Þórsteinn hafði fyrir þáttinn þegar náð sínu markmiði, sem var að landa plötusamningi. Upptökur eru þegar hafnar á fyrstu plötu Þórsteins. Fyrr í vikunni sagði hann í samtali við Vísi það alltaf hafa verið draum sinn að „meika‘ða“ sem poppstjarna. „Já, alltaf,“ segir hann. „Það er til myndband af mér frá því að ég var svona ellefu ára meðhljómsveitinni Skvís á Stöð 2. Þar er ég spurður hvort ég ætli að verða rokkstjarna og ég segi nei, ég ætla að verða goðsögn,“ segir hann og hlær. Sjón er sögu ríkari, en myndbandið má finna í spilaranum efst í fréttinni.Á heimasíðu keppninnar má sjá flutning Þórsteins í þætti kvöldsins og fyrri þáttum. Dúettinn Harfonie bar sigur úr býtum, en hann þær skipa 13 og 15 ára stelpur, Nora og Hannah, og spila þær á hörpu.
Eurovision Tengdar fréttir Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56 Mest lesið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Kim Kardashian greindist með heilagúlp Lífið Fleiri fréttir Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja Sjá meira
Íslensk vonarstjarna í Evrópu: Ætlaði alltaf að verða goðsögn Hinn átján ára gamli Þórsteinn Einarsson hefur slegið í gegn í austurrísku sjónvarpi. 4. nóvember 2014 20:56