Ásta og Baldur akstursíþróttamenn ársins Finnur Thorlacius skrifar 6. nóvember 2014 11:25 Rallýkeppni á Íslandi. Á lokahófi akstursíþróttamanna sem haldið var á Sjallanum á Akureyri síðastliðna helgi voru kosnir akstursíþróttamenn ársins 2014 og kom það í hlut Ástu Sigurðardóttur í kvennaflokki og Baldurs Haraldssonar í karlaflokki. Þrátt fyrir ungan aldur Ástu, en hún er 25 ára, á hún glæstan feril sem rallökumaður. Hún fagnaði til að mynda sigri með bróður sínum í sinni fyrstu keppni sinni árið 2006. Bæði það ár og á því næsta varð hún Íslandsmeistari í rallakstri en líklega er stærsti sigur Ástu í mótaröð sem ber nafnið Evo Challenge í Bretlandi árið 2009. Baldur hefur lengi verið viðloðandi akstursíþróttir og keppti fyrst árið 1990 í ísakstri í Skagafirði. Hann er ekki einhamur þegar kemur að akstursíþróttum og hefur keppt í ralli, rallíkrossi, mótorkrossi, torfæru, ísakstri og torfæru. Hann er núverandi Íslandsmeistari í rallakstri og náði þeim athygliverða árangri í sumar að skila bíl sínum í mark í hverri einustu keppni stráheilum. Er slíkt víst einsdæmi. Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent
Á lokahófi akstursíþróttamanna sem haldið var á Sjallanum á Akureyri síðastliðna helgi voru kosnir akstursíþróttamenn ársins 2014 og kom það í hlut Ástu Sigurðardóttur í kvennaflokki og Baldurs Haraldssonar í karlaflokki. Þrátt fyrir ungan aldur Ástu, en hún er 25 ára, á hún glæstan feril sem rallökumaður. Hún fagnaði til að mynda sigri með bróður sínum í sinni fyrstu keppni sinni árið 2006. Bæði það ár og á því næsta varð hún Íslandsmeistari í rallakstri en líklega er stærsti sigur Ástu í mótaröð sem ber nafnið Evo Challenge í Bretlandi árið 2009. Baldur hefur lengi verið viðloðandi akstursíþróttir og keppti fyrst árið 1990 í ísakstri í Skagafirði. Hann er ekki einhamur þegar kemur að akstursíþróttum og hefur keppt í ralli, rallíkrossi, mótorkrossi, torfæru, ísakstri og torfæru. Hann er núverandi Íslandsmeistari í rallakstri og náði þeim athygliverða árangri í sumar að skila bíl sínum í mark í hverri einustu keppni stráheilum. Er slíkt víst einsdæmi.
Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent