Körfubolti

Lið Sverris Þórs töpuðu með samtals 94 stigum á 24 tímum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sverrir Þór Sverrisson.
Sverrir Þór Sverrisson. Vísir/Stefán
Þetta var ekki góð vika fyrir Grindavíkinga í körfuboltanum því báðir meistaraflokkar félagsins fengu stóra skelli með aðeins sólarhrings millibili í Dominos-deildunum.

Kvennalið Grindavíkur tapaði fyrst með 49 stiga mun á móti Keflavík á miðvikudagskvöldið, 57-106, og karlalið Grindavík tapaði síðan með 45 stiga mun fyrir KR í gærkvöldi, 73-118.

Sverrir Þór þurfti reyndar að bíta í það súra epli að vera kanalaus í báðum leikjum því Grindavík er á milli kana í karlaliðinu og kvennakaninn Rachel Tecca gat ekki spilað leikinn við Keflavík vegna meiðsla.

Það sem Sverrir Þór er örugglega ósáttastur með er varnarleikur liða hans enda þau að fá bæði yfir 100 stig og karlaliðið fékk heil 118 stig á sig í DHL-höllinni í gær þar sem KR-ingar skoruðu nánast í hverri sókn.

Grindavíkurliðin eru nú bæði í 5. sæti í sínum deildum, stelpurnar hafa unnið 3 af 6 leikjum en strákarnir eru bara með 2 sigra í 5 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×